Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2024 - málefni veitunefndar, mfl. 63, 65 og 67

Málsnúmer 2310160

Vakta málsnúmer

Veitunefnd - 9. fundur - 13.10.2023

Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2024 ásamt forsendum rammans til fyrri umræðu í veitunefnd.

Farið var yfir fyrstu tillögu að fjárhagsáætlun Skagafjarðarveitna 2024. Áætlunin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna og nefndarmanna. Veitunefnd samþykkir framlögð drög að fjárhagsáætlun og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.

Veitunefnd - 11. fundur - 15.11.2023

Farið var yfir forsendur fjárhagsáætlunar Skagafjarðarveitna. Í áætluninni er gerð grein fyrir rekstri hitaveitu, vatnsveitu og sjóveitu. Fjárhagsáætlunin lögð fyrir nefndina til samþykktar.

Veitunefnd samþykkir framlagðar áætlanir og vísar til byggðarráðs.

Árni Egilsson skrifstofustjóri sat þennan lið.