Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
1.Stofnun hses fyrir fatlað fólk
Málsnúmer 2210253Vakta málsnúmer
2.Inniloft í skólum - Beiðni um gögn
Málsnúmer 2308149Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. ágúst 2023 frá Umhverfisstofnun. Umhverfisstofnun hefur hafið vinnu við gerð stöðumats á innilofti í skólum og leikskólum Íslandi. Stofnunin óskar eftir því fá afhentar þær úttektir og rannsóknir sem tengjast innilofti í skólum og leikskólum í sveitafélaginu. Einnig er óskað eftir að fá afhentar þær ábendingar og kvartanir sem sveitarfélaginu hefur borist vegna innilofts, myglu eða tengdum málum í skólum og leikskólum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sjá til þess að umbeðin tiltæk gögn verði send Umhverfisstofnun.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sjá til þess að umbeðin tiltæk gögn verði send Umhverfisstofnun.
3.Reglur Skagafjarðar um skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni
Málsnúmer 2308043Vakta málsnúmer
Lögð fram svohljóðandi bókun 15. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 31. ágúst 2023: "Fyrir fundinum lágu reglur Skagafjarðar um skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni, reglurnar grundvallast á 17.gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og reglugerð nr. 1037/2018 um starfsemi og aðbúnað á skammtímadvalarstöðum. Reglunar eru einnig háðar samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Aðildarsveitarafélögin hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leiti. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og vísar þeim til afgreiðslu byggðaráðs."
Einnig lagðar fram Reglur Skagafjarðar um skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Einnig lagðar fram Reglur Skagafjarðar um skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
4.Samráð; Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga
Málsnúmer 2308104Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. ágúst 2023 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 151/2023, "Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga". Umsagnarfrestur er til og með 06.09.2023.
Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki skuli hafa verið veittur lengri umsagnarfrestur en raun ber vitni um drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga. Um mikilvæga reglugerð er að ræða sem snýr að hornsteini lýðræðis hvers samfélags, atkvæðisrétti íbúa.
Byggðarráð Skagafjarðar harmar að reglugerðin taki ekki til undirbúnings, framkvæmdar og fyrirkomulags rafrænna íbúakosninga og gerð rafrænnar kjörskrár, sbr. 134. grein sveitarstjórnarlaga, en ekki verður betur séð en að síðasta reglugerð sem gilti um slíkt fyrirkomulag hafi verið felld úr gildi 31. maí sl. Byggðarráð telur eðlilegt að gert sé ráð fyrir að rafrænar kosningar geti átt við, að lágmarki þegar kemur að íbúakosningum um einstök málefni að frumkvæði íbúa viðkomandi sveitarfélags. Póstkosningar í slíkum tilfellum geta bæði reynst mun dýrari og óáreiðanlegri en rafrænar kosningar, þegar tekið er tillit til núverandi þjónustustigs Póstsins á landsbyggðinni og afhendingaröryggis, miðað við kröfu um að kjörskrá sé gerð aðgengileg í síðasta lagi 14 dögum áður en atkvæðagreiðsla skuli hefjast. Þá má ætla að rafrænar íbúakosningar geti stuðlað að almennari þátttöku íbúa í slíkum kosningum.
Byggðarráð telur enn fremur að skýra þurfi ákvæði sem lýtur að gerð atkvæðaseðils í 17. grein en nauðsynlegt er að fram komi með skýrari hætti hvaða sveitarstjórn er um að ræða og ber ábyrgð á gerð atkvæðaseðils af þeim sem möguleg sameining snýst um.
Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki skuli hafa verið veittur lengri umsagnarfrestur en raun ber vitni um drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga. Um mikilvæga reglugerð er að ræða sem snýr að hornsteini lýðræðis hvers samfélags, atkvæðisrétti íbúa.
Byggðarráð Skagafjarðar harmar að reglugerðin taki ekki til undirbúnings, framkvæmdar og fyrirkomulags rafrænna íbúakosninga og gerð rafrænnar kjörskrár, sbr. 134. grein sveitarstjórnarlaga, en ekki verður betur séð en að síðasta reglugerð sem gilti um slíkt fyrirkomulag hafi verið felld úr gildi 31. maí sl. Byggðarráð telur eðlilegt að gert sé ráð fyrir að rafrænar kosningar geti átt við, að lágmarki þegar kemur að íbúakosningum um einstök málefni að frumkvæði íbúa viðkomandi sveitarfélags. Póstkosningar í slíkum tilfellum geta bæði reynst mun dýrari og óáreiðanlegri en rafrænar kosningar, þegar tekið er tillit til núverandi þjónustustigs Póstsins á landsbyggðinni og afhendingaröryggis, miðað við kröfu um að kjörskrá sé gerð aðgengileg í síðasta lagi 14 dögum áður en atkvæðagreiðsla skuli hefjast. Þá má ætla að rafrænar íbúakosningar geti stuðlað að almennari þátttöku íbúa í slíkum kosningum.
Byggðarráð telur enn fremur að skýra þurfi ákvæði sem lýtur að gerð atkvæðaseðils í 17. grein en nauðsynlegt er að fram komi með skýrari hætti hvaða sveitarstjórn er um að ræða og ber ábyrgð á gerð atkvæðaseðils af þeim sem möguleg sameining snýst um.
5.Samráð; Áform um lagasetningu - breyting á búvörulögum nr. 99 1993, framleiðendafélög
Málsnúmer 2308157Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. ágúst 2023 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 156/2023, "Áform um lagasetningu - Breyting á búvörulögum nr. 99/1993 - Framleiðendafélög". Umsagnarfrestur er til og með 11.09.2023.
