Sveitarstjórn Skagafjarðar
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 59
Málsnúmer 2308012FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 59 Sunna Björk Atladóttir lögmaður og Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri komu á fundinn til að upplýsa um skráð eignarhald félagsheimilanna tíu í Skagafirði í þinglýsingarbókum.
Byggðarráð samþykkir að fela þeim að afla frekari gagna. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar byggðarráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 59 Lögð fram bókun 16. fundar umhverfis- og samgöngunefndar þann 18. ágúst 2023. Einnig lagðar fram tillögur um aðgerðir vegna hættu á jarðskriði neðan Brekkugötu á Sauðárkróki og Lindargötu 15 á Sauðárkróki. Enn er verið að skoða mögulega lausn vegna Skógargötu 6B.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins vegna framkvæmdanna. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar byggðarráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 59 Lagt fram erindi dagsett 15. ágúst 2023 frá Jóni Gísla Jóhannessyni, Hofsósi, þar sem hann segir upp leigu á "Bræðraborgartúninu", hólf nr. 10, 3,2ha f.h. dánarbús föður síns Jóhannesar Pálssonar og óskar eftir því að fá "Gíslatún", hólf 16, 3,0ha sem sömuleiðis var leigt til Jóhannesar Pálssonar, úthlutað til sín.
Byggðarráð vill benda á að öll lönd og landskikar sem sveitarfélagið hefur til leigu eru auglýst og samþykkir því að hólf númer 10 og 16 verði auglýst til leigu. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar byggðarráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 59 Skv. 42.gr. félagsþjónustulaga með síðari breytingum, skal samráðshópur um málefni fatlaðs fólks vera starfræktur á sameiginlegu þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Fjallað er um það í gr. 2.10 í samningi sveitarfélaga um þjónustuna. Um er að ræða formlegan samráðsvettvang þar sem fjallað er um þjónustu við fatlað fólk og framkvæmd og þróun þjónustunnar. Í samráðshópunum skulu að lágmarki sitja þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórnum af þjónustusvæðinu og skal einn vera úr Skagafirði, einn úr Austur-Húnavatnssýslu og einn úr Húnaþingi vestra, auk þriggja fulltrúa sem tilnefndir eru af hagsmunasamtökum fatlaðs fólks.
Byggðarráð samþykkir að formaður byggðarráðs verði fulltrúi Skagafjarðar í samráðshópnum. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar byggðarráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 59 Byggðarráð samþykkir eftirfarandi áskorun til matvælaráðherra.
Á liðnu vori kynnti matvælaráðuneytið drög að nýrri gjaldskrá Matvælastofnunar sem fól í sér verulega hækkun á gjaldtöku vegna þjónustu sem stofnunin veitir, meðal annars matvælaframleiðendum, afurðastöðvum og smáframleiðendum. Í framleiðsluhéraði eins og Skagafirði þar sem matvælaframleiðsla er ein af stóru stoðum atvinnulífsins koma hækkanir sem þessar sér mjög illa fyrir alla framleiðendur, afurðastöðvar og neytendur. Hlutfallslega eru þó áhrifin mest á alla þá litlu framleiðendur sem hafa verið að byggja upp eigin vöruframboð undir merkjum smáframleiðenda eða beint frá býli. Við þá starfsemi hefur sveitarfélagið, landshlutasamtök og ríkið einnig stutt með margvíslegri aðkomu. Af viðbrögðum þessara aðila má ljóst vera að þessar hækkanir koma þeim mjög illa og sjá sumir hverjir ekki annað í stöðunni en að hætta framleiðslu og markaðssetningu undir merkjum beint frá býli.
Byggðarráð Skagafjarðar vill taka undir þá gagnrýni sem komið hefur fram frá Bændasamtökum Íslands, Samtökum fyrirtækja í landbúnaði, Samtökum smáframleiðenda matvæla og Beint frá býli ásamt gagnrýni fjölmargra bænda og framleiðenda á þessa gjaldskrárhækkun. Jafnframt skorar byggðarráð á matvælaráðherra að endurskoða og endurmeta þörfina á svona gríðarlega kostnaðarsömu eftirliti sem raun ber vitni. Einnig má vísa til þess að heilbrigðiseftirlitið hefur einnig skyldum að gegna gagnvart þessum aðilum með tilheyrandi kostnaði ásamt þeirri staðreynd að umsetning þeirra er mjög lítil þegar á heildina er litið. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar byggðarráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 59 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um Húsnæðisþing HMS og innviðaáðuneytis sem haldið verður þann 30. ágúst 2023 á Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar byggðarráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 59 Lagt fram til kynningar bréf til sveitarstjóra þar sem honum er boðið til að sækja tíunda þing Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle, sem haldið verður dagana 19.-21. október 2023 í Reykjavík. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar byggðarráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum.
2.Byggðarráð Skagafjarðar - 60
Málsnúmer 2308018FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 60 Lögð fram drög að samþykktum fyrir óstofnaða húsnæðissjálfseignarstofnun þar sem tilgangurinn er að að byggja eða kaupa, eiga og hafa umsjón með rekstri og viðhaldi íbúðakjarna fyrir fatlað fólk samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunarinnar ásamt sveitarfélögunum í Austur-Húnavatnssýslu og samþykkir einnig drögin að samþykktunum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 9 "Stofnun hses fyrir fatlað fólk". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 60 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. ágúst 2023 frá Umhverfisstofnun. Umhverfisstofnun hefur hafið vinnu við gerð stöðumats á innilofti í skólum og leikskólum Íslandi. Stofnunin óskar eftir því fá afhentar þær úttektir og rannsóknir sem tengjast innilofti í skólum og leikskólum í sveitafélaginu. Einnig er óskað eftir að fá afhentar þær ábendingar og kvartanir sem sveitarfélaginu hefur borist vegna innilofts, myglu eða tengdum málum í skólum og leikskólum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sjá til þess að umbeðin tiltæk gögn verði send Umhverfisstofnun. Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar byggðarráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 60 Lögð fram svohljóðandi bókun 15. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 31. ágúst 2023: "Fyrir fundinum lágu reglur Skagafjarðar um skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni, reglurnar grundvallast á 17.gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og reglugerð nr. 1037/2018 um starfsemi og aðbúnað á skammtímadvalarstöðum. Reglunar eru einnig háðar samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Aðildarsveitarafélögin hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leiti. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og vísar þeim til afgreiðslu byggðaráðs."
Einnig lagðar fram Reglur Skagafjarðar um skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 10 "Reglur Skagafjarðar um skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 60 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. ágúst 2023 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 151/2023, "Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga". Umsagnarfrestur er til og með 06.09.2023.
Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki skuli hafa verið veittur lengri umsagnarfrestur en raun ber vitni um drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga. Um mikilvæga reglugerð er að ræða sem snýr að hornsteini lýðræðis hvers samfélags, atkvæðisrétti íbúa.
Byggðarráð Skagafjarðar harmar að reglugerðin taki ekki til undirbúnings, framkvæmdar og fyrirkomulags rafrænna íbúakosninga og gerð rafrænnar kjörskrár, sbr. 134. grein sveitarstjórnarlaga, en ekki verður betur séð en að síðasta reglugerð sem gilti um slíkt fyrirkomulag hafi verið felld úr gildi 31. maí sl. Byggðarráð telur eðlilegt að gert sé ráð fyrir að rafrænar kosningar geti átt við, að lágmarki þegar kemur að íbúakosningum um einstök málefni að frumkvæði íbúa viðkomandi sveitarfélags. Póstkosningar í slíkum tilfellum geta bæði reynst mun dýrari og óáreiðanlegri en rafrænar kosningar, þegar tekið er tillit til núverandi þjónustustigs Póstsins á landsbyggðinni og afhendingaröryggis, miðað við kröfu um að kjörskrá sé gerð aðgengileg í síðasta lagi 14 dögum áður en atkvæðagreiðsla skuli hefjast. Þá má ætla að rafrænar íbúakosningar geti stuðlað að almennari þátttöku íbúa í slíkum kosningum.
Byggðarráð telur enn fremur að skýra þurfi ákvæði sem lýtur að gerð atkvæðaseðils í 17. grein en nauðsynlegt er að fram komi með skýrari hætti hvaða sveitarstjórn er um að ræða og ber ábyrgð á gerð atkvæðaseðils af þeim sem möguleg sameining snýst um. Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar byggðarráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 60 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. ágúst 2023 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 156/2023, "Áform um lagasetningu - Breyting á búvörulögum nr. 99/1993 - Framleiðendafélög". Umsagnarfrestur er til og með 11.09.2023.
