Staða mála vegna boðaðra verkfalla aðildarfélaga BSRB og áhrif á starfsemi sveitarfélagsins rædd. Byggðarráði Skagafjarðar þykir miður að til verkfalla hafi komið hjá aðildarfélögum BSRB, sem hafa mjög mikil áhrif á meðal annars starfsemi leikskóla, sundlauga og íþróttamannvirkja í Skagafirði. Verði verkföllin langvinnari en þegar hefur orðið, munu áhrif þeirra einnig koma fram með íþyngjandi hætti fyrir fleiri íbúa eins og boðað hefur verið í útvíkkun verkfalla sem munu hafa áhrif á starfsemi Ráðhúss, þjónustumiðstöðvar og Skagafjarðarveitna, enda um mjög mikilvæg störf að ræða. Mestu áhrifin eru þó án efa takmörkun á starfsemi leikskólanna og þau neikvæðu áhrif sem það hefur á barnafjölskyldur. Byggðarráð samþykkir að leikskóla- og fæðisgjöld þeirra barna sem sannarlega geta ekki nýtt sinn rétt á leikskólanum vegna verkfalla, verði innheimt í hlutfalli við þann vistunartíma sem úthlutað er.
Byggðarráði Skagafjarðar þykir miður að til verkfalla hafi komið hjá aðildarfélögum BSRB, sem hafa mjög mikil áhrif á meðal annars starfsemi leikskóla, sundlauga og íþróttamannvirkja í Skagafirði. Verði verkföllin langvinnari en þegar hefur orðið, munu áhrif þeirra einnig koma fram með íþyngjandi hætti fyrir fleiri íbúa eins og boðað hefur verið í útvíkkun verkfalla sem munu hafa áhrif á starfsemi Ráðhúss, þjónustumiðstöðvar og Skagafjarðarveitna, enda um mjög mikilvæg störf að ræða. Mestu áhrifin eru þó án efa takmörkun á starfsemi leikskólanna og þau neikvæðu áhrif sem það hefur á barnafjölskyldur.
Byggðarráð samþykkir að leikskóla- og fæðisgjöld þeirra barna sem sannarlega geta ekki nýtt sinn rétt á leikskólanum vegna verkfalla, verði innheimt í hlutfalli við þann vistunartíma sem úthlutað er.