Fara í efni

Reglur Skagafjarðar um notendasamninga

Málsnúmer 2306220

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 14. fundur - 26.06.2023

Lagðar fram til kynningar drög að reglum um notendasamninga. Í reglunum er kveðið á um útfærslu á þjónustu sem sveitarfélögum er skylt að veita, sbr. 28. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og 10. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Við framkvæmd reglna um notendasamninga skal framfylgja þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist og þá sérstaklega samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Reglur þessar munu einnig ná til íbúa Húnabyggðar, Húnaþings vestra, Skagastrandar og Skagabyggðar , sbr. Samning um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Reglurnar munu einng fara til afgreiðslu hjá fyrrgreindum sveitarfélögum. Reglurnar koma til afgreiðslu nefndar eftir sumarleyfi.

Félagsmála- og tómstundanefnd - 16. fundur - 28.09.2023

Lagðar fram nýjar, ósamþykktar reglur Skagafjarðar um notendasamninga sbr. 28.gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og 10.gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Við framkvæmd reglna þessara skal framfylgja þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist og þá sérstaklega samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Reglurnar voru unnar af aðilum fagráðs málefni fatlaðs fólks sem samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti í ágúst sl. og vísaði þeim til umfjöllunar framkvæmdaráðs og til afgreiðslu hjá hverri sveitarstjórn aðildarfélaga þjónustusamnings um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Framkvæmdaráð fjallaði um reglunar á fundi sínum 11.september sl. Málið áður á dagská félagsmála- og tómstundanefndar 26.júní sl.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til afgreiðslu í byggðaráði.

Byggðarráð Skagafjarðar - 64. fundur - 04.10.2023

Lagðar fram reglur Skagafjarðar um notendasamninga. Á 16. fundi félagsmála- og tómstundanefndar var eftirfarandi bókað: "Lagðar fram nýjar, ósamþykktar reglur Skagafjarðar um notendasamninga sbr. 28.gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og 10.gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Við framkvæmd reglna þessara skal framfylgja þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist og þá sérstaklega samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Reglurnar voru unnar af aðilum fagráðs málefni fatlaðs fólks sem samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti í ágúst sl. og vísaði þeim til umfjöllunar framkvæmdaráðs og til afgreiðslu hjá hverri sveitarstjórn aðildarfélaga þjónustusamnings um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Framkvæmdaráð fjallaði um reglunar á fundi sínum 11.september sl. Málið áður á dagská félagsmála- og tómstundanefndar 26.júní sl."
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 18. fundur - 25.10.2023

Vísað frá 64. fundi byggðarráðs frá 4. október sl. þannig bókað:

"Lagðar fram reglur Skagafjarðar um notendasamninga. Á 16. fundi félagsmála- og tómstundanefndar var eftirfarandi bókað: "Lagðar fram nýjar, ósamþykktar reglur Skagafjarðar um notendasamninga sbr. 28.gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og 10.gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Við framkvæmd reglna þessara skal framfylgja þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist og þá sérstaklega samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Reglurnar voru unnar af aðilum fagráðs málefni fatlaðs fólks sem samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti í ágúst sl. og vísaði þeim til umfjöllunar framkvæmdaráðs og til afgreiðslu hjá hverri sveitarstjórn aðildarfélaga þjónustusamnings um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Framkvæmdaráð fjallaði um reglunar á fundi sínum 11.september sl. Málið áður á dagská félagsmála- og tómstundanefndar 26. júní sl. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.