Í Skagafirði er kraftmikil búvöruframleiðsla hjá mörgum bændum sem stunda sauðfjárrækt, nautgriparækt, mjólkurframleiðslu, kornrækt og grænmetisframleiðslu svo eitthvað sé talið. Mikilvægi þessara atvinnugreina er mikið en vegna þeirra eru einnig reknar öflugar afurðastöðvar í bæði kjöti og mjólk til að vinna þessar afurðir og gera þær tilbúnar fyrir neytendur. Samkeppni um markaðinn er hins vegar hörð og þá ekki síst við innfluttar landbúnaðarvörur sem leyft er að flytja til landsins í auknum mæli og þaðan sem framleiðslan býr við allt annan aðbúnað og í mörgum tilfellum minni gæðakröfur en gerðar eru hér á landi. Tölur sýna einnig að kostnaðarverð íslenskra landbúnaðarvara er oft hátt og þá ekki síst kjötvörurnar þótt hlutfall matarkörfunnar af heildarútgjöldum heimila sé lægra hér en meðaltal um 30 Evrópulanda. Þegar þessi kostnaður er greindur frekar kemur fram að mikil kostnaðaraukning verður í afurðastöðvum við slátrun, vinnslu og markaðssetningu varanna. Samkvæmt greiningum sem gerðar hafa verið virðist sá kostnaður oft ráðast af litlum möguleikum afurðastöðva til hagræðingar og samvinnu sem myndi leiða til aukinnar hagkvæmni í vinnslunni. Byggðarráð Skagafjarðar vill því fagna því að verið sé að gera þær breytingar á búvörulögum sem þarf til hægt sé að endurskipuleggja og hagræða í slátrun og kjötvinnslu. Mikilvægt er að tryggja að afurðastöðvarnar skili sem mestum verðmætum til bænda, meðal annars með aukinni fullvinnslu aukaafurða á þeirra vegum eða þriðja aðila. Aukin samvinna afurðastöðva á að lækka vinnslukostnaðinn og auka verðmætasköpunina sem kemur þá bæði bændum og neytendum til góða ásamt því að innlend framleiðsla verður samkeppnishæfari við innfluttar vörur. Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar byggðarráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 60 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. ágúst 2023 þar sem mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 157/2023, "Áform um breytingu á lögum um framhaldsskóla (vinnustaðanám, innritun o.fl.)". Umsagnarfrestur er til og með 11.09.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar byggðarráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 60 Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar - júní 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar byggðarráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 60 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 31. ágúst 2023 frá innviðaráðuneytinu þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, miðvikudaginn 20. september 2023 í Reykjavík. Sveitarstjóri verður fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar byggðarráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 60 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 23. ágúst 2023 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands. Tilkynnt er aðildarsveitarfélögum að í samræmi við 10.gr laga 68/1994 um EBÍ verður aðalfundur fulltrúaráðs félagsins haldinn á Berjaya Reykjavík Natura Hótel föstudaginn 6. október 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar byggðarráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 60 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 29. ágúst 2023 frá Byggðastofnun um málþing um byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir sem verður haldið á Raufarhöfn fimmtudaginn 5. október 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar byggðarráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum.
3.Félagsmála- og tómstundanefnd - 15
Málsnúmer 2308021FVakta málsnúmer
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 15 Margeir Friðriksson, staðgengill sveitarstjóra bar upp tillögu þess efnis að Sigurður Bjarni Rafnsson, fulltrúi B-lista verði formaður félagsmála- og tómstundanefndar.
Nefndin samþykkir tillöguna. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. septmber 2023 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 15 Frístundastjóri fór yfir fyrirkomulag og dagskrá í Húsi frítímans veturinn 2023-24.
Fulltrúar Vg og óháðra ásamt Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu.
Félagsmála- og tómstundanefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að skoða betur möguleika á að frístund fyrir 3.-4. bekk í Árskóla á Sauðárkróki verði starfandi í húsnæði Árskóla.
Hús frítímans þar sem börnum í 3.-4. bekk Árskóla gefst kostur á að sækja er staðsett það langt frá Íþróttasvæði/húsi að börn þurfa að fara yfir margar umferðargötur til að sækja íþróttaæfingar, jafnvel tvisvar á dag.
Ekkert leiksvæði er á lóð Húss frítímans og því útivera aðeins við umferðargötu. Einnig er Hús frítímans þétt setin aðstaða.
Við teljum því að velferð barnanna sé betur höfð að leiðarljósi til iðkunnar á skipulögðum tómstundum ef skólahúsnæði Árskóla yrði nýtt, sem liggur við hlið íþróttasvæðis/húss. Viljum við því að þessi leið sé könnuð til hlítar.
Fulltrúar meirihluta leggja til að tillagan fari til afgreiðslu í fræðslunefnd þar sem að frístund sé starfrækt samkvæmt lögum um grunnskóla. Tillagan meirihluta borin upp og samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. septmber 2023 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 15 Frístundastjóri fór yfir íþróttastarf veturinn 2023-24. Nefndin fagnar blómlegu íþróttastarfi í Skagafirði og því hve mikil ásókn er í íþróttamannvirki sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. septmber 2023 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 15 Lögð fram tillaga að fundartímum nefndarinnar fyrir haustönn 2023, sem eru eftirfarandi: 28. september, 2. nóvember og 30. nóvember. Fundir hefjast kl 15:00. Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. septmber 2023 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 15 Lagðar fram til kynningar 5. fundargerð framkvæmdaráðs frá 3. maí sl. og 6. fundargerð framkvæmdaráðs frá 14. júní sl. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. septmber 2023 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 15 Lagðar fram til kynningar 6. fundargerð fagráðs frá 21. ágúst sl. og 7. fundargerð fagráðs frá 28. ágúst sl. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. septmber 2023 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 15 Lögð fram samantekt tölulegra upplýsinga um þjónustuna fyrir árið 2022 ásamt ársskýrslu. Skýrslan hefur verið lögð fram til kynningar hjá fagráði málefni fatlaðs fólks og verður lögð fyrir á næsta fundi framkvæmdaráðs í málefnum fatlaðs fólks. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. septmber 2023 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 15 Fyrir fundinum lágu reglur Skagafjarðar um skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni, reglurnar grundvallast á 17.gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og reglugerð nr. 1037/2018 um starfsemi og aðbúnað á skammtímadvalarstöðum. Reglunar eru einnig háðar samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Aðildarsveitarafélögin hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leiti. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og vísar þeim til afgreiðslu byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. septmber 2023 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 15 Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 155/2023, "Áform um breytingu á 15. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002". Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. septmber 2023 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 15 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Sólveigu Sigurðardóttur vegna viðburðar tengdum heilsueflingu kvenna sem haldinn verður á Hofsósi þann 9. september nk. Nefndin getur því miður ekki orðið við erindinu en bendir umsækjanda á möguleika á að sækja í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. septmber 2023 með níu atkvæðum.
4.Fræðslunefnd - 12
Málsnúmer 2303004FVakta málsnúmer
-
Fræðslunefnd - 12 Þann 6. mars s.l. boðaði mennta- og barnamálaráðherra til þjóðfundar um framtíð skólaþjónustu á Íslandi. Tilefni fundarins markaði upphaf stefnumótunar um samræmda skólaþjónustu í sveitarfélögum landsins sem uppfyllir lög og skyldur sveitarfélaga gagnvart nemendum. Í fylgiskjali er að finna kjarna þeirra umræðna sem fram fóru á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar fræðslunefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 12 Þann 7. mars s.l. komu fulltrúar Barna og fjölskyldustofu, Bofs, til fundar við starfsmenn fjölskyldusviðs þ.m.t. starfsmenn leik-, grunn- og tónlistarskóla. Þá var fulltrúum FNV, HSN, UMSS og Lögreglunnar einnig boðið til fundarins. Á fundinum var innleiðing og ferli í kringum hana rædd. Vert er að ítreka að innleiðing og mótun verkferla tekur tíma, enda er gert ráð fyrir allt að fimm árum til innleiðingarinnar. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga veitir fjármuni til verkefnisins sem eyrnamerktir eru til að mæta auknum kostnaði sveitarfélaga vegna verkefnisins, þ.m.t. fjölgun stöðugilda. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar fræðslunefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 12 Þann 24. mars og 19. maí verða fulltrúar mennta- og barnamálaráðuneytisins með fundi á Sauðárkróki þar sem fjallað er um ráðstöfun fjármuna í grunnskólum á Norðurlandi vestra. Skagafjörður hefur tekið þátt í þróunarverkefni um úthlutun fjármagns á þessum vettvangi. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar fræðslunefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 12 Boðað hefur verið til fundar með foreldrum barna í elsta árgangi leikskóla og grunnskólanum á Hólum þann 13. mars n.k. Tilgangur fundarins er að ræða skipulag og framtíð skólastarfsins. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar fræðslunefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 12 Lagt fram skjal með óskum foreldra leikskólans Ársala um sumarleyfi fyrir börn þeirra. Eins og fram hefur komið verður leikskólinn opinn allt sumarið en með þessu skipulagi er vonast til að auðveldara verði að skipuleggja sumarleyfi starfsmanna. Jafnframt er með þessu komið til móts við foreldra og samfélagið allt um sveigjanleika um sumarleyfistíma barnanna. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar fræðslunefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 12 Málinu vísað frá byggðarráði. Um er að ræða samráð um frumvarp til laga um þjónustustofnun á sviði menntamála. Eins og kunnugt er hefur verið ákveðið að leggja niður Menntamálastofnun og stofna nýja á grunni hennar. Grundvallarmunur er þó sá að hinni nýju stofnun er ætlað fyrst og fremst að vera þjónustustofnun við skólaþjónustur sveitarfélaga í stað stjórnsýslustofnunar. Fræðslunefnd fagnar þessum breytingum. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar fræðslunefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum.
