Heimsókn Öldungaráðs til Húnaþings vestra
Málsnúmer 2304077
Vakta málsnúmerÖldungaráð - 2. fundur - 17.04.2023
Ráðið heimsótti Öldungaráð Húnaþings vestra 21.mars sl. þar sem ráðsfólk átti gott samtal um verkefni og stefnumótun í málefnum eldra fólks. Öldungaráð Húnaþings vestra hefur verið starfandi frá árinu 2019 og fróðlegt var að fá yfirferð verkefna og hlutverk ráðsins. Eitt af verkefnum Öldungaráðs Húnaþings vestra er þátttaka í samráði sveitarfélagsins um framtíðarsýn í málefnum eldri borgara sem verið er að vinna að. Að lokum fundi var ráðsfólki boðið í heimsókn í aðstöðu Félags eldri borgara í gamla verslunarhúsnæði Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga en þar fer fram fjölbreytt félagsstarf alla virka daga.