Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2024 - málefni umhverfis- og samgöngunefndar, mfl. 08, 10, 11 og 69

Málsnúmer 2310151

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd - 18. fundur - 13.10.2023

Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2024 ásamt forsendum rammans til fyrri umræðu í umhverfis- og samgöngunefnd.

Farið var yfir fyrstu tillögu að fjárhagsáætlun umhverfis-, hreinlætis-, umferðar og samgöngumála og fráveitu 2024. Áætlunin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna og nefndarmanna. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög að fjárhagsáætlun og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 20. fundur - 20.11.2023

Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2024 ásamt forsendum rammans til seinni umræðu í umhverfis- og samgöngunefnd.

Farið var yfir seinni tillögu að fjárhagsáætlun umhverfis-, hreinlætis-, umferðar og samgöngumála og fráveitu 2024. Áætlunin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög að fjárhagsáætlun með áorðnum breytingum og vísar henni til seinni umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.