Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 17. apríl síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 varðandi fyrirhugaða viðbyggingu við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 22 við Gilstún. Í kjölfarið óskaði skipulagsfulltrúi eftir með tölvupósti 21.04. sl. við hönnuð og lóðarhafa að frekari grein yrði gerð fyrir áformaðri umbeðinni framkvæmd. Í dag liggur fyrir umbeðin greinargerð ásamt skýringaruppdrætti og yfirlýsingu frá lóðarhöfum Gilstúns 20 og 24 og Iðutúns 10, 12, 14, 15, 17 og 19. Við mat á því hvort breyting teljist óveruleg skal taka mið af því að hve miklu leyti tillagan víkur frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Einnig skal metið hvort um fordæmisgefandi breytingu er að ræða eða breytingu sem varðar almannahagsmuni. Lóðin Gilstún 22 er 750,0 m² að flatarmáli. Byggingarreitur lóðar er 417,0 m². Ætlað byggingarmagn á lóðinni eru 294,6 m². Fyrirhuguð byggingarframkvæmd fer einungis að litlu leiti út úr byggingarreit, þ.e.a.s. 14,6 m² eða 3,5% út fyrir byggingarreit á baklóð. Breytingin varðar ekki almannahagsmuni og eru fordæmi fyrir breytingum sem þessari í suðurhluta Túnahverfis. Skipulagsnefnd heimilar umbeðin frávik eins og þau koma fram á framlögðum gögnum og uppdráttum Þóris Guðmundssonar. Uppdrættir í verki HA23126, númer A-101 og A-102, dagsettir 19. febrúar 2023.
Í kjölfarið óskaði skipulagsfulltrúi eftir með tölvupósti 21.04. sl. við hönnuð og lóðarhafa að frekari grein yrði gerð fyrir áformaðri umbeðinni framkvæmd.
Í dag liggur fyrir umbeðin greinargerð ásamt skýringaruppdrætti og yfirlýsingu frá lóðarhöfum Gilstúns 20 og 24 og Iðutúns 10, 12, 14, 15, 17 og 19.
Við mat á því hvort breyting teljist óveruleg skal taka mið af því að hve miklu leyti tillagan víkur frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Einnig skal metið hvort um fordæmisgefandi breytingu er að ræða eða breytingu sem varðar almannahagsmuni.
Lóðin Gilstún 22 er 750,0 m² að flatarmáli. Byggingarreitur lóðar er 417,0 m². Ætlað byggingarmagn á lóðinni eru 294,6 m².
Fyrirhuguð byggingarframkvæmd fer einungis að litlu leiti út úr byggingarreit, þ.e.a.s. 14,6 m² eða 3,5% út fyrir byggingarreit á baklóð.
Breytingin varðar ekki almannahagsmuni og eru fordæmi fyrir breytingum sem þessari í suðurhluta Túnahverfis.
Skipulagsnefnd heimilar umbeðin frávik eins og þau koma fram á framlögðum gögnum og uppdráttum Þóris Guðmundssonar. Uppdrættir í verki HA23126, númer A-101 og A-102, dagsettir 19. febrúar 2023.