Tilmæli félags- og vinnumarkaðsráðherra v 15 gr.félagsþj.laga
Málsnúmer 2309265
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 17. fundur - 01.11.2023
Lögð fram tilmæli félags- og vinnumarkaðsráðherra til félagsþjónustu sveitarfélaga. Varðar aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á þjónustu á grundvelli 33.gr. laga um útlendinga. Gerðar hafa verið breytingar á reglum nr. 520/2021, um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara og endurgreiðslur fjárhagsaðstoðar úr ríkissjóði. Breytingar hafa verið gerðar með það að markmiði að skýra hvað komi til endurgreiðslu úr ríkissjóði á grundvelli 15.gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, í tengslum við kostnað sveitarfélaga vegna aðstoðar við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á þjónustu á grundvelli 33.gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016.