Fara í efni

Skipulagsnefnd - 35

Málsnúmer 2310003F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 18. fundur - 25.10.2023

Fundargerð 35. fundar skipulagsnefndar frá 5. október 2023 lögð fram til afgreiðslu á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 35 Óskað hefur verið eftir frekara samráði með t.d. íbúafundi vegna deiliskipulagsvinnu við Freyjugarðinn á Sauðárkróki.

    Skipulagsnefnd mun halda íbúafund vegna málsins áður en deiliskipulagstillagan verður auglýst. Tímasetning og fyrirkomulag verður ákveðið síðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar skipulagnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október með átta atkvæðum. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að hún vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
  • Skipulagsnefnd - 35 Birgir Gunnarsson framkvæmdastjóri rekstrastofu Þjóðkirkjunnar sækir fyrir hönd Þjóðkirkjunnar um hnitsetta afmörkun lóðarinnar Mælifellskirkja, L146210, og að stærð lóðarinnar verði 6.952,0 m². Lóðin er innan jarðarinnar Mælifells, L146209, sem er í eigu Þjóðkirkjunnar. Með umsókninni fylgir lóðarblað “Lóð fyrir kirkju og kirkjugarð" unnið af Sigurgeiri Skúlasyni landfræðingi, dags. 03.05.2023.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar skipulagnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 35 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 20. september síðastliðinn þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Atla Gunnari Arnórssyni f.h. Trésmiðjunnar Borg ehf. um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum aðaluppdráttum á iðnaðarhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 1 við Borgarmýri á Sauðárkróki.
    Breytingar varða m.a. viðbyggingu í kverk við NV-horn hússins, framlenginu þaks til norðurs, út yfir nýja forstofu, núverandi kaffistofu og tengd rými. Valmi settur á þak til samræmis við þak á Borgarmýri 1a.
    Meðfylgjandi aðalupppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 650204, númer A-100 A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 7. júní 2023, breytt 03.08.2023.
    Sjá einnig meðfylgjandi tölvupóst dagsettan 19.09.2023, erindi frá Atla Gunnari Arnórssyni hönnuði ásamt rökstuðningi hans.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið og gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi veiti umbeðið byggingarleyfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar skipulagnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 35 Skipulagsfulltrúa barst erindi frá Ómari Kjartanssyni fyrir hönd Önnu Maríu Ómarsdóttur lóðarhafa við Nestún 18 á Sauðárkróki þann 22. september síðastliðinn þar sem óskað er eftir frestun til byggingarframkvæmda á lóðinni til 1. mars 2024 ásamt rökstuðningi þess efnis.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðinn frest til 1. mars 2024 til að hefja byggingarframkvæmdir.

    Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Nestún 18 - Beiðni um frestun á byggingarframkvæmdum, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 35 Pétur Örn Jóhannsson óskar eftir í tölvupósti dags. 03.10.2023 að skila lóðinni Nestún 16 a-b til sveitarfélagsins.

    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar skipulagnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 35 Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 167/2023, „Drög að hvítbók um skipulagsmál og umhverfismatsskýrsla“.
    Umsagnarfrestur er til og með 31.10.2023.
    https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3539
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar skipulagnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 35 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 24 þann 26.09.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar skipulagnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 35 Lagt fram til kynningar bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti frá innviðaráðuneytinu. Ráðuneytið vill hvetja sveitarfélög að leita til sviðs loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköpunar eða Orkuseturs hjá Orkustofnun með leiðbeiningar og ábendingar um uppbyggingu innviða vegna orkuskipta. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar skipulagnefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október með níu atkvæðum.