Fara í efni

Kerfisáætlun Landsnets - fundaröð

Málsnúmer 2305081

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 26. fundur - 01.06.2023

Búið er að gefa út tillögu að kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2023-2032. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem áætlunin er gefin út í kjölfar breytinga á raforkulögum, en áður kom hún út árlega.
Helsta breyting frá síðustu kerfisáætlun snýr framsetningu áætlana. Tekin hefur verið sú ákvörðun að birta samþætta tímasetta áætlun um þróun og endurnýjun í öllum flutningskerfum Landsnets sem er skipt niður eftir landshlutum. Þetta er gert í þeim tilgangi að auka gagnsæi í áætlanagerð og hjálpa þannig hagsmunaaðilum að átta sig á því hver áform Landsnets um uppbyggingu eru. Einnig hefur verið ákveðið að láta áætlanir ná yfir 20 ára tímabil, þó með þeim fyrirvara að óvissa sé meiri eftir því sem fjær dregur í tíma. Þetta er mögulegt m.a. vegna þeirrar vinnu við greiningar og endurskoðun á áætlanagerð sem ráðist var í eftir útgáfu á skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum sem gefin var út í mars 2022. Í þeim greiningum var farið yfir þróun flutningskerfisins fram til ársins 2040 og það metið hvernig styrkingar á kerfinu styðja við áætlanir stjórnvalda um orkuskipti. Þetta á ekki einungis við meginflutningskerfið, heldur um alla hluta flutningskerfisins, en í kerfisáætlun 2023-2032 eru settar eru fram tímasettar áætlanir um þróun og endurnýjun alls kerfisins.
Kerfisáætlunin samanstendur af þremur skýrslum, Langtímaáætlun um þróun meginflutningskerfisins, framkvæmdaáætlun fyrir árin 2024-2024 og umhverfisskýrslu og má finna þær á heimasíðu Landsnets www.landsnet.is
Allir sem áhuga hafa á uppbyggingu innviða til að kynna sér efni áætlunarinnar og skila inn umsögnum fyrir lok umsagnarfrestsins.

Frestur til að skila inn umsögnum er til 30. júní næstkomandi.