Í Skagafirði er kraftmikil búvöruframleiðsla hjá mörgum bændum sem stunda sauðfjárrækt, nautgriparækt, mjólkurframleiðslu, kornrækt og grænmetisframleiðslu svo eitthvað sé talið. Mikilvægi þessara atvinnugreina er mikið en vegna þeirra eru einnig reknar öflugar afurðastöðvar í bæði kjöti og mjólk til að vinna þessar afurðir og gera þær tilbúnar fyrir neytendur. Samkeppni um markaðinn er hins vegar hörð og þá ekki síst við innfluttar landbúnaðarvörur sem leyft er að flytja til landsins í auknum mæli og þaðan sem framleiðslan býr við allt annan aðbúnað og í mörgum tilfellum minni gæðakröfur en gerðar eru hér á landi. Tölur sýna einnig að kostnaðarverð íslenskra landbúnaðarvara er oft hátt og þá ekki síst kjötvörurnar þótt hlutfall matarkörfunnar af heildarútgjöldum heimila sé lægra hér en meðaltal um 30 Evrópulanda. Þegar þessi kostnaður er greindur frekar kemur fram að mikil kostnaðaraukning verður í afurðastöðvum við slátrun, vinnslu og markaðssetningu varanna. Samkvæmt greiningum sem gerðar hafa verið virðist sá kostnaður oft ráðast af litlum möguleikum afurðastöðva til hagræðingar og samvinnu sem myndi leiða til aukinnar hagkvæmni í vinnslunni. Byggðarráð Skagafjarðar vill því fagna því að verið sé að gera þær breytingar á búvörulögum sem þarf til hægt sé að endurskipuleggja og hagræða í slátrun og kjötvinnslu. Mikilvægt er að tryggja að afurðastöðvarnar skili sem mestum verðmætum til bænda, meðal annars með aukinni fullvinnslu aukaafurða á þeirra vegum eða þriðja aðila. Aukin samvinna afurðastöðva á að lækka vinnslukostnaðinn og auka verðmætasköpunina sem kemur þá bæði bændum og neytendum til góða ásamt því að innlend framleiðsla verður samkeppnishæfari við innfluttar vörur.
Í Skagafirði er kraftmikil búvöruframleiðsla hjá mörgum bændum sem stunda sauðfjárrækt, nautgriparækt, mjólkurframleiðslu, kornrækt og grænmetisframleiðslu svo eitthvað sé talið. Mikilvægi þessara atvinnugreina er mikið en vegna þeirra eru einnig reknar öflugar afurðastöðvar í bæði kjöti og mjólk til að vinna þessar afurðir og gera þær tilbúnar fyrir neytendur. Samkeppni um markaðinn er hins vegar hörð og þá ekki síst við innfluttar landbúnaðarvörur sem leyft er að flytja til landsins í auknum mæli og þaðan sem framleiðslan býr við allt annan aðbúnað og í mörgum tilfellum minni gæðakröfur en gerðar eru hér á landi. Tölur sýna einnig að kostnaðarverð íslenskra landbúnaðarvara er oft hátt og þá ekki síst kjötvörurnar þótt hlutfall matarkörfunnar af heildarútgjöldum heimila sé lægra hér en meðaltal um 30 Evrópulanda. Þegar þessi kostnaður er greindur frekar kemur fram að mikil kostnaðaraukning verður í afurðastöðvum við slátrun, vinnslu og markaðssetningu varanna. Samkvæmt greiningum sem gerðar hafa verið virðist sá kostnaður oft ráðast af litlum möguleikum afurðastöðva til hagræðingar og samvinnu sem myndi leiða til aukinnar hagkvæmni í vinnslunni. Byggðarráð Skagafjarðar vill því fagna því að verið sé að gera þær breytingar á búvörulögum sem þarf til hægt sé að endurskipuleggja og hagræða í slátrun og kjötvinnslu. Mikilvægt er að tryggja að afurðastöðvarnar skili sem mestum verðmætum til bænda, meðal annars með aukinni fullvinnslu aukaafurða á þeirra vegum eða þriðja aðila. Aukin samvinna afurðastöðva á að lækka vinnslukostnaðinn og auka verðmætasköpunina sem kemur þá bæði bændum og neytendum til góða ásamt því að innlend framleiðsla verður samkeppnishæfari við innfluttar vörur.
6.Samráð; Áform um breytingu á lögum um framhaldsskóla (vinnustaðanám, innritun o.fl.)
Málsnúmer 2309027Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. ágúst 2023 þar sem mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 157/2023, "Áform um breytingu á lögum um framhaldsskóla (vinnustaðanám, innritun o.fl.)". Umsagnarfrestur er til og með 11.09.2023.
7.Fjárhagsupplýsingar 2023
Málsnúmer 2309015Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar - júní 2023.
8.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2023
Málsnúmer 2309029Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf dagsett 31. ágúst 2023 frá innviðaráðuneytinu þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, miðvikudaginn 20. september 2023 í Reykjavík. Sveitarstjóri verður fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
9.Aðalfundur fulltrúaráðs EBÍ 2023
Málsnúmer 2308124Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 23. ágúst 2023 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands. Tilkynnt er aðildarsveitarfélögum að í samræmi við 10.gr laga 68/1994 um EBÍ verður aðalfundur fulltrúaráðs félagsins haldinn á Berjaya Reykjavík Natura Hótel föstudaginn 6. október 2023.
10.Málþing á Raufarhöfn - Brothættar byggðir
Málsnúmer 2308189Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 29. ágúst 2023 frá Byggðastofnun um málþing um byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir sem verður haldið á Raufarhöfn fimmtudaginn 5. október 2023.
Fundi slitið - kl. 15:20.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunarinnar ásamt sveitarfélögunum í Austur-Húnavatnssýslu og samþykkir einnig drögin að samþykktunum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.