Skipulagsnefnd
Dagskrá
Anna Kristín Guðmundsdóttir ráðgjafi í skipulagsmálum sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
1.Hraun I - Hraun II - Deiliskipulag
Málsnúmer 2111012Vakta málsnúmer
Lögð fram deiliskipulagstillaga Hraun í Fljótum - Skagafirði, uppdráttur ásamt greinargerð dags. 25.04.2023 sem unnin var á teiknistofunni Kollgáta ehf.
Jörðin að Hraunum er alls um 1900 ha að stærð en skipulagssvæðið sem hér um ræðir er um 48 ha. Svæðið afmarkast í grunninn af skilgreindum nýtingarsvæðum í aðalskipulagi Skagafjarðar 2022-2035 þar sem skilgreind eru tvö svæði með þremur nýtingarflokkum AF-19, VÞ-09 og VÞ-10. Deiliskipulagssvæðið nær yfir þessi svæði og tengiveg sem liggur milli svæðanna. Deiliskipulagssvæðið afmarkast því af Siglufjarðarvegi að vestan og vegtengingu heimreiðar við Siglufjarðarveg að sunnan. Afmörkun að vestan liggur síðan eftir landhalla um miðja vegu milli sjávar og þjóðvegar til norðurs, út fyrir Kjarna B sem endar rétt norðan við vegslóða sem þar liggur niður að litlu sumarhúsi sem þar stendur. Markmið deiliskipulagsins er að gera landeiganda kleift að hefja uppbyggingu á ferðaþjónustu á svæðinu með byggingu mannvirkja sem styðja slíkan rekstur.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi Hraun í Fljótum - Skagafirði í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010.
Jörðin að Hraunum er alls um 1900 ha að stærð en skipulagssvæðið sem hér um ræðir er um 48 ha. Svæðið afmarkast í grunninn af skilgreindum nýtingarsvæðum í aðalskipulagi Skagafjarðar 2022-2035 þar sem skilgreind eru tvö svæði með þremur nýtingarflokkum AF-19, VÞ-09 og VÞ-10. Deiliskipulagssvæðið nær yfir þessi svæði og tengiveg sem liggur milli svæðanna. Deiliskipulagssvæðið afmarkast því af Siglufjarðarvegi að vestan og vegtengingu heimreiðar við Siglufjarðarveg að sunnan. Afmörkun að vestan liggur síðan eftir landhalla um miðja vegu milli sjávar og þjóðvegar til norðurs, út fyrir Kjarna B sem endar rétt norðan við vegslóða sem þar liggur niður að litlu sumarhúsi sem þar stendur. Markmið deiliskipulagsins er að gera landeiganda kleift að hefja uppbyggingu á ferðaþjónustu á svæðinu með byggingu mannvirkja sem styðja slíkan rekstur.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi Hraun í Fljótum - Skagafirði í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010.
2.Lambanes (L146837) - Umsókn um byggingarreit.
Málsnúmer 2304161Vakta málsnúmer
Anna Guðný Hermannsdóttir og Guðmundur Halldór Jónsson, landeigendur Lambaness í Fljótum, Skagafirði, landnr. L146837, sækja um stofnun byggingarreits fyrir skemmubyggingu úr stálgrind á staðsteyptum sökklum.
Framlagðir uppdráttur er gerður af Þórði Karli Gunnarssyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Uppdrættir eru í verki númer 72340101, nr. S01 og eru þeir dagsettir 26.04.2023.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.
Framlagðir uppdráttur er gerður af Þórði Karli Gunnarssyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Uppdrættir eru í verki númer 72340101, nr. S01 og eru þeir dagsettir 26.04.2023.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.
3.Ljónsstaðir - Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag á eigin kostnað
Málsnúmer 2305020Vakta málsnúmer
Sonja S. Sigurgeirsdóttir og Halla Sigurjónsdóttir, þinglýstir eigendur landsins Ljónsstaða, landeignarnúmer L230903, óska eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag af lóðinni á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulag á eigin kostnað.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulag á eigin kostnað.
4.Gilstún 22 - Umsagnarbeiðni, viðbygging
Málsnúmer 2304110Vakta málsnúmer
Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 17. apríl síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 varðandi fyrirhugaða viðbyggingu við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 22 við Gilstún.
Í kjölfarið óskaði skipulagsfulltrúi eftir með tölvupósti 21.04. sl. við hönnuð og lóðarhafa að frekari grein yrði gerð fyrir áformaðri umbeðinni framkvæmd.
Í dag liggur fyrir umbeðin greinargerð ásamt skýringaruppdrætti og yfirlýsingu frá lóðarhöfum Gilstúns 20 og 24 og Iðutúns 10, 12, 14, 15, 17 og 19.
Við mat á því hvort breyting teljist óveruleg skal taka mið af því að hve miklu leyti tillagan víkur frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Einnig skal metið hvort um fordæmisgefandi breytingu er að ræða eða breytingu sem varðar almannahagsmuni.
Lóðin Gilstún 22 er 750,0 m² að flatarmáli. Byggingarreitur lóðar er 417,0 m². Ætlað byggingarmagn á lóðinni eru 294,6 m².
Fyrirhuguð byggingarframkvæmd fer einungis að litlu leiti út úr byggingarreit, þ.e.a.s. 14,6 m² eða 3,5% út fyrir byggingarreit á baklóð.
Breytingin varðar ekki almannahagsmuni og eru fordæmi fyrir breytingum sem þessari í suðurhluta Túnahverfis.
Skipulagsnefnd heimilar umbeðin frávik eins og þau koma fram á framlögðum gögnum og uppdráttum Þóris Guðmundssonar. Uppdrættir í verki HA23126, númer A-101 og A-102, dagsettir 19. febrúar 2023.
Í kjölfarið óskaði skipulagsfulltrúi eftir með tölvupósti 21.04. sl. við hönnuð og lóðarhafa að frekari grein yrði gerð fyrir áformaðri umbeðinni framkvæmd.
Í dag liggur fyrir umbeðin greinargerð ásamt skýringaruppdrætti og yfirlýsingu frá lóðarhöfum Gilstúns 20 og 24 og Iðutúns 10, 12, 14, 15, 17 og 19.
Við mat á því hvort breyting teljist óveruleg skal taka mið af því að hve miklu leyti tillagan víkur frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Einnig skal metið hvort um fordæmisgefandi breytingu er að ræða eða breytingu sem varðar almannahagsmuni.
Lóðin Gilstún 22 er 750,0 m² að flatarmáli. Byggingarreitur lóðar er 417,0 m². Ætlað byggingarmagn á lóðinni eru 294,6 m².
Fyrirhuguð byggingarframkvæmd fer einungis að litlu leiti út úr byggingarreit, þ.e.a.s. 14,6 m² eða 3,5% út fyrir byggingarreit á baklóð.
Breytingin varðar ekki almannahagsmuni og eru fordæmi fyrir breytingum sem þessari í suðurhluta Túnahverfis.
Skipulagsnefnd heimilar umbeðin frávik eins og þau koma fram á framlögðum gögnum og uppdráttum Þóris Guðmundssonar. Uppdrættir í verki HA23126, númer A-101 og A-102, dagsettir 19. febrúar 2023.
Fundi slitið - kl. 11:00.