Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

37. fundur 26. apríl 2024 kl. 12:30 - 13:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Miðhús L146318 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2311269Vakta málsnúmer

Knútur Emil Jónasson byggingarfræðingur sækir f.h. Guðrúnar Helgu Jónsdóttur um leyfi til að byggja við fjós á jörðinni Miðhúsum, L146318. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Faglausn af umsækjanda. Uppdrættir í verki 23031, númer A.1.01 og A.1.02, dagsettir 23. október 2023 og 9. apríl 2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

2.Helluland land I L222955 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2403133Vakta málsnúmer

Halldór Stefánsson byggingartæknifræðingur sækir f.h. Gunnlaugs Einars Briem um leyfi til að byggja íbúðarhús á lóðinni Klettaborg, (Helluland land I) L222955 í Hegranesi. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af umsækjanda. Uppdrættir í verki 24-184, númer A 100, A 101 og A 102, dagsettir febrúar 2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

3.Sauðárhæðir - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2404141Vakta málsnúmer

Þórður Karl Gunnarsson byggingartæknifræðingur sækir f.h. Framkvæmdasýslu - Ríkiseigna um leyfi til að gera breytingar á afgreiðslu í móttöku HSN á Sauðárhæðum. Framlagður aðaluppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdráttur í verki 013901, númer A-100, dagsettur 11. apríl 2024. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt, byggingarheimild veitt.

4.Skólagata (L146652) - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2307085Vakta málsnúmer

Jón Örn Berndsen sækir f.h. eignasjóðs Skagafjarðar um leyfi til að gera breytingar á áður samþykktum aðaluppdráttum frá 21. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 31. júlí 2023, varðandi endurbætur og breytingar á húsnæði Grunnskólans austan vatna sem stendur við Skólagötu, L146652 á Hofsósi. Breytingar varða byggingu lyftuhúss á norðurhlið auk breytinga á anddyri. Framlagðir breyttir aðaluppdrættir gerðir hjá Úti Inni arkitektum af Jóni Þóri Þorvaldssyni arkitekt. Uppdrættir í verki HOFS-2308, númer A 100 B og A 101 B, dagsettir 14. júlí 2023, breytt 15. desember 2023 og 17. apríl 2024. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 3. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt, byggingarleyfi veitt.

5.Borgarflöt 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi .

Málsnúmer 2404082Vakta málsnúmer

Bjarni Reykjalín arkitekt sækir f.h. Ámundakinnar ehf. um leyfi til að breyta og innrétta iðnaðarhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 1 við Borgarflöt, fasteiganr. F2131288, fyrir líkamsræktarstöð. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af umsækjanda. Uppdrættir númer 100 og 101, dagsettir 16. apríl 2024. Fyrir liggur samþykki annarra húseigenda vegna umbeðinna útlitsbreytinga á húsnæðinu. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 13:30.