Fara í efni

Aðsóknartölur sundlauganna 2023

Málsnúmer 2309240

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 17. fundur - 01.11.2023

Frístundastjóri fór yfir aðsóknartölur sundlauganna í Skagafirði fyrir árið 2023. Aðsókn fyrstu níu mánuði ársins hefur verið með ágætum eða sem nemur 3% aukningu. Aðsókn í laugina á Sauðárkróki hefur aukist á milli ára en aðsókn í laugarnar á Hofsósi og í Varmahlíð hefur staðið í stað.

Félagsmála- og tómstundanefnd - 20. fundur - 01.02.2024

Lagt fram minnisblað frá frístundastjóra um aðsóknartölur sundlauga í Skagafirði árið 2023. Aðsóknin var með miklum ágætum og var t.a.m. slegið aðsóknarmet í Sundlaug Sauðárkróks en gestir hennar voru alls 39.877. Alls sóttu 28.800 manns laugina á Hofsósi en aðsóknin var heldur minni en árið 2022. Í Varmahlíð var lítil breyting á milli ára en árið 2023 voru gestir laugarinnar 23.070 talsins.