Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 12
Málsnúmer 2306021F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 15. fundur - 28.06.2023
Fundargerð 12. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 23. júní 2023 lögð fram til afgreiðslu á 15. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sveinn F Úlfarsson, Einar E Einarsson, Sveinn F Úlfarsson og Einar E Einarson kvöddu sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 12 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Láru Gunndísi Magnúsdóttur, dagsett 6.6.2023, þar sem hún sækir um fjárstyrk fyrir hönd Kvenfélags Akrahrepps vegna 17. júní hátíðarhalda í Héðinsminni.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja kvennfélagið um 60.000 krónur að þessu sinni. Nefndin bendir á að sveitarfélagið kostar og hefur umsjón með einum sameiginlegum hátíðarhöldum þar sem íbúar Skagafjarðar koma saman til að gera sér glaðan dag og fagna þjóðhátíðardeginum. Tekið af lið 05712.
Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 12 Erindinu vísað frá 52. fundi byggðarráðs, 7. júní 2023, sem bókaði svo:
"Byggðarráð samþykkir að leita álits atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar á framtíðarsýn nefndarinnar varðandi tjaldsvæði sveitarfélagsins."
Erindinu hafði áður verið vísað til byggðarráðs frá 26. fundi skipulagsnefndar 1. júní 2023, sem bókaði svo:
"VG og óháð gera þá tillögu að stækka tjaldsvæðið í Varmahlíð um tún sem er í eigu sveitarfélagsins og er í beinu framhaldi af núverandi tjaldsvæði.
Tjaldsvæðið í Varmahlíð er mikill ferðamannasegull, enda vel staðsett á veðursælum stað. Af vinsældum tjaldsvæðisins njóta margir þjónustuaðilar góðs, bæði afþreyingarstaðir og veitingasalar sem og önnur þjónusta.
Umrætt tjaldsvæði fyllist gjarna af ferðafólki á sumrin svo vísa þarf gestum frá. Þessi stækkun væri talsverð og gæti sinnt mun fleiri ferðamönnum í sumar en hingað til.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til Byggðaráðs Skagafjarðar."
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að ráðast í heildarendurskoðun á rekstri og utanumhaldi tjaldsvæða í eigu sveitarfélagsins. Mun endurskoðunin taka fyrir núverandi rekstarfyrirkomulag, þá samninga sem eru í gangi ásamt mögulegri stækkun á tjaldsvæðum í eigu Skagafjarðar. Verður endurskoðunin unnin í samráði við hlutaðeigandi aðila.
Nefndin felur starfsmönnum að hefja vinnu við endurskoðun tjaldsvæðanna.
Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 12 Erindinu vísað frá 15. fundi umhverfis- og samgöngunefndar, 15. júní 2023, sem bókaði svo:
"Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að ákvörðun um viðgerð á Faxa verði frestað þar sem verkefnið er ekki á fjárhagsáætlun fyrir árið 2023. Jafnframt samþykkir nefndin að vísa málinu til Atvinnu- menningar- og kynningarnefndar þar sem verkefnið fellur undir menningarmál."
Erindið hafði áður verið á dagskrá á umhverfis- og samgöngunefndar þann 27. apríl sl. sem bókaði svo:
"Fyrirhugað er að listaverkið Faxi verði tekið af stalli í sumar og sent til viðgerðar. Einnig er áformað að gera við undirstöðu listaverksins og hafa hana klára þegar Faxi kemur aftur úr viðgerð. Viðgerðin á listaverkinu verður unnin í samstarfi við fjölskyldu Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara en hann hefði orðið 100 ára á þessu ári. Gera má ráð fyrir að viðgerðin taki nokkra mánuði.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að vera í samskiptum við fjölskyldu Ragnars varðandi framkvæmd og áætlaðan kostnað verkefnisins."
Meirihluti atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, Ragnar Helgason Sjálfstæðisflokki og Sigurður Bjarni Rafnsson Framsóknarflokki leggja fram eftirfarandi bókun.
