Fara í efni

Ósk um smölun ágangsfjár

Málsnúmer 2306231

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd - 10. fundur - 05.07.2023

Fjallað um beiðni um smölun ágangsfjár úr heimalandi jarðarinnar Austari-Hóls í Flókadal, dagsett 21. júní 2023, frá Þóri Jóni Ásmundssyni umráðamanni jarðarinnar. Nefndin var upplýst um erindið og svarbréf sveitarstjóra við beiðninni, dagsett 29. júní 2023. Landbúnaðarnefndarfulltrúar, Axel Kárason formaður og Hrólfur Þeyr Hlínarson áheyrnarfulltrúi greindu frá vettvangsferð sinni þann 6. júní 2023 í Flókadal, þar sem þeir ræddu við fjáreigendur.
Málið er á rannsóknarstigi en Arnór Halldórsson lögmaður er til aðstoðar við þá rannsókn og undirbúning ákvarðanatöku. Samhliða rannsókn á meintum ágangi fjár eru til skoðunar girðingamál á umræddu svæði.
Nefndin áréttar mikilvægi þess að matvælaráðuneytið vinni ötullega að því að eyða réttaróvissu sem virðist ríkja, ef marka má álit innviðaráðuneytisins frá 23. júní s.l., um rétt og skyldu sveitarfélaga til íhlutunar um mál er varða ágang búfjár, (e.a. með undirbúningi viðeigandi löggjafar), í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Landbúnaðarnefnd - 11. fundur - 12.09.2023

Erindið áður á dagskrá 10. fundar landbúnaðarnefndar þann 5. júlí 2023 og varðar beiðni um smölun ágangsfjár úr heimalandi jarðarinnar Austari-Hóls í Flókadal. Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti stöðu málsins.