Fara í efni

Frágangur austan Sundlaugar Sauðárkróks

Málsnúmer 2306068

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 52. fundur - 14.06.2023

Rætt um frágang á 70m2 leiksvæði austan við sundlaugina á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 15. fundur - 15.06.2023

Rætt um frágang á 70m2 leiksvæði austan við sundlaugina á Sauðárkróki. Byggðarráð samþykkti á fundi nr. 52. 14 júní að vísa málinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að fela starfsmanni nefndarinnar að vinna tillöguna áfram í samræmi við umræður sem fram fóru á fundinum.

Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Byggðarráð Skagafjarðar - 56. fundur - 12.07.2023

Málið áður á dagskrá 52. fundar byggðarráðs þann 14. júní 2023. Frágangur á 70m2 leiksvæði austan við sundlaugina á Sauðárkróki. Lögð fram bókun 15. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 15. júní 2023. Einnig lögð fram tillaga að leiktækjum á svæðið ásamt frágangi þess. Áætlaður kostnaður er 4.145 þkr. sem tekinn verður af fjárveitingu ársins 2023 til byggingar Sundlaugar Sauðárkróks.
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu og framkvæmd.