Fara í efni

Fundur um byggðakvóta o.fl.

Málsnúmer 2309266

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 64. fundur - 04.10.2023

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. september 2023 þar sem Magnús Jónsson formaður Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar, óskar eftir fundi með byggðarráði til að ræða málefni smábátaútgerðarinnar, einkum byggðakvóti, hafnarmál o. fl.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að boða forsvarsmenn Drangeyjar, smábátafélags og FISK Seafood á fund ásamt fulltrúum atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.

Byggðarráð Skagafjarðar - 68. fundur - 01.11.2023

Málið áður á dagskrá 64. fundar byggðarráðs þann 4. október 2023. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. september 2023 þar sem Magnús Jónsson formaður Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar, óskar eftir fundi með byggðarráði til að ræða málefni smábátaútgerðarinnar, einkum byggðakvóti, hafnarmál o. fl.
Á fund byggðarráðs komu fulltrúar Drangeyjar, Magnús Jónsson og Þorvaldur Steingrímsson til viðræðu meðal annars um tilvonandi byggðakvótaúthlutun fyrir komandi ár.