Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd - 18

Málsnúmer 2310010F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 18. fundur - 25.10.2023

Fundargerð 18. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 13. október 2023 lögð fram til afgreiðslu á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 18 Hrefna Jóhannesdóttir formaður nefndar bar upp tillögu þess efnis að Guðlaugur Skúlason, fulltrúi D-lista, verði varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar.

    Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 18 Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2024 ásamt forsendum rammans til fyrri umræðu í umhverfis- og samgöngunefnd.

    Farið var yfir fyrstu tillögu að fjárhagsáætlun Skagafjarðarhafna 2024. Áætlunin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna og nefndarmanna. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög að fjárhagsáætlun og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.

    Hafnarstjóri Dagur Þór Baldvisson sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 18 Hafnasambands Íslands boðar hér með til 11. hafnafundar, sem haldinn verður í ráðstefnusal Hafrannsóknarstofnunar í Hafnarfirði, föstudaginn 20. október nk.

    Nefndin samþykkir að fulltrúi Skagafjarðarhafna á þinginu verði hafnarstjóri Dagur Þór Baldvinsson. Nefndarmenn eiga ekki heimangengt.

    Hafnarstjóri Dagur Þór Baldvisson sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 18 Tvö tilboð bárust í framkvæmdir við stálþil á Sauðárkrókshöfn. Tilboðin hafa verið yfirfarin og leiðrétt eftir því sem við á af Vegagerðinni sem leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Árna Helgason og vísar málinu til byggðarráðs.

    Hafnarstjóri Dagur Þór Baldvisson sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 18 Í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2024 þarf að endurskoða gjaldskrá Skagafjarðarhafna.

    Umhverfis- og samgöngunefnd felur hafnastjóra að vinna drög að endurskoðaðri gjaldskrá og leggja fram fyrir næsta fund nefndarinnar sem fyrirhugaður er í byrjun nóvember.

    Hafnarstjóri Dagur Þór Baldvisson sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 18 Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2024 ásamt forsendum rammans til fyrri umræðu í umhverfis- og samgöngunefnd.

    Farið var yfir fyrstu tillögu að fjárhagsáætlun umhverfis-, hreinlætis-, umferðar og samgöngumála og fráveitu 2024. Áætlunin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna og nefndarmanna. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög að fjárhagsáætlun og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 18 Í október var lokið við að telja öll sorpílát í þéttbýli. Sveitarfélagið ætti því að vera tilbúið fyrir næstu skref í fjórflokkun sorps við heimahús. Endurskoða þarf gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu en stefna sveitarfélagsins er að gjald fyrir endurvinnsluefni verði lægra en fyrir úrgang sem fer til urðunar.

    Umhverfis- og samgöngunefnd felur starfsmanni sviðsins að halda áfram vinnu við endurskoðun gjaldskrár og leggja drög að endurskoðaðri gjaldskrá fram fyrir næsta fund nefndarinnar sem fyrirhugaður er í byrjun nóvember.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 18 Lagt er til að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald hækki um 4,9% frá og með 1. janúar 2024.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar málinu til byggðaráðs til samþykktar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 18 Farið var yfir útboðslýsingu sem felur í sér snjóhreinsun og hálkuvörn aksturs- og gönguleiða í þrjá vetur, þ.e. veturna 2023-2024, 2024-2025 og 2025-2026. Verkið verður boðið út í þremur hlutum eða snjómoksturs á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð.

    Umhverfis- og samgöngunefnd felur tæknifræðingi á veitu- og framkvæmdasviði að auglýsa útboðið á grundvelli fyrirliggjandi útboðslýsingar með áorðnum breytingum.

    Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 18 Fundagerð Hafnarsambandsins frá fundi nr. 456 lögð fram til kynningar.

    Varðandi úthlutun styrkja 2023 úr Orkusjóði, þá samþykkir Umhverfis- og samgöngunefnd að taka undir með stjórn Hafnarsambands Íslands sem lýsir mikilli óánægju með afstöðu Orkusjóðs og fer fram á endurskoðun hennar ellegar að breytingar verði gerðar á úthlutunarreglum sjóðsins.

    Hafnarstjóri Dagur Þór Baldvisson sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 18 Árlegur alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 19. nóvember 2023. Dagurinn er haldinn þriðja sunnudag í nóvember ár hvert og er fyrst og fremst tileinkaður minningu þeirra sem látist hafa í umferðinni. Að þessu sinni verður dagurinn helgaður fyrstu viðbrögðum og neyðarhjálp á slysstað.

    Nefndin hvetur alla sem hafa tök á að taka þátt í minningarviðburðum í tengslum við daginn og vill um leið koma þakklæti til sjálfboðaliða og starfsstétta sem veita hjálp, björgun og aðhlynningu þegar slys á sér stað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 18 Hafnasamband Íslands hefur átt samráðsfundi með Fiskistofu á undanförnum mánuðum þar sem rædd hafa verið ýmis málefni er tengjast höfnum landsins.
    Nánar verður fjallað um samskipti hafna og Fiskistofu á hafnafundi í Hafnarfirði þann 20. október nk. og mikilvægt að sem flestar hafnir landsins sendi fulltrúa á þann fund.

    Skagafjarðarhafnir hafa áhuga á því að taka þátt í tilraunaverkefni Hafnasambandsins og Fiskistofu um fjarvigtun í smærri höfnum. Umhverfis- og samgöngunefnd felur Hafnarstjóra að tilkynna til Hafnasambandsins áhuga Skagafjarðarhafna á þátttöku í slíku tilraunaverkefni á Hofsósi.

    Hafnarstjóri Dagur Þór Baldvisson sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 18. fundi sveitarstjórnar 25. október 2023 með níu atkvæðum.