Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 63

Málsnúmer 2309022F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 18. fundur - 25.10.2023

Fundargerð 63. fundar byggðarráðs frá 26. september 2023 lögð fram til afgreiðslu á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • .1 2211242 Ósk um fund
    Byggðarráð Skagafjarðar - 63 Málið áður á dagskrá 62. fundar byggðarráðs þann 19. september 2023. Lagt fram bréf dagsett 17. september 2023 frá skíðadeild UMF Tindastóls varðandi skíðasvæðið í Tindastóli. Með bréfi þessu er óskað eftir samtali og samstarfi við sveitarfélögin á Norðurlandi vestra um aðkomu að rekstrarstuðningi við svæðið. Sigurður Bjarni Rafnsson formaður skíðadeildar UMFT og Sigurður Hauksson framkvæmdastjóri skíðasvæðisins komu undir þessum dagskrárlið, til viðræðu við byggðarráð um rekstur og framtíðarsýn vegna skíðasvæðisins. Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 63 Sjókvíaeldi hefur vaxið með miklum hraða síðustu ár sem er jákvætt hvað varðar þjóðarframleiðslu og þá atvinnu sem framleiðslan skapar. En því miður virðist hvorki eftirlit eða umgjörð greinarinnar hafa náð að fylgja þessum vexti eftir samkvæmt stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. Niðurstaðan er í raun sú að eftirlitið er veikburða og regluverkið ófullnægjandi. Tryggja verður betra regluverk og sterkara eftirlit með sjókvíaeldi þannig að slys eins og það sem nú hefur gerst á Patreksfirði endurtaki sig ekki. Áhættan af mögulegri erfðablöndun er ekki óumdeild og hugsanlega er hún minni en sumir halda. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að eldisfiskar eru ekki sú fisktegund sem veiðimenn eða aðrir landsmenn vilja hafa í íslenskum ám. Það er í öllum tilfellum slæmt þegar dýr í eldi, í þessu tilfelli fiskar, sleppa út í náttúruna og valda þar usla og hugsanlegum skaða á lífríkinu. Margir bændur, landeigendur og ferðaþjónustuaðilar hafa í dag miklar tekjur af laxveiðiám og þeirri hreinu ímynd sem þær hafa. Það að skemma þá ímynd er grafalvarlegt mál og getur þýtt mikið tekjutap fyrir landeigendur. Byggðarráð Skagafjarðar skorar því á matvælaráðherra að sjá til þess að þeir sem hafa til þess leyfi að stunda sjókvíaeldi fari eftir þeim reglum sem í gildi eru, ásamt því að allar hugsanlegar öryggisráðstafanir séu gerðar til að koma í veg fyrir að slys sem þessi endurtaki sig. Bókun fundar Forseti gerir að tillögu sinni að bókun byggðarráðs verði gerð að bókun sveitarstjórnar, og hljóðar þá eftirfarandi:

    "Sjókvíaeldi hefur vaxið með miklum hraða síðustu ár sem er jákvætt hvað varðar þjóðarframleiðslu og þá atvinnu sem framleiðslan skapar. En því miður virðist hvorki eftirlit eða umgjörð greinarinnar hafa náð að fylgja þessum vexti eftir samkvæmt stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. Niðurstaðan er í raun sú að eftirlitið er veikburða og regluverkið ófullnægjandi. Tryggja verður betra regluverk og sterkara eftirlit með sjókvíaeldi þannig að slys eins og það sem nú hefur gerst á Patreksfirði endurtaki sig ekki. Áhættan af mögulegri erfðablöndun er ekki óumdeild og hugsanlega er hún minni en sumir halda. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að eldisfiskar eru ekki sú fisktegund sem veiðimenn eða aðrir landsmenn vilja hafa í íslenskum ám. Það er í öllum tilfellum slæmt þegar dýr í eldi, í þessu tilfelli fiskar, sleppa út í náttúruna og valda þar usla og hugsanlegum skaða á lífríkinu. Margir bændur, landeigendur og ferðaþjónustuaðilar hafa í dag miklar tekjur af laxveiðiám og þeirri hreinu ímynd sem þær hafa. Það að skemma þá ímynd er grafalvarlegt mál og getur þýtt mikið tekjutap fyrir landeigendur.

    Sveitarstjórn Skagafjarðar skorar því á matvælaráðherra að sjá til þess að þeir sem hafa til þess leyfi að stunda sjókvíaeldi fari eftir þeim reglum sem í gildi eru, ásamt því að allar hugsanlegar öryggisráðstafanir séu gerðar til að koma í veg fyrir að slys sem þessi endurtaki sig.

    Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

    Afgreiðsla 63. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 63 Erindið áður á 56. fundi byggðarráðs þann 12. júlí 2023. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. júní 2023 frá Ólöfu Ýrr Atladóttur f.h. Sótahnjúks ehf. þar sem óskað er eftir því að ganga til viðræðna við Skagafjörð um áframhaldandi rekstur Barðslaugar að Sólgörðum.
    Eftir fund byggðarráðs í dag munu byggðarráðsfulltrúar fara og heimsækja fulltrúa Sótahnjúks ehf. að Sólgörðum í Fljótum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 63 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. september 2023 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 168/2023, "Frumvörp til laga um Loftslagsstofnun og Náttúruverndar- og minjastofnun". Umsagnarfrestur er til og með 04.10.2023.
    Byggðarráð Skagafjarðar er fylgjandi sameiningum stofnana ef þær leiða til styrkingar starfsemi og stjórnsýslu þeirra, sé sameiningin gerð í sátt við starfsfólk viðkomandi stofnana. Mikill ávinningur er ef sameiningunni fylgir efling starfsemi þeirra á landsbyggðinni, svo sem lagt er upp með í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Íslands, til að styðja við byggðaþróun og valfrelsi í búsetu og markmið um hlutfall opinberra starfa á landsbyggðinni.
    Komi til sameiningar Orkustofnunar og þess hluta starfsemi Umhverfisstofnunar er lýtur að umhverfis- og loftslagsmálum annars vegar og samruna náttúruverndarhluta Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þjóðgarðsins á Þingvöllum hins vegar, áréttar byggðarráð Skagafjarðar framangreind stefnumið ríkisstjórnar Íslands og minnir um leið á góð húsakynni Minjastofnunar á Sauðárkróki þar sem hægðarleikur er að fjölga starfsfólki og efla starfsemina enn frekar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 63 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 19. september 2023 frá Drangey, smábátafélagi Skagafjarðar, þar sem kynntar eru ályktanir aðalfundar félagsins þann 13. september 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar byggðarráðs staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.