Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar eftir þar sem ekki liggja fyrir þinglýst gögn, frumheimildir varðandi tilurð lóðarinnar Sunnuhvoll L146734 að gerður verði lóðarleigusamningur varðandi lóðina. Skipulagsfulltrúi hefur látið gera vinnuskrá með tillögu að hnitsettri afmörkun lóðarinnar. Afmörkunin byggir á deiliskipulaginu Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn en einnig mældum girðingum og innmældum húsum. Skráð stærð lóðarinnar í landeignaskrá HMS er 0,4 ha. Mæld stærð samkvæmt vinnuskrá er 3.910 m².
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna lóðarblað á grundvelli framlagðrar vinnuskrár og gera lóðarleigusamning við hlutaðeigandi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna lóðarblað á grundvelli framlagðrar vinnuskrár og gera lóðarleigusamning við hlutaðeigandi.