Fara í efni

Gjaldskrá brunavarna 2024

Málsnúmer 2310014

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 68. fundur - 01.11.2023

Lögð fram beiðni slökkviliðsstjóra um að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2024 hækki um 5,5% frá gjaldskrá ársins 2023.
Byggðarráð samþykkir að heimila 5,5% hækkun gjaldskrár Brunavarna Skagafjarðar með vísan til fyrirliggjandi hækkana sem hafa orðið á aðföngum og vinnulið starfsmanna.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 19. fundur - 15.11.2023

Vísað frá 68. fundi byggðarráðs frá 1. nóv sl til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Lögð fram beiðni slökkviliðsstjóra um að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2024 hækki um 5,5% frá gjaldskrá ársins 2023.
Byggðarráð samþykkir að heimila 5,5% hækkun gjaldskrár Brunavarna Skagafjarðar með vísan til fyrirliggjandi hækkana sem hafa orðið á aðföngum og vinnulið starfsmanna."

Gjaldskrá brunavarna 2024 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.