Skólagata (L146652) - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2307085
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 21. fundur - 31.07.2023
Jón Þór Þorvaldsson arkitekt sækir f.h. eignasjóðs Skagafjarðar um heimild til að gera breytingar og endurbætur á húsnæði Grunnskólans austan vatna við Skólagötu L146652. Sótt er um leyfi til að endurnýja glugga á vesturhlið nýrri hluta skólans ásamt því að einangra og klæða hlið og kverk á suðurhlið sem tengir saman byggingarhluta, einangra og klæða norðurhlið og austurgafl eldra húss. Einnig verða þakklæðningar endurnýjaðar. Framlagðir uppdrættir gerðir af umsækjanda, uppdrættir í verki HOFS-2308, nr. A 100 ,A 101, A-200-A, A-201-A, A-202-A og A-203-A, dagsettir 14. júlí 2023. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 3 skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 37. fundur - 26.04.2024
Jón Örn Berndsen sækir f.h. eignasjóðs Skagafjarðar um leyfi til að gera breytingar á áður samþykktum aðaluppdráttum frá 21. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 31. júlí 2023, varðandi endurbætur og breytingar á húsnæði Grunnskólans austan vatna sem stendur við Skólagötu, L146652 á Hofsósi. Breytingar varða byggingu lyftuhúss á norðurhlið auk breytinga á anddyri. Framlagðir breyttir aðaluppdrættir gerðir hjá Úti Inni arkitektum af Jóni Þóri Þorvaldssyni arkitekt. Uppdrættir í verki HOFS-2308, númer A 100 B og A 101 B, dagsettir 14. júlí 2023, breytt 15. desember 2023 og 17. apríl 2024. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 3. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt, byggingarleyfi veitt.