Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. ágúst 2023 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 151/2023, "Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga". Umsagnarfrestur er til og með 06.09.2023.
Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki skuli hafa verið veittur lengri umsagnarfrestur en raun ber vitni um drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga. Um mikilvæga reglugerð er að ræða sem snýr að hornsteini lýðræðis hvers samfélags, atkvæðisrétti íbúa.
Byggðarráð Skagafjarðar harmar að reglugerðin taki ekki til undirbúnings, framkvæmdar og fyrirkomulags rafrænna íbúakosninga og gerð rafrænnar kjörskrár, sbr. 134. grein sveitarstjórnarlaga, en ekki verður betur séð en að síðasta reglugerð sem gilti um slíkt fyrirkomulag hafi verið felld úr gildi 31. maí sl. Byggðarráð telur eðlilegt að gert sé ráð fyrir að rafrænar kosningar geti átt við, að lágmarki þegar kemur að íbúakosningum um einstök málefni að frumkvæði íbúa viðkomandi sveitarfélags. Póstkosningar í slíkum tilfellum geta bæði reynst mun dýrari og óáreiðanlegri en rafrænar kosningar, þegar tekið er tillit til núverandi þjónustustigs Póstsins á landsbyggðinni og afhendingaröryggis, miðað við kröfu um að kjörskrá sé gerð aðgengileg í síðasta lagi 14 dögum áður en atkvæðagreiðsla skuli hefjast. Þá má ætla að rafrænar íbúakosningar geti stuðlað að almennari þátttöku íbúa í slíkum kosningum.
Byggðarráð telur enn fremur að skýra þurfi ákvæði sem lýtur að gerð atkvæðaseðils í 17. grein en nauðsynlegt er að fram komi með skýrari hætti hvaða sveitarstjórn er um að ræða og ber ábyrgð á gerð atkvæðaseðils af þeim sem möguleg sameining snýst um.
Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki skuli hafa verið veittur lengri umsagnarfrestur en raun ber vitni um drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga. Um mikilvæga reglugerð er að ræða sem snýr að hornsteini lýðræðis hvers samfélags, atkvæðisrétti íbúa.
Byggðarráð Skagafjarðar harmar að reglugerðin taki ekki til undirbúnings, framkvæmdar og fyrirkomulags rafrænna íbúakosninga og gerð rafrænnar kjörskrár, sbr. 134. grein sveitarstjórnarlaga, en ekki verður betur séð en að síðasta reglugerð sem gilti um slíkt fyrirkomulag hafi verið felld úr gildi 31. maí sl. Byggðarráð telur eðlilegt að gert sé ráð fyrir að rafrænar kosningar geti átt við, að lágmarki þegar kemur að íbúakosningum um einstök málefni að frumkvæði íbúa viðkomandi sveitarfélags. Póstkosningar í slíkum tilfellum geta bæði reynst mun dýrari og óáreiðanlegri en rafrænar kosningar, þegar tekið er tillit til núverandi þjónustustigs Póstsins á landsbyggðinni og afhendingaröryggis, miðað við kröfu um að kjörskrá sé gerð aðgengileg í síðasta lagi 14 dögum áður en atkvæðagreiðsla skuli hefjast. Þá má ætla að rafrænar íbúakosningar geti stuðlað að almennari þátttöku íbúa í slíkum kosningum.
Byggðarráð telur enn fremur að skýra þurfi ákvæði sem lýtur að gerð atkvæðaseðils í 17. grein en nauðsynlegt er að fram komi með skýrari hætti hvaða sveitarstjórn er um að ræða og ber ábyrgð á gerð atkvæðaseðils af þeim sem möguleg sameining snýst um.