Árið 1971 voru 100 ár frá því fyrsta íveruhús var reist á Sauðárkróki af þeim Árna klénsmið Árnasyni og Sigríði Eggertsdóttir, ásamt börnum þeirra tveimur Margréti og Hjálmari Friðriki. Í tilefni tímamótanna ákvað bæjarstjórn Sauðárkróks að reist yrði höggmynd af hesti og skyldi hún standa á Faxatorgi. Ákvað bæjarstjórnin að semja við listamanninn Ragnar Kjartansson um gerð höggmyndarinnar. Dagana 2.-4. júlí á afmælisárinu var svo haldin mikil og glæsileg hátíð á Sauðárkróki þar sem meðal annars styttan af Faxa var afhjúpuð, en það gerði Alfreðsína Friðriksdóttir sonardóttir Árna við hátíðlega athöfn. Faxi var þá jafnframt fyrsta útihöggmyndin sem sett var upp í kaupstaðnum og höfðu Sauðkrækingar á orði að Ragnari hefði tekist einkar vel til við gerð listaverksins og haft var eftir hestamönnum í bænum að það væri „líf í honum“.
Síðan þá hefur höggmyndin af Faxa verið áberandi listaverk á Sauðárkróki og sett sterkan svip á bæinn. Varðveitir hún minningu 100 ára afmælis bæjarins ásamt því að vera hestur, en hestar og hestamennska hafa um langa tíð verið tákn og einkenni Skagfirðinga, auk þess sem Sauðárkróksræktunin er landsfræg og áhrifa hennar gætir víða.
Okkur sem skipum meirihluta nefndarinnar finnst því mjög mikilvægt að höggmyndin af Faxa sem þarf mjög á viðhaldi að halda fái það. Afkomendur Ragnars Kjartanssonar hafa boðist til að sjá um og kosta lagfæringu verksins svo það verði hæft til steypu í brons og þar með varðveitt án viðhalds til langs tíma en Faxi er með mikilvægari verkum á markverðum ferli Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara. Í ár eru 100 ár frá fæðingu Ragnars. Þá verður stöpullinn sem Faxi stendur á endurnýjaður. Samkvæmt fyrirliggjandi tilboðum og áætlun er gert ráð fyrir heildarkostnaði upp á u.þ.b. 9 milljónir króna. Meirihluti atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar samþykkir fyrir sitt leyti að farið verði í verkið samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og vísar því til byggðarráðs. Auk þess felur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd starfsmönnum nefndarinnar að undirbúa umsókn í menningarsjóð Kaupfélags Skagfirðinga og fleiri sjóði til stuðnings fjármögnun viðgerðarinnar.
Auður Björk Birgisdóttir, fulltrúi Vinstri grænna og óháðra leggur fram eftirfarandi bókun:
VG og Óháð óska bókað að þrátt fyrir þá staðreynd að listaverkið Faxi sé talið ónýtt þá getum við ekki samþykkt þennan verulega kostnað sem ekki er á fjárhagsáætlun 2023 og teljum því ekki ráðlagt að ráðast í þessar framkvæmdir að svo stöddu. Bókun fundar Fulltrúar meirihluta ítreka bókun fulltrúa Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, frá fundi nefndarinnar.