5.Fræðslunefnd - 18
Málsnúmer 2308024FVakta málsnúmer
-
Fræðslunefnd - 18 Á grundvelli útboðs á skólaakstri í dreifbýli Skagafjarðar frá hausti 2023 til 1. júlí 2027 var ákveðið að ganga til samninga við eftirfarandi:
Leið 1 og 2: Björn Sigurður Jónsson
Leið 3 og 4: F-Borg ehf
Leið 5, 6, 7 og 11: HBS ehf
Leið 8, 9 og 10: Indriði Stefánsson
Leið 12: Hugheimur ehf
Leið 13: Sel ehf
Leið 14 og 15: Birgir Þórðarson
Leið 16: Halldór Gunnar Hálfdánarson
Leið 17: Von slf
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi Vg og óháðra óskar bókað:
Ljóst er að við útboð skólaaksturs í sumar urðu efnislegar breytingar þvert á það sem segir í fundargerð frá fræðslunefnd þann 9. maí síðastliðinn. Nefndarfólki fræðslunefndar var ekki gerð grein fyrir umfangi þeirra breytinga sem áttu sér raunverulega stað. Einnig var upplýsingaskyldu til foreldra um væntanlegar breytingar á skólaakstri verulega ábótavant. Ábendingar hafa borist frá foreldrum vegna alvarlegra bresta á umferðaröryggi á skólaakstursleiðum. Í ljósi þessa alls óskar undirrituð eftir endurskoðun reglna um skólaaksturs í dreifbýli Skagafjarðar og einnig að kannað verði hvort hægt sé að komast á móts við þá nemendur sem þessar breytingar hafa veruleg áhrif á þannig að þjónusta við þá haldist óbreytt á yfirstandandi skólaári.
Reglur um skólasókn í öðru skólahverfi eru í gildi hjá sveitarfélaginu og ekki hefur verið ágreiningur um afmörkun skólahverfa sem þar er skilgreind. Útboð sem fram fór á skólaakstri í dreifbýli í Skagafirði var unnið á grundvelli gildandi reglna sem fræðslunefnd og sveitarstjórn samþykktu samhljóða og mikil sátt hefur ríkt um. Mikilvægt er að allir sitji við sama borð hvað þessi mál varðar og því er illmögulegt að veita svigrúm fyrir breytingar á skólaakstri á einum stað en ekki öðrum.
Sveitarfélög landsins hafa ekki boðið upp á fljótandi skólahverfi enda myndi slíkt kalla á mikla skipulagningu, mjög breytilegan akstur og akstursleiðir á milli skólahverfa og mjög verulega aukinn kostnað við þá þjónustu.
Fræðslunefnd hefur verið mjög liðleg við að veita undanþágu frá skólasókn í skólahverfi og hefur nefndin ávallt verið samstíga í afgreiðslu þessara erinda enda mikilvægt að jafnræðis sé gætt á meðal íbúa sveitarfélagsins. Í slíkum tilvikum eru foreldrar barna upplýstir um að akstur er ekki samþykktur samhliða námsvist í öðru skólahverfi enda taka akstursleiðir mið af skólahverfum. Í undanþágunni felst að foreldri þarf sjálft að sjá um akstur til viðkomandi skóla eða semja við bílstjóra á leið sem þangað ekur að barnið fái að njóta akstursþjónustu hans. Í þessu felst að ef samkomulag næst á milli foreldra og viðkomandi bílstjóra þá þarf foreldri að aka barni í veg fyrir akstursleið hans, á öruggum og heppilegum stað sem báðir aðilar fallast á. Sveitarfélagið hefur ekki milligöngu um og ber ekki ábyrgð á slíkum samningaviðræðum.
Í ljósi framangreinds hafnar meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks tillögu VG og óháðra. Bókun fundar Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Einar E. Einarsson, Regína Valdimarsdóttir, Sveinn Þ. Finster Úlfarsson kvöddu sér hljóðs.
Álfhildur Leifsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Í reglum nr 656/2009 um skólaakstur í grunnskóla segir: Skólanefnd skal fyrir upphaf hvers skólaárs birta endurskoðaða áætlun um skólaakstur. Áætlunina skal kynna skólaráðum og skal hún vera íbúum sveitarfélagsins aðgengileg.? Skólaráð hafa ekki fundað frá í vor og því er auðvelt að draga þá ályktun að sú kynning hafi ekki átt sér stað. En hugsanlega er það vegna seinkun mála í ljósi mistaka sem gerð voru við útboð skólaaksturs. Það urðu vissulega efnislegar breytingar við útboðið þvert á við það sem segir í fundargerð fræðslunefndar, breytingar sem hafa áhrif á skólagöngu fjölda barna í sveitarfélaginu. Þær breytingar er ekki að finna aðgengilegar og útlistaðar sem áætlun um skólaakstur heldur hefði fólk þurft að sækja sér útboðsgögn til að kynna sér akstursleiðir. Þetta getur ekki talist góð stjórnsýsla eða góð upplýsingagjöf til íbúa sveitarfélagsins. Það er dapurt að meirihluti í fræðslunefnd geti ekki viðurkennt þau mistök sem hafa átt sér stað við skipulagningu þessa skólaaksturs. Það væri æskilegt að fræðslunefnd myndi kanna sem fyrst hvort hægt sé að komast á móts við þá nemendur sem þessar breytingar hafa veruleg áhrif á, þannig að þjónusta við þá haldist óbreytt á yfirstandandi skólaári, eins og fulltrúi VG og óháðra óskaði eftir á síðasta fræðslunefndarfundi".
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri tók til máls, þá Regína Valdimarsdóttir sem lagði fram bókun meirihluta.
Engar efnislegar breytingar voru gerðar á reglum um skólaakstur í dreifbýli Skagafjarðar fyrr á þess ári. Það er réttilega bókað hjá fræðslunefnd 9. maí sl. Þessar reglur voru samþykktar í mikilli sátt og með stuðningi allra flokka í bæði fræðslunefnd og sveitarstjórn og þeim ber starfsmönnum Skagafjarðar að fylgja. Standi vilji til þess að breyta skólahverfum ber að taka reglurnar upp og breyta í fræðslunefnd og sveitarstjórn. Útboð skólaaksturs í dreifbýli Skagafjarðar tekur við af þessum reglum.
Mikilvægt er að reglur sveitarfélagsins séu skýrar, að jafnræðis sé gætt í þeim og að allir sitji við sama borð þegar þeim er framfylgt. Ekki er hægt að veita sumum börnum sem fá heimild til að sækja skóla utan síns skólahverfis akstursþjónustu en öðrum ekki. Heimild til skólasóknar utan skólahverfis hefur enda jafnan verið veitt af hálfu fræðslunefndar með þeim fyrirvara að skólaakstur sé ekki innifalinn í heimildinni og að skólaakstur og þjónustuveitendur á einstökum akstursleiðum geti breyst á milli útboða. Fræðslunefnd hefur ávallt verið samstíga í afgreiðslu þessara erinda. Akstur er ekki samþykktur samhliða námsvist enda taka akstursleiðir mið af skólahverfum og er foreldrum og forráðamönnum gert það fyrirkomulag ljóst þegar undanþága er veitt fyrir skólasókn í öðru skólahverfi. Dæmi eru um að foreldrar hafi samið við bílstjóra, sem ekur viðkomandi leið, en slíkt samkomulag er undir hverjum og einum bílstjóra komið. Sveitarfélagið ber ekki ábyrgð á slíkum samningaviðræðum.
