Lögð fram greinargerð um mótssvæðið á Hólum í Hjaltadal, með umsókn Hestamannafélagsins Skagfirðings til Landsmóts hestamanna ehf. um að fá heimild til að halda landsmót hestamanna árið 2030. Í greinargerðinni koma fram allar þær upplýsingar sem óskað er eftir að fylgi umsókninni, þ.e. upplýsingar um fyrirhugað mótssvæði, lýsing á staðháttum, upplýsingar um fjölda hesthúsplássa á og við mótssvæðið, fjölda gistirýma í nágrenni við mótssvæðið, áætlun um rekstur mótsins og teikningar af svæðinu. Umsóknin nýtur stuðnings Háskólans á Hólum. Byggðarráð samþykkir að styðja jafnframt við umsóknina.
Byggðarráð samþykkir að styðja jafnframt við umsóknina.