Umhverfisdagar 2023
Málsnúmer 2304132
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd - 14. fundur - 11.05.2023
Umhverfisdagar Skagafjarðar verða haldnir dagana 20. - 27. maí nk. Íbúar, fyrirtæki og félagasamtök í Skagafirði eru hvött til að taka höndum saman, tína rusl, taka til og fegra í sínu nærumhverfi. Hefur þetta verið árviss viðburður allt frá árinu um 1990. Áhersla lögð á hreinsun hjá fyrirtækjum í dreifbýli og þéttbýli og gámasvæði í þéttbýli. Eins og síðastliðin ár, eru íbúar hvattir til þess að líta í kringum sig og njóta nærumhverfis og þess sem náttúran hefur uppá að bjóða. Í gróðurhúsi sveitarfélagsins í Sauðármýri eru ræktuð sumarblóm sem fegra þéttbýlisstaði í Skagfirði á sumrin. Fólk er velkomið að koma og kynna sér starfsemina frá 9-12 dagana 20. - 26. maí.
Umhverfis- og samgöngunefnd vill minna lóðarhafa á að skylt er að halda vexti trjáa og runna á lóðum innan lóðarmarka og íbúar eru hvattir til að huga að því sérstaklega við götur og gangstíga og klippa gróðurinn og stuðla þannig að auknu öryggi vegfarenda.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að tekið verði gjaldfrjálst við eftirtöldum úrgangi í flokki 1 í gjaldskrá sveitarfélagsins; blandaður byggingarúrgangur, blandaður úrgangur í urðun og málað/fúavarið timbur. Söfnunin fer fram á móttökustöðum og á eingöngu við um sorp frá íbúum. Jafnframt verður rætt við Íslenska gámafélagið um söfnun á járni í dreifbýli.
Einnig tekin umræða um málun ganstétta/umhverfis í regnbogalitum. Nefndin mun skoða málið og leggja til hentug svæði sem mætti mála í regnbogalitum.
Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra sat fundinn undir þessum lið.
Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og samgöngunefnd vill minna lóðarhafa á að skylt er að halda vexti trjáa og runna á lóðum innan lóðarmarka og íbúar eru hvattir til að huga að því sérstaklega við götur og gangstíga og klippa gróðurinn og stuðla þannig að auknu öryggi vegfarenda.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að tekið verði gjaldfrjálst við eftirtöldum úrgangi í flokki 1 í gjaldskrá sveitarfélagsins; blandaður byggingarúrgangur, blandaður úrgangur í urðun og málað/fúavarið timbur. Söfnunin fer fram á móttökustöðum og á eingöngu við um sorp frá íbúum. Jafnframt verður rætt við Íslenska gámafélagið um söfnun á járni í dreifbýli.
Einnig tekin umræða um málun ganstétta/umhverfis í regnbogalitum. Nefndin mun skoða málið og leggja til hentug svæði sem mætti mála í regnbogalitum.
Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra sat fundinn undir þessum lið.
Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og samgöngunefnd hvetur alla íbúa til að sameinast í átakinu um að ganga vel um.