Óumdeilt er að niðurstöður útboðs skólaaksturs í dreifbýli voru mjög seint á ferðinni. Skólaakstur í dreifbýli Skagafjarðar var fyrst boðinn út 9. maí 2023 og hefði allt verið eðlilegt hefðu niðurstöður úr því útboði eðli málsins samkvæmt verið mun fyrr á ferðinni. Vegna formgalla í útboðinu var hins vegar nauðsynlegt að fella það niður í júní sl. og auglýsa á nýjan leik á Evrópska efnahagssvæðinu. Tafði það útboðsferlið og niðurstöður þess en samningar við þjónustuveitendur á öllum akstursleiðum lágu fyrir í ágústmánuði.
Afgreiðsla 18. fundar fræðslunefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar Vg og óháðra óska bókað að þær sitja hjá. -
Fræðslunefnd - 18 Málið áður á dagskrá félagsmála- og tómstundanefndar 31.08.2023, eftirfarandi bókað:
,,Frístundastjóri fór yfir fyrirkomulag og dagskrá í Húsi frítímans veturinn 2023-24.
Fulltrúar Vg og óháðra ásamt Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu. Félagsmála- og tómstundanefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að skoða betur möguleika á að frístund fyrir 3.-4. bekk í Árskóla á Sauðárkróki verði starfandi í húsnæði Árskóla. Hús frítímans þar sem börnum í 3.-4. bekk Árskóla gefst kostur á að sækja er staðsett það langt frá Íþróttasvæði/húsi að börn þurfa að fara yfir margar umferðargötur til að sækja íþróttaæfingar, jafnvel tvisvar á dag. Ekkert leiksvæði er á lóð Húss frítímans og því útivera aðeins við umferðargötu. Einnig er Hús frítímans þétt setin aðstaða. Við teljum því að velferð barnanna sé betur höfð að leiðarljósi til iðkunnar á skipulögðum tómstundum ef skólahúsnæði Árskóla yrði nýtt, sem liggur við hlið íþróttasvæðis/húss. Viljum við því að þessi leið sé könnuð til hlítar.
Fulltrúar meirihluta leggja til að tillagan fari til afgreiðslu í fræðslunefnd þar sem að frístund sé starfrækt samkvæmt lögum um grunnskóla. Tillagan meirihluta borin upp og samþykkt."
Fræðslunefnd samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að kanna möguleika á nýtingu húsnæðis Árskóla fyrir frístund 3. og 4. bekkjar. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar fræðslunefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum, -
Fræðslunefnd - 18 Lögð fram tillaga að fundardögum fræðslunefndar fyrir haustönn 2023, sem eru eftirfarandi: 3. október, 7. nóvember og 5. desember.
Nefndin samþykkir tillöguna með fyrirvara um breytingar. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar fræðslunefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 18 Niðurstöður úr viðhorfskönnun vegna fræðsludags lagðar fram til kynningar. Svarhlutfall var um 30% en þátttakendur voru um 240 talsins.
Erindin í ár fjölluðu um innleiðingu farsældarlaga, skólaforðun, hegðun barna og ungmenna og geðrækt og þrepaskiptan stuðning í skólum. Meirihluti svarenda sögðu erindin hafa verið fremur eða mjög gagnleg. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar fræðslunefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 18 Átta mál tekin fyrir og færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar fræðslunefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september 2023 með níu atkvæðum.
6.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 13
Málsnúmer 2308013FVakta málsnúmer
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 13 Magnús Barðdal verkefnastjóri fjárfestinga á SSNV mætti á fundinn og kynnti niðurstöður úr stefnumótunarvinnu sveitarstjórnar Skagafjarðar í atvinnumálum.
Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 17. september 2023 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 13 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Guðjóni Inga Eiríkssyni hjá Bókaútgáfunni Hólum, dagsett 14.07.2023, vegna útgáfu ævisögu Björns Pálssonar en Björn var frumkvöðull þegar kemur að sjúkraflugi. Sótt er um 50 þúsund krónur.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd getur því miður ekki orðið við styrkbeiðninni að þessu sinni Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 17. september 2023 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 13 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Sigurði Hauksyni fyrir hönd Skíðadeildar Tindastóls, dagsett 18.07.2023, vegna kostnaðar við Skíðaþings Skíðasambands Íslands sem haldið verður 27. - 28. október nk. í Skagafirði. Sótt er um 150 þúsund krónur.
Atvinnu-, menningar- kynningarnefnd getur því miður ekki orðið við styrkbeiðninni að þessu sinni. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 17. september 2023 með níu atkvæðum.
7.Skipulagsnefnd - 31
Málsnúmer 2308014FVakta málsnúmer
-
Skipulagsnefnd - 31 Auglýsingu tillögu að deiliskipulagi fyrir Frístundabyggð við Reykjarhól í Varmahlíð lauk 16. ágúst 2023. Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 295/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/295) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Frístundabyggð við Varmahlíð og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 11 "Deiliskipulag frístundabyggðar við Reykjarhól - Varmahlíð". Samþykkt samhljóða.
-
Skipulagsnefnd - 31 Auglýsingu tillögu að deiliskipulagi fyrir Ljónsstaði í Skagafirði lauk 16. ágúst 2023. Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 294/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/294) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Ljónsstaðir í Skagafirði og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 12. "Ljónsstaðir L230903 - Deiliskipulag". Samþykkt samhljóða.
-
Skipulagsnefnd - 31 Lögð fram skipulagslýsing fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki, unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagssvæðið afmarkast af Skógargötu að vestan, Bjarkarstíg að norðan, Aðalgötu að austan og Hlíðarstíg að sunnan. Innan svæðisins er Sauðárkrókskirkja, byggð árið 1892, og var friðlýst þann 1. janúar 1990. Önnur hús innan svæðisins eru aldursfriðuð skv. lögum nr. 80/2012 um menningarminjar. Svæðið er um 2603 m² að stærð.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 13 "Kirkjutorg (143549) Sauðárkrókskirkja - Deiliskipulag". Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 31 Steinn Leó Sveinsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar sækir fyrir hönd framkvæmdasviðs Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. reglugerðar nr. 772/2012, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingu áningastaða við ferðamannastaðinn Ketubjörg í landi Ketu á Skaga í Skagafirði. Svæðið er á skilgreindum landnotkunarreit fyrir afþreyingar- og ferðamannasvæði AF-2 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Þar er gert ráð fyrir áningarstað í náttúru og gönguleiðum.
Verkið felst í því að byggja upp bílastæði sunnan og norðan Ketubjarga þar sem einnig er gert ráð fyrir bílastæðum fyrir hreyfihamlaða.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 "Ketubjörg - Áningarstaður - Framkvæmdarleyfisumsókn". Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 31 Steinn Leó Sveinsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar sækir fyrir hönd framkvæmdasviðs Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. reglugerðar nr. 772/2012, vegna fyrirhugaðrar gatnagerðar við Borgarsíðu á Sauðárkróki. Verkefnið samræmist gildandi aðalskipulagi Skagafjarðar. Um er að ræða jarðvegsskipti og stofnlagnir veitustofnanna í suðurhluta götunnar sem liggur frá Borgarteigi og að lóð nr. 4 við Borgarsíðu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 "Borgarsíða - Framkvæmdaleyfisumsókn". Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 31 Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi til Skagafjarðar skv. 13. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi
vegna efnistöku í námu 21751 Veðramótsnáma við Hraksíðuá við veg 744-03
Þverárfjallsveg. Efnið er ætlað til lagfæringa á héraðs- og tengivegum.
Náman er opin og þarna hefur efni verið unnið í gegnum árin. Áætlað er að
vinna þarna um 8000 m3 af malarslitlagsefni. Efnið verður unnið
í samráði við landeigendur og gengið verður fá námunni eftir vinnslu í
fullu samráði við landeiganda. Náman er skilgreind á efnistökusvæði E-13 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.
Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 14. ágúst 2023 til 30. júní 2025.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 16 "Veðramót náma - Umsókn um framkvæmdaleyfi". Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 31 Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi til Skagafjarðar skv. 13. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi
vegna efnistöku í námu 18152 Djúpadalsá í landi Minni-Akra við þjóðveg 1.
Efnið er ætlað til lagfæringa á bundnum slitlögum og styrkinga á vegum.
Náman er opin og þarna hefur efni verið unnið í gegnum árin. Áætlað er að
vinna þarna um 10.000 m3 af klæðingarefni. Efnið verður unnið í
samráði við landeigendur og gengið verður fá námunni eftir vinnslu í fullu
samráði við landeiganda. Verkefnið samræmist gildandi Aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022.
Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 14. ágúst 2023 til 30. júní 2025.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 "Djúpadalsá náma - Umsókn um framkvæmdaleyfi". Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 31 Í tölvupósti dags. 31. júlí síðastliðinn óskar Skipulagsstofnun eftir umsögn um efnisnámu í landi Litlu-Grafar 2 á vegum Vinnuvéla Símonar skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Heildarstærð svæðisins er 6,92 ha að stærð og er áætlað að vinna allt að 250.000 m3 af efni úr námunni og að vinnslutími verði út gildistíma núverandi aðalskipulags. Fyrirhugað efnistökusvæði fellur undir tölulið 2.02 í 1. viðauka laga nr. 111/2021: Efnistaka, utan þess sem tilgreint er í tölul. 2.01, þar sem áætlað er að raska 2,5 ha svæði eða stærra eða efnismagn er 50.000 m3 eða meira, einnig efnistaka þar sem fleiri en einn efnistökustaður vegna sömu framkvæmdar og á sama svæði ná samanlagt yfir 2,5 ha svæði eða stærra. Framkvæmdin er í flokki B í viðaukanum sem eru framkvæmdir sem kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Skipulagsstofnun mun leggja fram álit hvort framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum og hefur stofnunin óskað eftir umsögn Skagafjarðar.
Skipulagsnefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á í tilkynningu framkvæmdaaðila. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda umsögn til Skipulagsstofnunar. Skipulagsnefnd telur að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi hjá sveitarfélaginu sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og háð breytingu á aðalskipulagi.
Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar skipulagnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 31 Málið áður á dagskrá sveitarstjórnar 28.06.2023, eftirfarandi bókað:
“Vísað frá 27. fundi skipulagsnefndar frá 15. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 30. maí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að byggja bílageymslu og sólstofu sem yrðu viðbyggingar við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 7 við Hólmagrund. Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu, uppdrættir í verki 7846 númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 17. maí 2023. Þar sem ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag fyrir svæðið leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Hólmagrund 5, 9, 14, 16 og 18 ásamt við Fornós 4 og 6. Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Hólmagrund 5, 9, 14, 16 og 18 ásamt við Fornós 4 og 6."
Grenndarkynning vegna Hólmagrundar 7 á Sauðárkróki var send út 29.06.2023, engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að heimila umbeðna framkvæmd.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 18 "Hólmagrund 7 - Umsagnarbeiðni vegna byggingarleyfisumsóknar". Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 31 Aðalsteinn Orri Sigrúnarson, þinglýstur eigandi jarðarinnar Geitagerðis, landnúmer 145973, óskar eftir heimild til að skipta 880 m² lóð úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101 í verki nr. 7536-0101, útg. 10. júlí 2023. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Hallgrími Inga Jónssyni. Óskað er eftir því að lóðin fái heitið Geitagerði I.
Ekkert ræktað land fylgir lóðinni.
Engin hlunnindi fylgja lóðinni.
Óskað er eftir að útskipt lóð verði skráð sem íbúðarhúsalóð (10).
Kvöð um yfirferðarrétt að Geitagerði I er um heimreið sem liggur í landi Geitagerðis landnr. 145973 eins og sýnt er á afstöðuuppdrætti.
Landskipti þessi samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli. Landskipti þessi hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Ein fasteign er á umræddri lóð, íbúðarhús að stærð 76,4m², byggt árið 1948 og fylgir hún útskiptri lóð.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar skipulagnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 31 Gunnlaugur Halldórsson og Bjarni Halldórsson þinglýstir eigendur lóðarinnar Tumabrekka land 2, landnúmer 220570, óska eftir heimild til að stofna 15.561,2 m² lóð úr landi lóðarinnar, sem „Tumabrekka 3“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 75860000 útg. 20. júlí 2023. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Yfirferðarréttur að útskiptri lóð er um heimreiðarveg í landi Tumabrekku, L146597, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Þá er kvöð um yfirferðarrétt á útskiptri spildu að Tumabrekku landi 2, L220570, eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdrætti. Fyrir landskipti er Tumabrekka land 2 31.122,4 m² að stærð. Eftir landskipti verður Tumabrekka land 2 15.561,2 m² að stærð. Landheiti útskiptrar lóðar vísar í heiti upprunajarðar með næsta lausa staðgreini. Engin fasteign er á útskiptri spildu. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu. Engin hlunnindi fylgja landskiptum. Landskipti samræmast aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Tumabrekka land 2, L220570, verður í eigu Bjarna Halldórssonar. Tumabrekka 3 verður í eigu Gunnlaugs Halldórssonar.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar skipulagnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 31 Birgir Þórðarson, þinglýstur eigandi jarðarinnar Ríp 2, landnúmer L146396, óskar eftir heimild til að skipta 13.686 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem sótt er um að fái heitið Arnarhóll, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101 í verki 75640103, útg. 25. júlí 2023. Afstöðuuppdráttur var unninn á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni.
Óskað er eftir því að útskipt spilda verði leyst úr landbúnaðarnotkun og skráð sem sumarhúsaland (65).
Yfirferðarréttur að útskiptri spildu frá Hegranesvegi (764) er um veg í landi Rípur 2, L146396, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
Landheiti útskiptrar spildu vísar til staðhátta, en innan spildunnar er afgerandi hæð í landslaginu. Ekki er annað landnúmer í sveitarfélaginu skráð með sama staðfang.
Engin fasteign er á umræddri spildu og engin hlunnindi fylgja landskiptum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Ríp 2, landnr. 146396.
Landskipti samræmast markmiðum aðalskipulags Skagafjarðar 2020-2035 um að styðja búsetu og uppbyggingu fjölbreytts atvinnulífs í dreifbýli. Útskipt spilda er ekki af þeirri stærðargráðu að breytt landnotkun skerði landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki og áhrif á búrekstrarskilyrði eru óveruleg. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Ekkert ræktað land er innan hins útskipta lands.
Þá er óskað eftir heimild skipulagsnefndar fyrir stofnun á 625 m² byggingarreit, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101, útg. 25. júlí 2023. Byggingarreiturinn er innan afmörkunar fyrirhugaðrar spildu og mun tilheyra henni að landskiptum loknum. Um er að ræða byggingarreit vegna frístundahúss sem verður reist á steyptum undirstöðum. Fyrirhuguð aðkoma að byggingarreit er sýnd á afstöðuuppdrætti.
Skipulagsnefnd samþykkir umbeðin landskipti og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarreit að fenginni umsögn minjavarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar skipulagnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 31 Ingólfur Arnarson, þinglýstur eigandi jarðarinnar Ásgarður eystri, landnúmer 179981, óska eftir heimild til að stofna 203 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 70262001 útg. 04. ágúst 2023. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Meðfylgjandi er umsögn Skógræktarinnar, tölvupóstur dags. 23. maí 2023 og umsögn Minjavarðar dags. 03. ágúst 2023.
Um er að ræða byggingarreit fyrir sumarhús, hámarks byggingarmagn 40 m².
Skipulagsnefnd samþykkir erindi eins og það er fyrirlagt. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar skipulagnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 31 Skipulagnefnd felur skipulagsfulltrúa að boða fulltrúa Landsnets á fund skipulagsnefndar til að fara yfir stöðuna. Sveitarstjórnarfulltrúum verður boðið að sitja fundinn. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar skipulagnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september með níu atkvæðum.
-
Skipulagsnefnd - 31 Skipulagsnefnd felur Skipulagsfulltrúa að skila inn umsögn varðandi mikilvægi þess að tryggja aðkomu sveitarfélaga að skipulagi haf- og strandsvæða. Einnig þarf að skýra betur mörk ríkis og sveitarfélaga í skipulagsmálum í tengslum við nýlegar breytingar á skipulagslögum nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar skipulagnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september með níu atkvæðum.
- 7.16 2307111 Samráð; Áform um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum (tímabundnar uppbyggingarheimildir)Skipulagsnefnd - 31 Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 129/2023, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum (tímabundnar uppbyggingarheimildir)".
Umsagnarfrestur var til og með 18.08.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar skipulagnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 31 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 21 þann 31.07.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar skipulagnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september með níu atkvæðum.
8.Skipulagsnefnd - 32
Málsnúmer 2309002FVakta málsnúmer
-
Skipulagsnefnd - 32 Hafsteinn Logi Sigurðarson og Ingvar Gýgjar Sigurðarson eigendur jarðarinnar Gýgjarhóll 2, L233889, fasteignanúmer F2521718 í Skagafirði óska eftir að við endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2020-2035 verði innan jarðarinnar skilgreint verslun og þjónusta (VÞ) ásamt afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF). Áætlað byggingarmagn allt að 1500m².
Meðfylgjandi loftmynd gerir grein fyrir erindinu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila umbeðna breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá bendir nefndin einnig á að landeigendur geta óskað eftir heimild hjá sveitarstjórn til að vinna sjálfir að gerð deiliskipulags sbr. 2. mgr. 38. gr skipulagslaga. Skulu landeigendur þá taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga, og skal hún lögð fyrir sveitarstjórn á sama tíma og beiðni um heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi.
Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 19 "Gýgjarhóll 2 L233889 - Beiðni um aðalskipulagsbreytingu". Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 32 Eftirfarandi nafnatillögur voru sendar inn fyrir götur A og B í fyrirhugaðri frístundabyggð við Reykjarhól í Varmahlíð:
Árhóll
Skógarsel
Ármýri
Hlíðargata
Reykjarmelur
Reykjarsíða
Reykjarlundur
Reykjardalur
Reykjarlist
Reykjarhæð
Reykjarholt
Reykjarmóar
Reykjarstapi
Reykjarvarmi
Reykjarstrókur
Skipulagsnefnd þakkar þeim sem sendu inn nafnatillögur og leggur til við sveitarstjórn að kosið verði um nöfn fyrir umræddar götur með kosningu á heimasíðu sveitarfélagsins.
Fyrir götu A verði kosið um nöfnin: Reykjarmóar, Reykjarvarmi, Reykjarsíða, Skógarsel og Ármýri.
Fyrir götu B verði kosið um nöfnin: Reykjarhæð, Reykjarholt, Reykjarstrókur, Reykjarmelur, Hlíðargata og Árhóll.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 11 "Deiliskipulag frístundabyggðar við Reykjarhól - Varmahlíð". Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 32 Vinnslutillaga fyrir deiliskipulag Freyjugarðs á Sauðárkróki lögð fram. Skipulagsgögn eru uppdráttur með greinargerð dags. 28. ágúst 2023, unnin á Landslagi ehf. af Önnu Kristínu Guðmundsdóttur. Jafnframt er lagt fram minnisblað um frumhönnun fyrir svæðið.
Vinnslutillagan var unnin í samstarfi með Kiwanisklúbbinn Freyju.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Freyjugarðinn á Sauðárkróki í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 20 "Freyjugarðurinn - Deiliskipulag". Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 32 Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar þann 27.07.2023 og þá eftirfarandi bókað:
„Bjarni Reykjalín fyrir hönd Sýls ehf. sækir um samþykki á málsmeðferð á byggingarleyfisumsókn vegna þriggja íbúða raðhúss á lóðinni Ránarstíg 3-7, sem kalli ekki á breytingu á gildandi “Deiliskipulagi íbúðarreits milli Sæmundargötu, Ránarstígs og Freyjugötu á Sauðárkróki". Vísað er til byggingarleyfisumsóknar þar sem sótt er um að lengja húsið um 40 cm umfram það sem áður innsendar teikningar gerðu ráð fyrir og grenndarkynntar voru skv. samþykkt sveitarstjórnar 24.11.2021. Helstu frávik sem hér um ræðir eru að húshlutar á austur- og vesturhlið fara óverulega út fyrir byggingarreit eða samtals um 3,97 m2 sem er um 1% af heildarflatarmáli hússins. Nýtingarhlutfall er um 0,34 en leyfilegt nýtingarhlutfall skv. skipulagi er 0,35. Minnsta fjarlægð húss frá lóðarmörkum er um 1,7 m (1,71 m að vestan og 1,68 m að austan). Fjarlægð byggingarreits frá lóðarmörkum er 3,0 m skv. deiliskipulagsskilmálum. Óskað er eftir því að nefndin fjalli um þessa umsókn út frá 2. og 3. mgr. 43. gr og 3. mrg. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir uppfærðum gögnum frá lóðarhafa og afgreiða erindið í samræmi við ákvæði skipulagslaga."
Að beiðni Bjarna Reykjalíns hönnuðar funduðu skipulagsfulltrúi, starfsmaður skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúi og Ari Freyr Ólafsson fulltrúi Sýls ehf. miðvikudaginn 30. ágúst síðastliðinn vegna málsins. Þar lístu Bjarni Reykjalín og Ari Freyr Ólafsson yfir óánægju sinni varðandi meðferð málsins eftir afgreiðslu skipulagsnefndar. Lagt fram minnisblað frá framangreindum fundi, tölvupóstar frá Skipulagsstofnun varðandi málsmeðferð um skil gagna, auk tölvupósts frá lögfræðingi hjá Skipulagsstofnun.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að um óverulega breytingu á deiliskipulagi Freyjugötu 25 sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og skuli hún grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Ránarstígs 2, 4, 6 og 8, Hólavegi 1 og Sæmundargötu 2a.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 21 "Ránarstígur 3 - Skipulagsmál". Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 32 Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar 13.07. 2023, eftirfarandi bókað:
“Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 20. júní síðastliðinn þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar Lúðvíks Kemp um leyfi til að byggja við einbýlishús/bílskúr sem stendur á lóðinni nr. 20 við Hólaveg á Sauðárkróki. Meðfylgjandi er aðaluppdrættir, gerðir hjá Áræðni ehf., af Ingvari Gýgjari Sigurðssyni tæknifræðingi, uppdrættir númer A-101, dagsettur 09.06.2023. Einnig meðfylgjandi viðauki, teikningar númer A-201, A202 og A-203 með sömu dagsetningu. Þar sem ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag fyrir svæðið leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Hólavegar 18 og 22, Smáragrundar 1 og Öldustígs 7."
Framkvæmdin var grenndarkynnt dagana 01.08.2023 - 31.08.2023 í samræmi við ofangreinda bókun, tvær umsagnir bárust þar sem fram kemur að ekki séu gerðar athugasemdir við ætlaða framkvæmd, engar aðrar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að heimila umbeðnar framkvæmdir. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 22 "Hólavegur 20 - Fyrirspurn um byggingarleyfi.". Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 32 Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar 27.07. 2023, eftirfarandi bókað:
“Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 16. júní síðastliðinn þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Atla Gunnari Arnórssyni f.h. Trésmiðjunnar Borgar ehf. um leyfi til að endurgera og breyta hluta þakvirkis á iðnaðarhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 1 við Borgarmýri á Sauðárkróki. Meðfylgjandi aðalupppdráttur gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 650204, númer A-100 A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 7. júní 2023. Fyrirliggur yfirlýsing dags. 07.07.2023 móttekin af skipulagsfulltrúa 25.07.2023 þar sem fram kemur að eigendur Borgarmýrar 1a geri ekki athugasemdir við ætlaða framkvæmd skv. framagreindum uppdráttum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr skipulagslaga 123/2010 fyrir, lóðarhöfum , Grundarstígs 14, 16, 18 og 20, Sauðármýrar 1, Borgarmýrar 1A og 3, og Borgartúns 1A."
Framkvæmdin var grenndarkynnt dagana 01.08.2023 - 31.08.2023 í samræmi við ofangreinda bókun, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að heimila umbeðnar framkvæmdir. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 23 "Borgarmýri 1 - Fyrirspurn um byggingarleyfi - Grenndarkynning". Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 32 Guðríður Valtýsdóttir, þinglýstur eigandi jarðarinnar Ás 1 Hegranesi, landnúmer 146365 óskar eftir heimild til að stofna 54.354 m2 (5,4 ha) spildu úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 74921001 útg. 21. júlí 2023. Afstöðuuppdrátturinn var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni.
Óskað er eftir að spildan fái heitið Ás 3.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Landskipti samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu. Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki.
Engin fasteign er á umræddri spildu.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Ás 1, landnr. 146365.
Áformað er að landspildan verði sameinuð aðliggjandi landareign Prestsbæ, landnúmer 217667 til landbúnaðarnotkunar.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar skipulagnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 32 Julian Veith og Viktoría Eik Elvarsdóttir þinglýstir eigendur Syðra-Skörðugil 1, Skagafirði (landnr. 234441), óska eftir heimild til að stofna 676 m2 byggingarreit fyrir íbúðarhús á jörðinni skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S101 í verki 71536003 útg. 08.08.2023. Afstöðuuppdráttur var unnin af Hallgrími Inga Jónssyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarreit að fenginni umsögn Minjavarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar skipulagnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september með átta atkvæðum. Einar E Einarsson óskar bókað að hann vék af undi undir afgreiðslu málsins. -
Skipulagsnefnd - 32 Á fundi skipulagsnefndar 13.07.2023 var Vélsmiðju Grundarfjarðar ehf. úthlutað lóðinni númer 7 við Borgarflöt. Á fundinum eftirfarandi bókað:
„Vélsmiðja Grundarfjarðar sækir um iðnaðarlóðina Borgarflöt 7 á Sauðárkróki. Fyrirhugað er að reisa 800 m2 geymsluhúsnæði. Öllum tilskildum gögnum hefur verið skilað inn til skipulagsfulltrúa. Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.“
5. september sl. bárust gögn frá Hauki Ásgeirssyni byggingarverkfræðingi, dagsett í september 2023 í verki númer 23-58 (Borgarflöt 7 Sauðárkróki, Geymslur, afstöðumynd, staðsetning húss á lóð) ný útgáfa af væntanlegri byggingu á Borgarflöt 7 þar sem gert er ráð fyrir að húsið verði 50 metra langt og 20 metra breitt. Gert er ráð fyrir að húsið skiptist í 10 einingar, séreignir og að möguleiki verði á millilofti allt að 40 fermetrum í hverju bili. Heildargólfflötur húss yrði um 1.400 m². Botnflötur húss 1.000 m². Vegghæð langveggja yrði 5.5 metrar og mænishæð 7.0 metrar.
