Fara í efni

Bergstaðir L145918 - Umsókn um stofnun landspildu og byggingarreits

Málsnúmer 2307029

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 28. fundur - 13.07.2023

Andrés Viðar Ágústsson og Sigrún Aadnegard þinglýstir eigendur jarðarinnar Bergstaða, landnúmer 145918 óska eftir heimild til að stofna 68.479,0 m2 (6,8 ha) spildu, íbúðarhúsalóð úr landi jarðarinnar, og nefna spilduna "Tangi", skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr.S01 í verki 76340001 útg. 20.júní 2023.
Afstöðuppdráttur unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Ínu Björk Ársælsdóttir. Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um heimreiðarveg í landi Gils, L145930.
Landeigendur Gils árita erindið einnig, því til staðfestingar.
Landheiti útskiptrar spildu vísar til landfræðilegrar legu lóðarinnar sem er á tanga við Miklavatn.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Landskipti samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli.
Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu.
Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki.
Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Spildan liggur að Miklavatni sem er friðlýst svæði (FS-2) og nýtur sérstakrar verndar vegna fuglaverndunar.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Bergstöðum, landnr.145918.
Erindinu fylgir yfirlýsing um ágreiningslaus landamerki.
Einnig óskað eftir að stofna 1.410 m² byggingarreit fyrir íbúðarhús skv. framlögðum afstöðuuppdrætti.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.