Fara í efni

Félagsmála- og tómstundanefnd

14. fundur 26. júní 2023 kl. 16:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Eyrún Sævarsdóttir formaður
  • Sandra Björk Jónsdóttir varam.
    Aðalmaður: Sigurður Hauksson
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir 2. varam.
    Aðalmaður: Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir
Starfsmenn
  • Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Ragnar Helgason sérfræðingur á fjölskyldusviði
Fundargerð ritaði: Ragnar Helgason Sérfræðingur á fjölskyldusviði
Dagskrá

1.Reglur Skagafjarðar um notendasamninga

Málsnúmer 2306220Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar drög að reglum um notendasamninga. Í reglunum er kveðið á um útfærslu á þjónustu sem sveitarfélögum er skylt að veita, sbr. 28. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og 10. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Við framkvæmd reglna um notendasamninga skal framfylgja þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist og þá sérstaklega samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Reglur þessar munu einnig ná til íbúa Húnabyggðar, Húnaþings vestra, Skagastrandar og Skagabyggðar , sbr. Samning um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Reglurnar munu einng fara til afgreiðslu hjá fyrrgreindum sveitarfélögum. Reglurnar koma til afgreiðslu nefndar eftir sumarleyfi.

2.Umhyggjudagurinn

Málsnúmer 2306228Vakta málsnúmer

Erindi barst frá Umhyggju, félagi langveikra barna. Félagið stendur að skipulagningu Umhyggjudags sem haldinn verður 26. eða 27. ágúst nk. og leita eftir samstarfi við sveitarfélög. Óskað er eftir því að sveitarfélagið bjóði frítt í sund á milli kl 14 og 16 á Umhyggjudegi.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að taka þátt með því að bjóða frítt í sund í sundlaugar sveitarfélagsins á Umhyggjudeginum á milli kl. 14 og 16.

3.Reglur um Ungmennaráð Skagafjarðar

Málsnúmer 2211066Vakta málsnúmer

Fulltrúar Ungmennaráðs Skagafjarðar komu á fundinn og ræddu um reglur ráðsins.
Félagsmála- og tómstundanefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að eiga í góðu samstarfi við Ungmennaráð Skagafjarðar varðandi málefni ungmenna í Skagafirði. Samkvæmt reglum um ungmennaráð Skagafjarðar skal Félagsmála- og tómstundanefnd boða tvo fulltrúa ráðsins á fund nefndarinnar þegar fjalla á um mál sem snertir ungmenni í sveitarfélaginu.
Álfhildur vék af fundi og í hennar stað kom Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir

4.Trúnaðarbók félagsmála- og tómstundanefndar 2023

Málsnúmer 2301145Vakta málsnúmer

Lögð fram tvö mál, færð í trúnaðarbók.
Ragnar og Þorvaldur véku af fundi undir þessum lið.

Fundi slitið.