Skipulagsnefnd telur að með framlögðum gögnum hafi umsækjandi brugðist við því sem skipulagsfulltrúi- og byggingarfulltrúi hafi óskað eftir. Skipulagsnefnd samþykkir umbeðna húsgerð og staðsetningu húss innan lóðarinnar.
Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar skipulagnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 32 Föstudaginn 8. september næstkomandi koma til Sauðárkróks hópur frá félagasamtökunum Icelandic Roots og gefa sveitarfélaginu minnisplatta til minningar um forfeður þeirra sem fóru frá Sauðárkrókshöfn vestur í lönd rétt eftir aldarmótin 1900. Til stendur að reisa þennan minnisplatta á Nöfum, við suðurenda Sauðárkrókskirkjugarðs. Þetta er skilti með stuttum upplýsingum um vesturfaratímabilið, skiltið mun vera um 30x40 cm, fest á staur u.þ.b. 1 m á hæð. Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar mun setja skiltið niður á steyptum grunni sem hægt er að færa. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar skipulagnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september með níu atkvæðum.
-
Skipulagsnefnd - 32 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 22 þann 24.07.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar skipulagnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september með níu atkvæðum.
9.Stofnun hses fyrir fatlað fólk
Málsnúmer 2210253Vakta málsnúmer
"Lögð fram drög að samþykktum fyrir óstofnaða húsnæðissjálfseignarstofnun þar sem tilgangurinn er að að byggja eða kaupa, eiga og hafa umsjón með rekstri og viðhaldi íbúðakjarna fyrir fatlað fólk samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunarinnar ásamt sveitarfélögunum í Austur-Húnavatnssýslu og samþykkir einnig drögin að samþykktunum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlögð drög að samþykktum, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
10.Reglur Skagafjarðar um skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni
Málsnúmer 2308043Vakta málsnúmer
Reglurnar eru háðar samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Nl. vestra um þjónustu við fatlað fólk. Aðildarsveitarfélögin hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leiti og eru þær nú í afgreiðsluferli hjá Skagafirði. Reglurnar fóru til yfirlestrar og ábendinga hjá starfsmönnum málefna fatlaðs fólk áður en þær fóru til afgreiðslu hjá sveitarfélögunum. MIkilvægt er að reglurnar verði kynntar þeim sem nýta skammtímadvöl. Forstöðumaður og ráðgjafar munu fylgja reglunum eftir til kynningar þegar þær hafa fengið samþykki sveitarstjórnar Skagafjarðar.
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að gjaldtaka skv. 3. gr. hefjist ekki fyrr en 1. janúar 2024.“
11.Deiliskipulag frístundabyggðar við Reykjarhól - Varmahlíð
Málsnúmer 2105119Vakta málsnúmer
"Auglýsingu tillögu að deiliskipulagi fyrir Frístundabyggð við Reykjarhól í Varmahlíð lauk 16. ágúst 2023. Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 295/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/295) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Frístundabyggð við Varmahlíð og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir tillögu að deiliskipulagi, með níu atkvæðum, með minniháttar lagfæringum, Frístundabyggð við Varmahlíð og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.
Einnig vísað frá 32. fundi skipulagsnefndar frá 7. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Eftirfarandi nafnatillögur voru sendar inn fyrir götur A og B í fyrirhugaðri frístundabyggð við Reykjarhól í Varmahlíð:
Árhóll, Skógarsel, Ármýri, Hlíðargata, Reykjarmelur, Reykjarsíða, Reykjarlundur, Reykjardalur, Reykjarlist, Reykjarhæð, Reykjarholt, Reykjarmóar, Reykjarstapi, Reykjarvarmi og Reykjarstrókur
Skipulagsnefnd þakkar þeim sem sendu inn nafnatillögur og leggur til við sveitarstjórn að kosið verði um nöfn fyrir umræddar götur með kosningu á heimasíðu sveitarfélagsins.
Fyrir götu A verði kosið um nöfnin: Reykjarmóar, Reykjarvarmi, Reykjarsíða, Skógarsel og Ármýri.
Fyrir götu B verði kosið um nöfnin: Reykjarhæð, Reykjarholt, Reykjarstrókur, Reykjarmelur, Hlíðargata og Árhóll.
Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
12.Ljónsstaðir L230903 - Deiliskipulag
Málsnúmer 2306058Vakta málsnúmer
"Auglýsingu tillögu að deiliskipulagi fyrir Ljónsstaði í Skagafirði lauk 16. ágúst 2023. Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 294/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/294) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Ljónsstaðir í Skagafirði og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma."
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, tillögu að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Ljónsstaðir í Skagafirði, senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir jafnframt, með níu atkvæðum, þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma."
13.Kirkjutorg (143549) Sauðárkrókskirkja - Lóðarmál
Málsnúmer 2108244Vakta málsnúmer
"Lögð fram skipulagslýsing fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki, unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagssvæðið afmarkast af Skógargötu að vestan, Bjarkarstíg að norðan, Aðalgötu að austan og Hlíðarstíg að sunnan. Innan svæðisins er Sauðárkrókskirkja, byggð árið 1892, og var friðlýst þann 1. janúar 1990. Önnur hús innan svæðisins eru aldursfriðuð skv. lögum nr. 80/2012 um menningarminjar. Svæðið er um 2603 m² að stærð. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga."
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir skipulagslýsinguna, með níu atkvæðum og að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga."
14.Ketubjörg - Áningarstaður - Framkvæmdarleyfisumsókn
Málsnúmer 2308098Vakta málsnúmer
"Steinn Leó Sveinsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar sækir fyrir hönd framkvæmdasviðs Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. reglugerðar nr. 772/2012, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingu áningastaða við ferðamannastaðinn Ketubjörg í landi Ketu á Skaga í Skagafirði. Svæðið er á skilgreindum landnotkunarreit fyrir afþreyingar- og ferðamannasvæði AF-2 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Þar er gert ráð fyrir áningarstað í náttúru og gönguleiðum.
Verkið felst í því að byggja upp bílastæði sunnan og norðan Ketubjarga þar sem einnig er gert ráð fyrir bílastæðum fyrir hreyfihamlaða. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi."
Sveitarstjórn Skagafjaðar samþykkir með níu atkvæðum, að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
15.Borgarsíða - Framkvæmdaleyfisumsókn
Málsnúmer 2308097Vakta málsnúmer
"Steinn Leó Sveinsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar sækir fyrir hönd framkvæmdasviðs Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. reglugerðar nr. 772/2012, vegna fyrirhugaðrar gatnagerðar við Borgarsíðu á Sauðárkróki. Verkefnið samræmist gildandi aðalskipulagi Skagafjarðar. Um er að ræða jarðvegsskipti og stofnlagnir veitustofnanna í suðurhluta götunnar sem liggur frá Borgarteigi og að lóð nr. 4 við Borgarsíðu. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi."
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að veita verði umbeðið framkvæmdaleyfi.
16.Veðramót náma - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2308060Vakta málsnúmer
"Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi til Skagafjarðar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í námu 21751 Veðramótsnáma við Hraksíðuá við veg 744-03 Þverárfjallsveg. Efnið er ætlað til lagfæringa á héraðs- og tengivegum. Náman er opin og þarna hefur efni verið unnið í gegnum árin. Áætlað er að vinna þarna um 8000 m3 af malarslitlagsefni. Efnið verður unnið í samráði við landeigendur og gengið verður fá námunni eftir vinnslu í fullu samráði við landeiganda. Náman er skilgreind á efnistökusvæði E-13 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 14. ágúst 2023 til 30. júní 2025. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi."
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að veita verði umbeðið framkvæmdaleyfi.
17.Djúpadalsá náma - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2308061Vakta málsnúmer
"Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi til Skagafjarðar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í námu 18152 Djúpadalsá í landi Minni-Akra við þjóðveg 1. Efnið er ætlað til lagfæringa á bundnum slitlögum og styrkinga á vegum. Náman er opin og þarna hefur efni verið unnið í gegnum árin. Áætlað er að vinna þarna um 10.000 m3 af klæðingarefni. Efnið verður unnið í samráði við landeigendur og gengið verður fá námunni eftir vinnslu í fullu samráði við landeiganda. Verkefnið samræmist gildandi Aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022. Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 14. ágúst 2023 til 30. júní 2025. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi."
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að veita verði umbeðið framkvæmdaleyfi.
