Fara í efni

Nestún - Grenndarkynning - Deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2304117

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 26. fundur - 01.06.2023

Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar 9. febrúar 2023, þá undir málum Nestún 4 - Beiðni um frávik frá deiliskipulagi málsnúmer 2302029 og Nestún 24 - Beiðni um frávik frá deiliskipulagi málsnúmer 2301255.
Á 10. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 15. febrúar 2023 var samþykkt beiðni tveggja lóðarhafa um frávik frá gildandi deiliskipulagi fyrir Nestún þar sem óskað er eftir heimild til að byggja hús með einhalla þaki og hús með flötu þaki, en samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið skulu þök vera tvíhalla eða þakhalli skal vera, 14°-20°, en einnig eru valmaþök leyfileg. Umrædd beiðni kallaði á óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi.
Sveitarstjórn samþykkti að verða við umbeðinni breytingu og að gera óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi þar sem þakgerðir verði valfrjálsar en hámarkshæðir bygginga breytist ekki og að breytingin skuli grenndarkynnt skv. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Deiliskipulagsbreyting vegna Nestúns og Nestúns norðurhluta var grenndarkynnt dagana 21.04.2023 - 19.05.2023 í samræmi við ofangreinda bókanir, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að samþykkja umbeðna breytingar á skipulagi þar sem kynning hefur farið fram skv. 44. gr skipulagslaganna.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 14. fundur - 07.06.2023

Vísað frá 26. fundi skipulagsnefndar þann 1. júní 2023 þannig bókað.

Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar 9. febrúar 2023, þá undir málum Nestún 4 - Beiðni um frávik frá deiliskipulagi málsnúmer 2302029 og Nestún 24 - Beiðni um frávik frá deiliskipulagi málsnúmer 2301255.
Á 10. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 15. febrúar 2023 var samþykkt beiðni tveggja lóðarhafa um frávik frá gildandi deiliskipulagi fyrir Nestún þar sem óskað er eftir heimild til að byggja hús með einhalla þaki og hús með flötu þaki, en samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið skulu þök vera tvíhalla eða þakhalli skal vera, 14°-20°, en einnig eru valmaþök leyfileg. Umrædd beiðni kallaði á óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi.
Sveitarstjórn samþykkti að verða við umbeðinni breytingu og að gera óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi þar sem þakgerðir verði valfrjálsar en hámarkshæðir bygginga breytist ekki og að breytingin skuli grenndarkynnt skv. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Deiliskipulagsbreyting vegna Nestúns og Nestúns norðurhluta var grenndarkynnt dagana 21.04.2023 - 19.05.2023 í samræmi við ofangreindar bókanir, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðnar breytingar á skipulagi þar sem kynning hefur farið fram skv. 44. gr skipulagslaganna.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir deiliskipulagsbreytinguna, með níu atkvæðum.