Fara í efni

Uppsögn á hólfi 10 og nafnaskipti á 16

Málsnúmer 2308063

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 59. fundur - 23.08.2023

Lagt fram erindi dagsett 15. ágúst 2023 frá Jóni Gísla Jóhannessyni, Hofsósi, þar sem hann segir upp leigu á "Bræðraborgartúninu", hólf nr. 10, 3,2ha f.h. dánarbús föður síns Jóhannesar Pálssonar og óskar eftir því að fá "Gíslatún", hólf 16, 3,0ha sem sömuleiðis var leigt til Jóhannesar Pálssonar, úthlutað til sín.
Byggðarráð vill benda á að öll lönd og landskikar sem sveitarfélagið hefur til leigu eru auglýst og samþykkir því að hólf númer 10 og 16 verði auglýst til leigu.

Byggðarráð Skagafjarðar - 64. fundur - 04.10.2023

Byggðarráð samþykkti á 59. fundi sínum þann 23. ágúst 2023 að auglýsa hólf númer 10 og 16 verði auglýst til leigu. Umsóknir bárust frá Guðrúnu Þ. Ágústsdóttur og Gunnari Jóni Eysteinssyni um hólf nr. 10 (Bræðraborgartúnið) og Jón Gísli Jóhannesson um hólf nr. 16 (Gíslatún). Hólfin verða leigð frá 1. janúar 2024.
Dregið var á milli Guðrúnar og Gunnars og varð Guðrún hlutskarpari og samþykkir byggðarráð að hún fái hólf númer 10 til leigu og Jón Gísli hólf nr. 16. Hólfin eru leigð til fimm ára. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sjá um að gera leigusamninga um hólfin.