Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 14

Málsnúmer 2309014F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 18. fundur - 25.10.2023

Fundargerð 14. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 19. september 2023 lögð fram til afgreiðslu á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 14 Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri bar upp tillögu þess efnis að Eyrún Sævarsdóttir, fulltrúi B-lista, verði varaformaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
    Nefndin samþykkir tillöguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 14 Lögð fram til kynningar upplýsingasíða um vinnu sjö starfshópa sem skila eiga tillögu að aðgerðum í aðgerðaráætlun fyrir ferðaþjónustustefnu ríkisins til ársins 2030. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 14 Teknar fyrir tillögur að forgangsverkefnum fyrir Áfangastaðaáætlun Norðurlands sem auglýst var eftir þann 24.08.2023. Forgangslistinn er uppfærður árlega.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að setja eftirfarandi forgangsverkefni í Áfangastaðaáætlun Norðurlands.

    Staðarbjargavík
    Hólar í Hjaltadal
    Austurdalur
    Glaumbær
    Kakalaskáli
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 14 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Erlu Valgarðsdóttur fyrir hönd Kirkjukórs Glaumbæjarprestakalls, dagsett 10.09.2023, vegna þátttöku kórsins í menningarvöku sem haldin er bænum Rheinsberg í Þýskalandi í nóvember.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið en getur ekki styrkt ferðina að þessu sinni. Nefndin bendir jafnframt á Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir styrki sem þessa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 14 Magnús Barðdal verkefnastjóri fjárfestinga á SSNV mætti á fundinn og stýrði vinnustofu um stefnumótun í atvinnumálum Skagafjarðar. Niðurstöður vinnustofunnar verða lagðar fyrir sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.