Fara í efni

Landsmót hestamanna 2026 - verkefnisstjórn

Málsnúmer 2307058

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 56. fundur - 12.07.2023

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. júlí 2023 frá Hestamannafélaginu Skagfirðingi, þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið Skagafjörður tilnefni tvo fulltrúa af sinni hálfu í verkefnisstjórn vegna Landsmóts hestamanna að Hólum í Hjaltadal árið 2026.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra og Stein Leó Sveinsson sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs sem fulltrúa sína í verkefnisstjórnina.

Byggðarráð Skagafjarðar - 101. fundur - 12.06.2024

Málið áður tekið fyrir á 56. fundi Byggðarráðs Skagafjarðar þann 12. júlí 2023. Þar voru Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri og Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs skipaðir í verkefnastjórn vegna Landsmóts hestamanna að Hólum í Hjaltadal árið 2026. Tillaga liggur fyrir að skipa Hjörvar Halldórsson núverandi sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs í stað Steins Leós Sveinssonar fyrrverandi sviðsstjóra í verkefnastjórnina.
Samþykkt samhljóða.