Fara í efni

Borgarsíða - Framkvæmdaleyfisumsókn

Málsnúmer 2308097

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 31. fundur - 24.08.2023

Steinn Leó Sveinsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar sækir fyrir hönd framkvæmdasviðs Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. reglugerðar nr. 772/2012, vegna fyrirhugaðrar gatnagerðar við Borgarsíðu á Sauðárkróki. Verkefnið samræmist gildandi aðalskipulagi Skagafjarðar. Um er að ræða jarðvegsskipti og stofnlagnir veitustofnanna í suðurhluta götunnar sem liggur frá Borgarteigi og að lóð nr. 4 við Borgarsíðu.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 17. fundur - 13.09.2023

Vísað frá 31. fundi skipulagsnefndar frá 24. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Steinn Leó Sveinsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar sækir fyrir hönd framkvæmdasviðs Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. reglugerðar nr. 772/2012, vegna fyrirhugaðrar gatnagerðar við Borgarsíðu á Sauðárkróki. Verkefnið samræmist gildandi aðalskipulagi Skagafjarðar. Um er að ræða jarðvegsskipti og stofnlagnir veitustofnanna í suðurhluta götunnar sem liggur frá Borgarteigi og að lóð nr. 4 við Borgarsíðu. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að veita verði umbeðið framkvæmdaleyfi.