Skipulagsnefnd - 30
Málsnúmer 2308007F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 16. fundur - 23.08.2023
Fundargerð 30. fundar skipulagsnefndar frá 16. júní 2023 lögð fram til afgreiðslu á 16. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulagsnefnd - 30 Phd. Ragnar Kristjánsson Raforkuverkfræðingur, lektor við Háskólann í Reykjavík kynnir greinargerð sem hann vann fyrir skipulagsnefnd Skagafjarðar um mögulegar strenglagnir í Blöndulínu 3.
Gestir á fundinum voru einnig eftirfarandi fulltrúar úr Sveitarstjórn Skagafjarðar sem var boðið að sitja fund Skipulagsnefndar: Guðlaugur Skúlason, Einar E. Einarsson, Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, Hrund Pétursdóttir, Jóhanna Ey Harðardóttir, Sveinn Úlfarsson og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Skipulagsnefnd þakkar Ragnari Kristjánssyni fyrir góða kynningu og yfirferð.
Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar skipulagnefndar staðfest á 16. fundi sveitarstjórnar 23. ágúst með níu atkvæðum.