Félagsmála- og tómstundanefnd - 16
Málsnúmer 2309024F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 18. fundur - 25.10.2023
Fundargerð 16. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 28. september 2023 lögð fram til afgreiðslu á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 16 Lögð fram styrkbeiðni frá Stígamótum vegna starfsemi samtakanna. Nefndin telur sér ekki fært að veita styrk að þessu sinni en óskar Stígamótum alls góðs í störfum sínum. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 16 Lagðar fram nýjar, ósamþykktar reglur Skagafjarðar um notendasamninga sbr. 28.gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og 10.gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Við framkvæmd reglna þessara skal framfylgja þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist og þá sérstaklega samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Reglurnar voru unnar af aðilum fagráðs málefni fatlaðs fólks sem samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti í ágúst sl. og vísaði þeim til umfjöllunar framkvæmdaráðs og til afgreiðslu hjá hverri sveitarstjórn aðildarfélaga þjónustusamnings um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Framkvæmdaráð fjallaði um reglunar á fundi sínum 11.september sl. Málið áður á dagská félagsmála- og tómstundanefndar 26.júní sl.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til afgreiðslu í byggðaráði. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 16 Samningur við Félag eldri borgara í Skagafirði sem fyrirhugað er að skrifa undir þann 2. október nk. lagður fram til kynningar. Samningurinn gildir til loka september 2026.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til afgreiðslu í byggðaráði. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 16 VG og Óháð ásamt Byggðalista óska eftir því að fá upplýsingar um hvar vinnu tillagan ,,Matarþjónusta - Eldri borgarar´´ sem samþykkt var á fundi Félagsmála- og tómstundanefnd þann 1. desember síðast liðinn sé stödd? Þar samþykkir nefndin að beita sér fyrir samráði við eldri borgara í Skagafirði um mögulegt fyrirkomulag matarþjónustu svo unnt sé að koma í framkvæmd þeirri lögbundnu grunnþjónustu að allir eldri borgarar í Skagafirði hefi kost á því að fá keyptan heitan mat með forgöngu sveitarfélagsins. VG og Óháð ásamt Byggðalista hafa lagt mikla áherslu á að Skagafjörður sinni matarþjónustu fyrir alla eldri borgara í Skagafirði en ekki einungis þeim sem búa á Sauðárkróki. Í kjölfar samráðsferlis átti að kynna nefndinni niðurstöður. Í framhaldi átti að taka ákvörðun um hvaða útfærslur á matarþjónustu væri unnt að bjóða eldri borgurum í Skagafirði með það að markmiði að þjónustan hæfist eigi síðar en í ágústmánuði 2023.
Meirihluti félagsmála- og tómstundanefndar leggur mikla áherslu á að hleypt sé af stokkunum reynsluverkefni um heppilegasta fyrirkomulag matarþjónustu fyrir eldri borgara í dreifbýli og þéttbýli Skagafjarðar. Vegna mikils álags á starfsfólk félagsþjónustu Skagafjarðar í sumar hefur því miður ekki reynst unnt að fylgja verkefninu nægjanlega eftir en meirihlutinn fagnar því að framundan sé samráðsferli við öldungaráð Skagafjarðar um málið og auglýsing um þátttöku í reynsluverkefninu fylgi strax í kjölfarið.
Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 tiltaka að sveitarstjórn skuli sjá um að félagsþjónusta aldraðra sé fyrir hendi í sveitarfélaginu eftir þörfum, m.a. heimaþjónusta, félagsráðgjöf og heimsending matar. Ekki er tilgreint nánar um fyrirkomulag þjónustunnar eða greiðsluskiptingu á milli þjónustuþega annars vegar og þjónustuveitenda hins vegar.
Meirihluti félagsmála- og tómstundanefndar leggur áherslu á að fylgt sé fyrri ákvörðunum nefndarinnar frá m.a. 7. fundi hennar 1. desember sl. og 11. fundi 13. apríl sl., um að heimsendur matur verði í boði gegn greiðslu, líkt og þekkist hjá mörgum sveitarfélögum þar sem innheimt er fyrir mat og akstur. Ljóst er að akstur um víðfeðmt hérað getur valdið miklum kostnaði og getur jafnframt verið ákveðinn þröskuldur hvað framreiðslu matarins varðar. Því er nauðsynlegt að skoða allar færar leiðir til að tryggja skynsamlega útfærslu til framtíðar og að kostnaði vegna veittrar þjónustu sé haldið í lágmarki.
Nefndin felur starfsmönnum að auglýsa eftir þátttakendum í verkefnið sem fyrst og ákvarðanir um næstu skref verkefnisins teknar á fundi nefndarinnar í nóvember. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 16 Ungmennaþing á vegum SSNV verður haldið þann 5. október nk. á Blönduósi. Markmið þingsins er að valdefla ungt fólk í landshlutanum og standa að vettvangi þar sem þeim gefst tækifæri til þess að tjá skoðanir sínar. Þemað á þessu fyrsta ungmennaþingi SSNV verður umhverfismál og nýsköpun. Ungmennaþing hefur verið kynnt fyrir Ungmennaráði Skagafjarðar. Frá Skagafirði munu mæta 4-5 ungmenni auk frístundastjóra.
Nefndin fagnar framtaki SSNV. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 16 Tómstundadagurinn í ár verður haldinn í Hinu húsinu í Reykjavík, föstudaginn 13. október kl. 8:45-12:00 og einnig í streymi. Viðburðurinn er fyrir öll sem starfa á vettvangi frítímans, hvort sem það er innan sveitarfélaganna eða í frjálsum félagasamtökum. Á dagskrá í ár eru erindi sem öll tengjast frístundastarfi og farsæld barna.
Nefndin hvetur áhugasöm að kynna sér dagskrá tómstundadagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 16 Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2024. Fyrsta tillaga að skiptingu fjármuna á milli stofnana félagsmála- og tómstundamála yfirfarin. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu stafsmanna. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir framlagðan fjárhagsramma 2024 og vísar til umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Jafnframt felur nefndin sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 16 Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2024. Fyrsta tillaga að skiptingu fjármuna á milli stofnana félagsmála- og tómstundamála yfirfarin. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu stafsmanna. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir framlagðan fjárhagsramma 2024 og vísar til umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Jafnframt felur nefndin sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 16 Eitt mál tekið fyrir og fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.