Fara í efni

Samráð; Tillögur vinnuhóps um stefnumótun um lengri gönguleiðir

Málsnúmer 2304164

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 46. fundur - 03.05.2023

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 27. apríl 2023 þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 88/2023, "Tillögur vinnuhóps um stefnumótun um lengri gönguleiðir".
Umsagnarfrestur er til og með 18.05.2023.

Byggðarráð Skagafjarðar - 47. fundur - 10.05.2023

Málið áður á dagskrá 46. fundar byggðarráðs þann 3. maí 2023. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. apríl 2023 þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 88/2023, "Tillögur vinnuhóps um stefnumótun um lengri gönguleiðir".
Umsagnarfrestur er til og með 18.05.2023.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur jákvætt í hugmyndir vinnuhópsins um stefnumótun lengri gönguleiða en bendir á að fylgja þurfi verkefnum eftir til lengri tíma og til þess þarf bæði fjármagn og mannskap.
Ágangur á landið eykst með fjölgun ferðamanna og því mikilvægt að skýrar reglur séu til staðar til að fara eftir á landsvísu og að innviðir séu til staðar til að viðhalda verkefni til lengri tíma.