Árið 1971 voru 100 ár frá því fyrsta íveruhús var reist á Sauðárkróki af þeim Árna klénsmið Árnasyni og Sigríði Eggertsdóttir, ásamt börnum þeirra tveimur Margréti og Hjálmari Friðriki. Í tilefni tímamótanna ákvað bæjarstjórn Sauðárkróks að reist yrði höggmynd af hesti og skyldi hún standa á Faxatorgi. Ákvað bæjarstjórnin að semja við listamanninn Ragnar Kjartansson um gerð höggmyndarinnar. Dagana 2.-4. júlí á afmælisárinu var svo haldin mikil og glæsileg hátíð á Sauðárkróki þar sem meðal annars styttan af Faxa var afhjúpuð, en það gerði Alfreðsína Friðriksdóttir sonardóttir Árna við hátíðlega athöfn. Faxi var þá jafnframt fyrsta útihöggmyndin sem sett var upp í kaupstaðnum og höfðu Sauðkrækingar á orði að Ragnari hefði tekist einkar vel til við gerð listaverksins og haft var eftir hestamönnum í bænum að það væri „líf í honum“. Síðan þá hefur höggmyndin af Faxa verið áberandi listaverk á Sauðárkróki og sett sterkan svip á bæinn. Varðveitir hún minningu 100 ára afmælis bæjarins ásamt því að vera hestur, en hestar og hestamennska hafa um langa tíð verið tákn og einkenni Skagfirðinga, auk þess sem Sauðárkróksræktunin er landsfræg og áhrifa hennar gætir víða. Okkur sem skipum meirihluta nefndarinnar finnst því mjög mikilvægt að höggmyndin af Faxa sem þarf mjög á viðhaldi að halda fái það. Afkomendur Ragnars Kjartanssonar hafa boðist til að sjá um og kosta lagfæringu verksins svo það verði hæft til steypu í brons og þar með varðveitt án viðhalds til langs tíma en Faxi er með mikilvægari verkum á markverðum ferli Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara. Í ár eru 100 ár frá fæðingu Ragnars. Þá verður stöpullinn sem Faxi stendur á endurnýjaður. Samkvæmt fyrirliggjandi tilboðum og áætlun er gert ráð fyrir heildarkostnaði upp á u.þ.b. 9 milljónir króna. Meirihluti atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar samþykkir fyrir sitt leyti að farið verði í verkið samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og vísar því til byggðarráðs. Auk þess felur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd starfsmönnum nefndarinnar að undirbúa umsókn í menningarsjóð Kaupfélags Skagfirðinga og fleiri sjóði til stuðnings fjármögnun viðgerðarinnar.
Fulltrúar Vg og óháðra ítreka bókun fulltrúa Vg og óháðra frá fundi nefndarinnar.
VG og Óháð óska bókað að þrátt fyrir þá staðreynd að listaverkið Faxi sé talið ónýtt þá getum við ekki samþykkt þennan verulega kostnað sem ekki er á fjárhagsáætlun 2023 og teljum því ekki ráðlagt að ráðast í þessar framkvæmdir að svo stöddu.
Afgreiðsla 12. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúar Vg og óháðra, óskar bókað að þær sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 12 Tekin er fyrir styrkbeiðni frá Essa ehf dagsett 21. júní 2023, vegna tónleika í gamla bænum á Sauðárkróki 24. júní. Vilja forsvarsmenn félagins endurvekja bæjarhátíðarstemmingu á Sauðárkóki til framtíðar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar framtakinu og að Essa ehf. vilji blása lífi í bæjarhátíðarbraginn og hlakkar nefndin til að sjá hátiðina stækka á næstu árum. Nefndin samþykkir að styrkja framtakið um 300 þúsund kr. Tekið af lið 05710.
Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2023 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 12 Tekið fyrir erindi frá Jóhannesi Árnasyni fyrir hönd Markaðsstofu norðurlands, dagsett 19.06.2023, þar sem óskað er eftir uppfærðum lista yfir forgangsverkefni sveitarfélagsins á sviði ferðamála til að setja í Áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland. Óskað er eftir að sveitarfélagið skili inn fimm forgansverkefnum en þau verkefni sem eru á forganslista sveitarfélagsins fá auka stig við úthlutun í Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Frestur til að skila inn forgangsverkefnum er til 1. september nk.
Eftirfarandi forgangsverkefni sveitarfélagsins voru send inn á síðasta ári:
Staðarbjargavík, Hólar í Hjaltadal, Austurdalur, Tindastóll, Glaumbær og Kakalaskáli.
Atvinnu-, menningar og kynningarnefnd samþykkir að auglýsa eftir forgangsverkefnum til að setja á lista sveitarfélagsins í Áfangarstaðaráætlun fyrir norðurland. Starfsmönnum er falið að vinna verkefnið og leggja umsóknir fyrir nefndina.
Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 12 Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 19.06.2023 um gjaldskrá byggðasafnsins fyrir árið 2024.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirlagða gjaldskrá fyrir árið 2024. Erindinu vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2023 með níu atkvæðum.