Umhverfis- og samgöngunefnd - 14
Málsnúmer 2305007F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 14. fundur - 07.06.2023
Fundargerð 14. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 11. maí 2023 lögð fram til afgreiðslu á 14. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 14 Umhverfisdagar Skagafjarðar verða haldnir dagana 20. - 27. maí nk. Íbúar, fyrirtæki og félagasamtök í Skagafirði eru hvött til að taka höndum saman, tína rusl, taka til og fegra í sínu nærumhverfi. Hefur þetta verið árviss viðburður allt frá árinu um 1990. Áhersla lögð á hreinsun hjá fyrirtækjum í dreifbýli og þéttbýli og gámasvæði í þéttbýli. Eins og síðastliðin ár, eru íbúar hvattir til þess að líta í kringum sig og njóta nærumhverfis og þess sem náttúran hefur uppá að bjóða. Í gróðurhúsi sveitarfélagsins í Sauðármýri eru ræktuð sumarblóm sem fegra þéttbýlisstaði í Skagfirði á sumrin. Fólk er velkomið að koma og kynna sér starfsemina frá 9-12 dagana 20. - 26. maí.
Umhverfis- og samgöngunefnd vill minna lóðarhafa á að skylt er að halda vexti trjáa og runna á lóðum innan lóðarmarka og íbúar eru hvattir til að huga að því sérstaklega við götur og gangstíga og klippa gróðurinn og stuðla þannig að auknu öryggi vegfarenda.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að tekið verði gjaldfrjálst við eftirtöldum úrgangi í flokki 1 í gjaldskrá sveitarfélagsins; blandaður byggingarúrgangur, blandaður úrgangur í urðun og málað/fúavarið timbur. Söfnunin fer fram á móttökustöðum og á eingöngu við um sorp frá íbúum. Jafnframt verður rætt við Íslenska gámafélagið um söfnun á járni í dreifbýli.
Einnig tekin umræða um málun ganstétta/umhverfis í regnbogalitum. Nefndin mun skoða málið og leggja til hentug svæði sem mætti mála í regnbogalitum.
Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra sat fundinn undir þessum lið.
Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 14 Kirkjutorgið er kennileiti á Sauðárkróki og er mikilvægt að það sé fallegt og vel um gengið. Fyrir liggur kostnaðaráætlun um endurnýjun á gangstétt meðfram blómabeði í miðju kirkjutorgsins.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að ráðist verði í endurnýjun á hellum við græna svæðið á Kirkjutorgi. Markmið verksins er að gera Kirkjutorgið snyrtilegra og meira hvetjandi fyrir íbúa og ferðamenn til að stoppa við og njóta. Hellulögn verður endurýjuð ásamt því að farið verður í nauðsynlega jarðvegsvinnu sem fylgir verkinu. Nefndin leggur áherslu á að ef náist ekki að ljúka framkvæmdum fyrir gróðursetningu sumarblóma, þá verður framkvæmdum frestað fram á haust, kostnaður verður greiddur úr viðhaldi gangstétta. Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram.
Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat þennan lið. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 14 Byggðarráð samþykkti á 8. fundi þann 10.08.2022 að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að láta gera nauðsynlegar lagfæringar á veginum. Jafnframt er umhverfis- og samgöngunefnd falið að leggja fram áætlun um viðhald og endurbætur á vegslóðanum fram að Merkigili um Gilsbakkaland.
Nefndin ákveður að fé sem ráðstafað var frá Vegagerðinni til viðhalds á Gilsbakkavegi á sínum tíma verði varið til framkvæmdarinnar á þessu ári. Sviðsstjóra falið að fá verktaka í verkið og að framkvæmdum ljúki sem fyrst. Um er að ræða endurbætur á vegi frá Stekkjarflötum að Gilsbakka. Til ráðstöfunar í verkefnið eru 4 milljónir. Hvað varðar leiðina frá Gilsbakka að Merkigili mun nefndin leita eftir samstarfi við landeigendur. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 14 Eigandi Hrólfsstaða sendir inn erindi og gerir athugasemd við álagningu sorpeyðingargjalds fyrir Hrólfstaði.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar til 1 gr. gjaldskrár fyrir sorpurðun og sorphirðu í Skagafirði nr. 302/2023.
Sorpgjaldið er lagt á skv. samþykkt nr. 301 um meðhöndlun úrgangs í Skagafirði frá 10. Mars 2023. Gjaldið er lagt á allar íbúðir/íbúðarhús eða sumarhús þar sem gjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við sorphirðu, sorpeyðingu og urðun sorps, ásamt kostnaði við rekstur endurvinnslu- og grenndarstöðva. Sveitarstjórn skal innheimta gjald fyrir alla meðhöndlun úrgangs í samræmi við 2. mgr. 23. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs. Gjaldið skal ákveðið í gjaldskrá sem sett er samkvæmt ákvæðum 23. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, og 5. mgr. 59. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, og að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar. Ekki er heimilt að fella niður eða gefa afslátt af sorpgjaldinu. Skv. 5. gr. í samþykktinni er húsráðendum s.s. húseigendum og öðrum umráðamönnum húsnæðis skylt að nota þær aðferðir og þau ílát við geymslu og meðferð úrgangs sem sveitarstjórn ákveður hverju sinni, í samráði við heilbrigðisnefnd og í samræmi við lög og reglur þar að lútandi.
Ef eigandi íbúðar telur að ekki sé þörf á tunnum vegna lítillar viðveru, plássleysis, snjóþunga eða eigandi vill koma sorpi sjálfur á móttökustöð, getur hann óskað eftir því að tunnur verði fjarlægðar.
Innifalið í sorpgjaldinu er klippikort sem hægt er að nota til að skila sorpi á móttökustöð án endurgjalds. Allir sem greiða sorpgjald eða sorpeyðingargjald fá árlega rafrænt klippikort sem inniheldur losun á 4 m³ af gjaldskyldum úrgangi og gildir út árið. Til að komast inn á móttökustöðvar þurfa notendur að sýna klippikort. Einungis er klippt fyrir gjaldskyldan úrgang og tekið er á móti ógjaldskyldum úrgangi án klipps. Tilgangur klippikortsins er að flokkun verði markvissari og að kostnaður verði greiddur af þeim sem stofna til hans. Kortið veitir aðgang að svæðinu og því er nauðsynlegt er að hafa klippikortið meðferðis þegar farið er á gámasvæðið hvort sem um gjaldskyldan eða ógjaldskyldan úrgang er að ræða. Hvert klipp er upp á 0,25m³ sem samsvarar 240 lítra heimilistunnu.
Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 14 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, bauð til opinna funda um orkuskipti með áherslu á hlutverk vindorku. Ráðherra skipaði síðastliðið sumar þriggja manna starfshóp sem fékk það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, þ. á m. um lagaumhverfi og hvernig verði tekið á ýmsum álitamálum. Starfshópurinn hefur nú skilað stöðuskýrslu til ráðherra og verða niðurstöður hennar til umræðu á fundunum og fulltrúar starfshópsins til svara um efni skýrslunnar. Stöðuskýrslan dregur saman helstu álitaefni sem ramma inn umræðuna og boðar ráðherra þess vegna til opinna funda þar sem almenningur fær tækifæri til þess að kynna sér stöðuskýrsluna og eiga beint samtal við starfshópinn og ráðherra, áður en hópurinn skilar formlegum niðurstöðum og tillögum að stefnumótun ríkisins í þessum efnum. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.