Fara í efni

Varmahlíð - útbreiðsla njóla

Málsnúmer 2306037

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd - 15. fundur - 15.06.2023

Erindi barst varðandi útbreiðslu njóla í Varmahlíðarhverfinu að hvað hægt er að gera til að sporna við útbreiðslu hans.

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir ábendinguna og tekur undir með málshefjanda mikilvægi þess að ásýnd sveitarfélagsins sé til okkur til sóma, þar með talið umhirða grænna svæða.
Umræða um umhirðu grænna svæða í sveitarfélaginu hefur í gegnum tíðina verið á þann veg að óskað hefur verið eftir því að sveitarfélagið sjái um aðgerðir, jafnvel út fyrir landamörk sveitarfélagsins. Öll umhirða sem garðyrkjudeildin sér um miðast við þéttbýlisstaðina. Þetta sumarið eru fimm unglingar í unglingavinnu á vegum sveitarfélagsins og því er ljóst að forgangsraða þarf verkefnum. Börn í 7. bekk grunnskólans munu koma inn síðar í sumar og verður mikill liðsauki af þeim við m.a. að vinna að því að hefta útbreiðslu njóla. Garðyrkjudeildin er í sífellu að skoða leiðir til þess að nýta mannskap og tækjabúnað sem best.
Umhverfis- og samgöngunefnd telur brýnt að móta stefnu um græn svæði sveitarfélagsins, hverjum verði að sinna og hverjum megi sinna ef tækifæri gefst. Íbúar eru margir mjög áhugasamir um að þessu sé sinnt vel og með samhentu átaki sveitarfélagins og íbúa þá er hægt að hefta útbreiðslu þeirra plantna sem ástæða þykir til að halda niðri eða útrýma.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggst alfarið gegn notkun eiturefna á sínum vegum og telur mikilvægt að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir, svo sem hvernig megi hindra að tegundir sem skilgreindar eru illgresi nái að sá sér út.
Umhverfis- og samgöngunefnd hvetur íbúa og fyrirtæki á svæðinu til að leggja verkefninu lið.