Íslenska gámafélagið óskar eftir að breytingar verði gerðar á opnunartíma gámaplana (móttökustöðva fyrir sorp).
Þegar unnið var að útboði í sorpmálum í Skagafirði var tekið á mörgum þáttum þar á meðal opnunartíma á móttökustöðvum. Það er nokkuð ljóst að m.v. breytingu á sorphirðu að nýting á stöðvunum verður minni en áður. Hins vegar erum við að leggja af stað í nýju kerfi og því mikilvægt að halda þeim opnunartíma sem kemur fram í útboði. Nefndin er tilbúin að endurskoða opnunartíma þegar reynsla er komin á nýtt fyrirkomulag og breytingar á notkun og aðsókn liggja fyrir frá verktaka. Fram að þeim tíma skal opnunartíminn vera samkvæmt útboði og útsendum bæklingi varðandi flokkun í Skagafirði. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að synja erindinu.
Þegar unnið var að útboði í sorpmálum í Skagafirði var tekið á mörgum þáttum þar á meðal opnunartíma á móttökustöðvum. Það er nokkuð ljóst að m.v. breytingu á sorphirðu að nýting á stöðvunum verður minni en áður. Hins vegar erum við að leggja af stað í nýju kerfi og því mikilvægt að halda þeim opnunartíma sem kemur fram í útboði. Nefndin er tilbúin að endurskoða opnunartíma þegar reynsla er komin á nýtt fyrirkomulag og breytingar á notkun og aðsókn liggja fyrir frá verktaka. Fram að þeim tíma skal opnunartíminn vera samkvæmt útboði og útsendum bæklingi varðandi flokkun í Skagafirði.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að synja erindinu.