Fara í efni

Djúpadalsá náma - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2308061

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 31. fundur - 24.08.2023

Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi til Skagafjarðar skv. 13. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi
vegna efnistöku í námu 18152 Djúpadalsá í landi Minni-Akra við þjóðveg 1.
Efnið er ætlað til lagfæringa á bundnum slitlögum og styrkinga á vegum.
Náman er opin og þarna hefur efni verið unnið í gegnum árin. Áætlað er að
vinna þarna um 10.000 m3 af klæðingarefni. Efnið verður unnið í
samráði við landeigendur og gengið verður fá námunni eftir vinnslu í fullu
samráði við landeiganda. Verkefnið samræmist gildandi Aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022.
Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 14. ágúst 2023 til 30. júní 2025.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 17. fundur - 13.09.2023

Vísað frá 31. fundi skipulagsnefndar frá 24. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi til Skagafjarðar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í námu 18152 Djúpadalsá í landi Minni-Akra við þjóðveg 1. Efnið er ætlað til lagfæringa á bundnum slitlögum og styrkinga á vegum. Náman er opin og þarna hefur efni verið unnið í gegnum árin. Áætlað er að vinna þarna um 10.000 m3 af klæðingarefni. Efnið verður unnið í samráði við landeigendur og gengið verður fá námunni eftir vinnslu í fullu samráði við landeiganda. Verkefnið samræmist gildandi Aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022. Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 14. ágúst 2023 til 30. júní 2025. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að veita verði umbeðið framkvæmdaleyfi.