Fara í efni

Ósk um kaup á landi

Málsnúmer 2307135

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd - 12. fundur - 17.10.2023

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. september 2023 frá Rúnari Páli Hreinssyni, þar sem hann óska eftir að fá til kaups land það sem hann hefur haft á leigu frá sveitarfélaginu. Um er að ræða Ártúnahólf ofan við veg og upp með Deildardalsafleggjara.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að leggja til við byggðarráð að viðkomandi landi verði skipt út og auglýst til sölu og vísar erindinu til afgreiðslu byggðarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 67. fundur - 25.10.2023

Lögð fram svohljóðandi bókun frá 12. fundi landbúnaðarnefndar þann 17. október 2023: "Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. september 2023 frá Rúnari Páli Hreinssyni, þar sem hann óska eftir að fá til kaups land það sem hann hefur haft á leigu frá sveitarfélaginu. Um er að ræða Ártúnahólf ofan við veg og upp með Deildardalsafleggjara.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að leggja til við byggðarráð að viðkomandi landi verði skipt út og auglýst til sölu og vísar erindinu til afgreiðslu byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir að hólf númer 23 á hólfakorti yfir ræktunarlönd og beitarlönd á Hofsósi, í verki 416302 hjá Stoð verkfræðiþjónustu, uppfært 3. júlí 2023, verði mælt upp. Í framhaldinu verði farið yfir eignarhald á Árhólslandi og afstaða tekin til hugsanlegrar sölu.

Byggðarráð Skagafjarðar - 99. fundur - 29.05.2024

Málið áður tekið fyrir á 67. fundi byggðarráðs Skagafjarðar, beiðni frá Rúnari Páli Hreinssyni um kaup á Ártúnahólfi nr. 23 á hólfakorti yfir ræktunar- og beitarlönd á Hofsósi.
Fyrir liggja uppmælingar á hólfi 23 við Hofsós. Um er að ræða 15,8 ha svæði upp með Deildardalsafleggjara.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að auglýsa hólf nr. 23 til sölu. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fela landbúnaðar- og innviðanefnd að greina hvort til álita komi að selja önnur hólf og lönd í sveitarfélaginu og skila niðurstöðum til stjórnar eignasjóðs.