Lögð fram áætlun um minka- og refaveiði ársins 2023 og úthlutun veiðikvóta. Gert er ráð fyrir að veiða 331 ref og 235 minka. Fjárhæðir verðlauna til ráðinna veiðimanna eru 11.000 kr. fyrir veiddan mink en 2.000 kr. til annarra. Verðlaun til ráðinna veiðimanna fyrir unnið grendýr 20.000 kr., hlaupadýr/vetrarveiði 10.000 kr. Aðrir fá greiddar 1.000 kr. fyrir refinn. Undir þessum dagskrárlið komu refa- og minkaveiðimenn til viðræðu um tilhögun veiðanna árið 2023. Mættir voru: Þorsteinn Ólafsson, Stefán Ingi Sigurðsson, Hans Birgir Friðriksson, Birgir Árdal Hauksson, Elvar Örn Birgisson, Steinþór Tryggvason og Egill Yngvi Ragnarsson. Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagðar áætlanir um minka- og refaveiði 2023.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagðar áætlanir um minka- og refaveiði 2023.