18.Hólmagrund 7 - Umsagnarbeiðni vegna byggingarleyfisumsóknar
Málsnúmer 2306107Vakta málsnúmer
"Málið áður á dagskrá sveitarstjórnar 28.06.2023, eftirfarandi bókað: “Vísað frá 27. fundi skipulagsnefndar frá 15. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 30. maí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að byggja bílageymslu og sólstofu sem yrðu viðbyggingar við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 7 við Hólmagrund. Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu, uppdrættir í verki 7846 númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 17. maí 2023. Þar sem ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag fyrir svæðið leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Hólmagrund 5, 9, 14, 16 og 18 ásamt við Fornós 4 og 6. Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Hólmagrund 5, 9, 14, 16 og 18 ásamt við Fornós 4 og 6." Grenndarkynning vegna Hólmagrundar 7 á Sauðárkróki var send út 29.06.2023, engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að heimila umbeðna framkvæmd."
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að heimila umbeðna framkvæmd.
19.Gýgjarhóll 2 L233889 - Beiðni um aðalskipulagsbreytingu
Málsnúmer 2309038Vakta málsnúmer
"Hafsteinn Logi Sigurðarson og Ingvar Gýgjar Sigurðarson eigendur jarðarinnar Gýgjarhóll 2, L233889, fasteignanúmer F2521718 í Skagafirði óska eftir að við endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2020-2035 verði innan jarðarinnar skilgreint verslun og þjónusta (VÞ) ásamt afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF). Áætlað byggingarmagn allt að 1500m².
Meðfylgjandi loftmynd gerir grein fyrir erindinu. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila umbeðna breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá bendir nefndin einnig á að landeigendur geta óskað eftir heimild hjá sveitarstjórn til að vinna sjálfir að gerð deiliskipulags sbr. 2. mgr. 38. gr skipulagslaga. Skulu landeigendur þá taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga, og skal hún lögð fyrir sveitarstjórn á sama tíma og beiðni um heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi.
Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að heimila umbeðna breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
20.Freyjugarðurinn - Deiliskipulag
Málsnúmer 2305141Vakta málsnúmer
"Vinnslutillaga fyrir deiliskipulag Freyjugarðs á Sauðárkróki lögð fram. Skipulagsgögn eru uppdráttur með greinargerð dags. 28. ágúst 2023, unnin á Landslagi ehf. af Önnu Kristínu Guðmundsdóttur. Jafnframt er lagt fram minnisblað um frumhönnun fyrir svæðið. Vinnslutillagan var unnin í samstarfi með Kiwanisklúbbinn Freyju. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Freyjugarðinn á Sauðárkróki í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með átta atkvæðum, að kynna framlagða tillögu á vinnslustigi fyrir Freyjugarðinn á Sauðárkróki í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
21.Ránarstígur 3 - Skipulagsmál
Málsnúmer 2307096Vakta málsnúmer
"Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar þann 27.07.2023 og þá eftirfarandi bókað:
„Bjarni Reykjalín fyrir hönd Sýls ehf. sækir um samþykki á málsmeðferð á byggingarleyfisumsókn vegna þriggja íbúða raðhúss á lóðinni Ránarstíg 3-7, sem kalli ekki á breytingu á gildandi “Deiliskipulagi íbúðarreits milli Sæmundargötu, Ránarstígs og Freyjugötu á Sauðárkróki". Vísað er til byggingarleyfisumsóknar þar sem sótt er um að lengja húsið um 40 cm umfram það sem áður innsendar teikningar gerðu ráð fyrir og grenndarkynntar voru skv. samþykkt sveitarstjórnar 24.11.2021. Helstu frávik sem hér um ræðir eru að húshlutar á austur- og vesturhlið fara óverulega út fyrir byggingarreit eða samtals um 3,97 m2 sem er um 1% af heildarflatarmáli hússins. Nýtingarhlutfall er um 0,34 en leyfilegt nýtingarhlutfall skv. skipulagi er 0,35. Minnsta fjarlægð húss frá lóðarmörkum er um 1,7 m (1,71 m að vestan og 1,68 m að austan). Fjarlægð byggingarreits frá lóðarmörkum er 3,0 m skv. deiliskipulagsskilmálum. Óskað er eftir því að nefndin fjalli um þessa umsókn út frá 2. og 3. mgr. 43. gr og 3. mrg. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir uppfærðum gögnum frá lóðarhafa og afgreiða erindið í samræmi við ákvæði skipulagslaga."
Að beiðni Bjarna Reykjalíns hönnuðar funduðu skipulagsfulltrúi, starfsmaður skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúi og Ari Freyr Ólafsson fulltrúi Sýls ehf. miðvikudaginn 30. ágúst síðastliðinn vegna málsins. Þar lístu Bjarni Reykjalín og Ari Freyr Ólafsson yfir óánægju sinni varðandi meðferð málsins eftir afgreiðslu skipulagsnefndar. Lagt fram minnisblað frá framangreindum fundi, tölvupóstar frá Skipulagsstofnun varðandi málsmeðferð um skil gagna, auk tölvupósts frá lögfræðingi hjá Skipulagsstofnun.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að um óverulega breytingu á deiliskipulagi Freyjugötu 25 sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og skuli hún grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Ránarstígs 2, 4, 6 og 8, Hólavegi 1 og Sæmundargötu 2a."
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að um óverulega breytingu á deiliskipulagi Freyjugötu 25 sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og að hún skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Ránarstígs 2, 4, 6 og 8, Hólavegi 1 og Sæmundargötu 2a."
22.Hólavegur 20 - Fyrirspurn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 2306205Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar 13.07. 2023, eftirfarandi bókað:
“Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 20. júní síðastliðinn þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar Lúðvíks Kemp um leyfi til að byggja við einbýlishús/bílskúr sem stendur á lóðinni nr. 20 við Hólaveg á Sauðárkróki. Meðfylgjandi er aðaluppdrættir, gerðir hjá Áræðni ehf., af Ingvari Gýgjari Sigurðssyni tæknifræðingi, uppdrættir númer A-101, dagsettur 09.06.2023. Einnig meðfylgjandi viðauki, teikningar númer A-201, A202 og A-203 með sömu dagsetningu. Þar sem ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag fyrir svæðið leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Hólavegar 18 og 22, Smáragrundar 1 og Öldustígs 7."
Framkvæmdin var grenndarkynnt dagana 01.08.2023 - 31.08.2023 í samræmi við ofangreinda bókun, tvær umsagnir bárust þar sem fram kemur að ekki séu gerðar athugasemdir við ætlaða framkvæmd, engar aðrar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að heimila umbeðnar framkvæmdir.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með niu atkvæðu, að heimila umbeðnar framkvæmdir.
23.Borgarmýri 1 - Fyrirspurn um byggingarleyfi - Grenndarkynning
Málsnúmer 2306203Vakta málsnúmer
"Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar 27.07. 2023, eftirfarandi bókað:
Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 16. júní síðastliðinn þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Atla Gunnari Arnórssyni f.h. Trésmiðjunnar Borgar ehf. um leyfi til að endurgera og breyta hluta þakvirkis á iðnaðarhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 1 við Borgarmýri á Sauðárkróki. Meðfylgjandi aðalupppdráttur gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 650204, númer A-100 A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 7. júní 2023. Fyrirliggur yfirlýsing dags. 07.07.2023 móttekin af skipulagsfulltrúa 25.07.2023 þar sem fram kemur að eigendur Borgarmýrar 1a geri ekki athugasemdir við ætlaða framkvæmd skv. framagreindum uppdráttum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr skipulagslaga 123/2010 fyrir, lóðahöfum , Grundarstígs 14, 16, 18 og 20, Sauðármýrar 1, Borgarmýrar 1A og 3, og Borgartúns 1A.
Framkvæmdin var grenndarkynnt dagana 01.08.2023 - 31.08.2023 í samræmi við ofangreinda bókun, engar athugasemdir bárust. Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að heimila umbeðnar framkvæmdir."
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðu, að heimila umbeðnar framkvæmdir.
24.Fjárhagsáætlun 2024-2027
Málsnúmer 2308163Vakta málsnúmer
Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstraráætlun ársins 2024 ásamt minnisblaði frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 28. ágúst 2023, varðandi forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2027. Byggðarráð samþykkir fjárhagsramma ársins 2024 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson kvaddi sér hljóðs, þá Einar E. Einarsson og Sigfús Ingi Sigfússon
Framlagður fjárhagsrammi fyrir rekstraráætlun ársins 2024 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
25.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 40
Málsnúmer 2307011FVakta málsnúmer
26.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 41
Málsnúmer 2308008FVakta málsnúmer
27.Fundargerðir SSNV 2023
Málsnúmer 2303051Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 17:55.