Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
1.Fundur um byggðakvóta o.fl.
Málsnúmer 2309266Vakta málsnúmer
2.Sjávarútvegsmálefni
Málsnúmer 2310286Vakta málsnúmer
Undir þessum dagskrárlið komu fulltrúar frá FISK Seafood ehf., Friðbjörn Ásbjörnsson og Kristinn Kristófersson til viðræðu um starfsemi fyrirtækisins, þróun og vaxtarmöguleika.
3.Málmey - afnota og leigusamningur - nýr umsjónaraðili
Málsnúmer 2208173Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá 61. fundar byggðarráðs þann 13. september 2023 sem bókaði svo: "Páll Magnússon hefur látið af störfum sem umsjónarmaður með Málmey. Sveitarstjóri hefur fundað með forstjóra Vegagerðarinnar um málið og aðilar eru sammála um að rétt sé að sveitarfélagið auglýsi eftir nýjum umsjónarmanni með eyjunni. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa eftir umsjónarmanni með eyjunni.". Í auglýsingu féll niður að geta um umsóknarfrest svo það þarf að auglýsa aftur með slíkum.
Jóhanna Ey Harðardóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið og í hennar stað tók Sveinn Þ. Finster Úlfarsson þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa embættið aftur og hafa umsóknarfrest til 22. nóvember 2023.
Jóhanna Ey Harðardóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið og í hennar stað tók Sveinn Þ. Finster Úlfarsson þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa embættið aftur og hafa umsóknarfrest til 22. nóvember 2023.
4.Styrkbeiðni vegna fasteignaskatts
Málsnúmer 2310267Vakta málsnúmer
Sjá trúnaðarbók.
5.Gjaldskrá fasteignagjalda 2024
Málsnúmer 2310007Vakta málsnúmer
Lögð fram gögn vegna vinnu við gerðar gjaldskrár fasteignagjalda 2024, þ.e.a.s. fasteignaskatt, lóðar- og landleigu og fráveitugjald.
Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna og upplýsinga.
Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna og upplýsinga.
6.Gjaldskrá brunavarna 2024
Málsnúmer 2310014Vakta málsnúmer
Lögð fram beiðni slökkviliðsstjóra um að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2024 hækki um 5,5% frá gjaldskrá ársins 2023.
Byggðarráð samþykkir að heimila 5,5% hækkun gjaldskrár Brunavarna Skagafjarðar með vísan til fyrirliggjandi hækkana sem hafa orðið á aðföngum og vinnulið starfsmanna.
Byggðarráð samþykkir að heimila 5,5% hækkun gjaldskrár Brunavarna Skagafjarðar með vísan til fyrirliggjandi hækkana sem hafa orðið á aðföngum og vinnulið starfsmanna.
7.Glæsibær fnr. 2351141 04 0101 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 2310255Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. október 2023 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, úr máli 2023-058923. Mergur ráðgjöf ehf., kt. 560620-0120, Glæsibæ, 551 Sauðárkrókur, sækir um leyfi til að reka gististað í flokki II í frístundahúsi fnr. 2351141 04 0101, Glæsibær land 6, 551 Sauðárkróki. Hámarksfjöldi gesta eru fjórir.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
8.Samráð; Reglur um fjárframlög til háskóla
Málsnúmer 2310167Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. október 2023 þar sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 192/2023, "Reglur um fjárframlög til háskóla". Umsagnarfrestur er til og með 11.11.2023.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar að endurskoða eigi reglur um fjárframlög til háskóla. Mikilvægt er að í þeirri endurskoðun verði tekið tillit til samfélagslegs hlutverks háskólanna í landinu og að þeim sé gert kleift að mæta þörfum atvinnulífs og nemenda hverju sinni. Vægi eflingu byggða í reiknilíkani mætti þannig hækka til samræmis við áherslur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar í byggðamálum og hvað byggðafestu varðar.
Gæta þarf að því að ekki sé gengið of langt í árangurstengdri rannsóknafjármögnun þannig að slíkar kröfur bitni um of á grunnfjármögnun háskólanna. Samhliða aukinni áherslu á rannsóknir þarf jafnframt að tryggja innviði eins og aðstöðu til rannsókna svo hægt sé að halda þeim úti.
Byggðarráð Skagafjarðar leggur einnig áherslu á að tryggt sé að fjölbreyttar námsleiðir séu í boði í fjarnámi um land allt þannig að nemendum á landsbyggðinni sé gert kleift að stunda menntun við hæfi og í samræmi við þarfir atvinnulífs á sem flestum sviðum.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar að endurskoða eigi reglur um fjárframlög til háskóla. Mikilvægt er að í þeirri endurskoðun verði tekið tillit til samfélagslegs hlutverks háskólanna í landinu og að þeim sé gert kleift að mæta þörfum atvinnulífs og nemenda hverju sinni. Vægi eflingu byggða í reiknilíkani mætti þannig hækka til samræmis við áherslur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar í byggðamálum og hvað byggðafestu varðar.
Gæta þarf að því að ekki sé gengið of langt í árangurstengdri rannsóknafjármögnun þannig að slíkar kröfur bitni um of á grunnfjármögnun háskólanna. Samhliða aukinni áherslu á rannsóknir þarf jafnframt að tryggja innviði eins og aðstöðu til rannsókna svo hægt sé að halda þeim úti.
Byggðarráð Skagafjarðar leggur einnig áherslu á að tryggt sé að fjölbreyttar námsleiðir séu í boði í fjarnámi um land allt þannig að nemendum á landsbyggðinni sé gert kleift að stunda menntun við hæfi og í samræmi við þarfir atvinnulífs á sem flestum sviðum.
9.Kynning - Arnthorsson
Málsnúmer 2310254Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar þjónusta í boði Arnthorsson við aðstoð ákvarðanatöku í formi samskipta, minnisblaða eða álitsgerða.
10.Flugklasinn Air 66N - skýrsla
Málsnúmer 2310269Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um starf Flugklasans Air 66N, tímabilið 1. maí - 25. október 2023.
Fundi slitið - kl. 17:06.
Á fund byggðarráðs komu fulltrúar Drangeyjar, Magnús Jónsson og Þorvaldur Steingrímsson til viðræðu meðal annars um tilvonandi byggðakvótaúthlutun fyrir komandi ár.