Í kjörfar breytinga á samþykktum SSNV þarf að tilnefna nýjan aðalmann í stjórn SSNV í stað Hrundar Pétursdóttur. Forseti gerir tilnefningu um Einar E Einarsson.
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir tók til mál og lagði fram eftirfarandi bókun. Vg og óháð óska bókað; Við viljum taka það fram að Einar Einarsson yrði að okkar mati faglegur og glæsilegur leiðtogi í stjórn SSNV fyrir okkar hönd. Að því sögðu viljum við samt minna Skagafjörð á Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, oft nefnd jafnréttislögin og með þessari endurtilnefningu værum við sem sveitarfélag að brjóta þau lög en 28. grein þeirra laga hljóðar svo: Þátttaka í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera. Við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal þess gætt að hlutfall kvenna og karla sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þetta gildir einnig um stjórnir opinberra hlutafélaga og fyrirtækja sem ríki eða sveitarfélag er aðaleigandi að. Við sem sveitarfélag erum að endurtilnefna í stjórn SSNV, það er ekki verið að kjósa einstakling inn í stjórn heldur skipa-tilnefna af sveitarstjórn. Því er það skýrt að við sem sveitarfélag teljumst ábyrg og erum því að brjóta jafnréttislögin. Því sitjum við hjá.
Einar E Einarsson, Sigfús Ingi Sigfússon, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Sigríður Magnúsdóttir kvöddu sér hljóðs. Sigríður Magnúsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun. Málið sem hér um ræðir varðar endurtilnefningu aðalmanns í stjórn SSNV. Samkvæmt samþykktum og þingsköpum SSNV skipa 5 einstaklingar stjórn samtakanna og skal miðað við að tveir komi úr Skagafirði, tveir úr Austur-Húnavatnssýslu og einum úr Húnaþingi vestra. Varastjórn skal skipuð af starfssvæðinu með sama hætti. Stjórn er kosin á aukaársþingi SSNV að afloknum sveitarstjórnarkosningum til tveggja ára og ný stjórn á ársþingi á miðju kjörtímabili. Á nýliðnu ársþingi SSNV var samþykktum samtakanna breytt þannig að í stað þess að varamaður kæmi sjálfkrafa inn fyrir aðalmann, ef aðalmaður hverfur úr stjórn, þá skuli sveitarfélag aðalmanns tilnefna nýjan fulltrúa á sveitarstjórnarfundi. Það er það sem um ræðir hér. Annar aðalmaður Skagafjarðar í stjórn SSNV er Jóhanna Ey Harðardóttir sem er kona. Hér er tillaga um að hinn aðalmaður Skagafjarðar verði Einar E. Einarsson sem er karl. Skagafjörður stendur því fyllilega við jafnréttislög með því að tilnefna aðalmenn sem eru karl og kona. Minna má á að þegar svona háttar, að fulltrúar koma inn í stjórnir af mismunandi svæðum, þá er æskilegt að hvert og eitt sveitarfélag beri ábyrgð á að hlutfall kvenna og karla sé sem jafnast. Segja má að Skagafjörður hefði í upphafi þessa kjörtímabils mátt gæta betur að sjónarmiðum um jafnrétti kynjanna en báðir aðalmenn Skagafjarðar í stjórn SSNV það sem af er þessu kjörtímabili eru konur og það sama gildir einnig um báða varamennina. Aðal- og varamenn Skagafjarðar hafa því verið skipaðir 4 konum en engum karli en eftir breytingu verða aðalmenn Skagafjarðar kona og karl en varamenn áfram tvær konur.
Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast hann því rétt kjörinn með 7 atkvæðum. Vg og óháðir sitja hjá.
Forseti gerir tilnefningu um Einar E Einarsson.
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir tók til mál og lagði fram eftirfarandi bókun.
Vg og óháð óska bókað;
Við viljum taka það fram að Einar Einarsson yrði að okkar mati faglegur og glæsilegur leiðtogi í stjórn SSNV fyrir okkar hönd. Að því sögðu viljum við samt minna Skagafjörð á Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, oft nefnd jafnréttislögin og með þessari endurtilnefningu værum við sem sveitarfélag að brjóta þau lög en 28. grein þeirra laga hljóðar svo: Þátttaka í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera.
Við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal þess gætt að hlutfall kvenna og karla sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þetta gildir einnig um stjórnir opinberra hlutafélaga og fyrirtækja sem ríki eða sveitarfélag er aðaleigandi að.
Við sem sveitarfélag erum að endurtilnefna í stjórn SSNV, það er ekki verið að kjósa einstakling inn í stjórn heldur skipa-tilnefna af sveitarstjórn. Því er það skýrt að við sem sveitarfélag teljumst ábyrg og erum því að brjóta jafnréttislögin.
Því sitjum við hjá.
Einar E Einarsson, Sigfús Ingi Sigfússon, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Sigríður Magnúsdóttir kvöddu sér hljóðs.
Sigríður Magnúsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun.
Málið sem hér um ræðir varðar endurtilnefningu aðalmanns í stjórn SSNV. Samkvæmt samþykktum og þingsköpum SSNV skipa 5 einstaklingar stjórn samtakanna og skal miðað við að tveir komi úr Skagafirði, tveir úr Austur-Húnavatnssýslu og einum úr Húnaþingi vestra. Varastjórn skal skipuð af starfssvæðinu með sama hætti. Stjórn er kosin á aukaársþingi SSNV að afloknum sveitarstjórnarkosningum til tveggja ára og ný stjórn á ársþingi á miðju kjörtímabili.
Á nýliðnu ársþingi SSNV var samþykktum samtakanna breytt þannig að í stað þess að varamaður kæmi sjálfkrafa inn fyrir aðalmann, ef aðalmaður hverfur úr stjórn, þá skuli sveitarfélag aðalmanns tilnefna nýjan fulltrúa á sveitarstjórnarfundi. Það er það sem um ræðir hér.
Annar aðalmaður Skagafjarðar í stjórn SSNV er Jóhanna Ey Harðardóttir sem er kona. Hér er tillaga um að hinn aðalmaður Skagafjarðar verði Einar E. Einarsson sem er karl. Skagafjörður stendur því fyllilega við jafnréttislög með því að tilnefna aðalmenn sem eru karl og kona.
Minna má á að þegar svona háttar, að fulltrúar koma inn í stjórnir af mismunandi svæðum, þá er æskilegt að hvert og eitt sveitarfélag beri ábyrgð á að hlutfall kvenna og karla sé sem jafnast. Segja má að Skagafjörður hefði í upphafi þessa kjörtímabils mátt gæta betur að sjónarmiðum um jafnrétti kynjanna en báðir aðalmenn Skagafjarðar í stjórn SSNV það sem af er þessu kjörtímabili eru konur og það sama gildir einnig um báða varamennina. Aðal- og varamenn Skagafjarðar hafa því verið skipaðir 4 konum en engum karli en eftir breytingu verða aðalmenn Skagafjarðar kona og karl en varamenn áfram tvær konur.
Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast hann því rétt kjörinn með 7 atkvæðum. Vg og óháðir sitja hjá.