Fara í efni

Samráð; Reglur um fjárframlög til háskóla

Málsnúmer 2310167

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 68. fundur - 01.11.2023

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. október 2023 þar sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 192/2023, "Reglur um fjárframlög til háskóla". Umsagnarfrestur er til og með 11.11.2023.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar að endurskoða eigi reglur um fjárframlög til háskóla. Mikilvægt er að í þeirri endurskoðun verði tekið tillit til samfélagslegs hlutverks háskólanna í landinu og að þeim sé gert kleift að mæta þörfum atvinnulífs og nemenda hverju sinni. Vægi eflingu byggða í reiknilíkani mætti þannig hækka til samræmis við áherslur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar í byggðamálum og hvað byggðafestu varðar.
Gæta þarf að því að ekki sé gengið of langt í árangurstengdri rannsóknafjármögnun þannig að slíkar kröfur bitni um of á grunnfjármögnun háskólanna. Samhliða aukinni áherslu á rannsóknir þarf jafnframt að tryggja innviði eins og aðstöðu til rannsókna svo hægt sé að halda þeim úti.
Byggðarráð Skagafjarðar leggur einnig áherslu á að tryggt sé að fjölbreyttar námsleiðir séu í boði í fjarnámi um land allt þannig að nemendum á landsbyggðinni sé gert kleift að stunda menntun við hæfi og í samræmi við þarfir atvinnulífs á sem flestum sviðum.