Framtíðarsýn í málefnum eldra fólks - Öldungaráð
Málsnúmer 2304079
Vakta málsnúmerÖldungaráð - 2. fundur - 17.04.2023
Öldungaráð beinir því til sveitarfélagsins að fara í stefnumótun í málefnum eldra fólks í samstarfi við Félag eldri borgara. Farið verði í upplýsingaöflun og þarfagreiningu í haust. Félagsmálastjóra er falið að koma erindinu til afgreiðslu félagsmála- og tómstundanefndar.
Félagsmála- og tómstundanefnd - 12. fundur - 09.05.2023
Lögð fram eftirfarandi beiðni Öldungaráðs Skagafjarðar til félagsmála- og tómstundanefndar: "Öldungaráð beinir því til sveitarfélagsins að fara í stefnumótun í málefnum eldra fólks í samstarfi við Félag eldri borgara. Farið verði í upplýsingaöflun og þarfagreiningu í haust ". Félagsmála- og tómstundanefnd fagnar erindinu og samþykkir að fara í stefnumótun í málefnum eldra fólks í samstarfi við Félag eldri borgara í Skagafirði á komandi hausti. Félagsmálastjóra er falið að koma með minnisblað um mögulega framkvæmd vinnunar til nefndar í september.