Fara í efni

Samningur um refaveiðar 2023-2025

Málsnúmer 2309177

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd - 12. fundur - 17.10.2023

Lögð fram áætlun Umhverfisstofnunar frá 2. mars 2023 um refaveiðar fyrir tímabilið 2023-2026, ásamt samningi um refaveiðar fyrir árin 2023-2025 og gildir til 31. desember 2025. Markmið samningsins er að hafa yfirsýn yfir þær aðgerðir sem þarf til að stemma stigu við fjölgun refa og draga úr tjóni af þeirra völdum sem og að skapa fyrirsjáanleika varðandi endurgreiðslur ríkissjóðs vegna refaveiða sveitarfélaga.
Landbúnaðarnefnd leggur til að samningur um refaveiðar fyrir árin 2023-2025 verði undirritaður.