Fara í efni

Borgargerði 2 (145921) - Umsókn um landskipti, millispilda.

Málsnúmer 2310245

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 37. fundur - 09.11.2023

Kristín Elfa Magnúsdóttir og Sigurpáll Þ. Aðalsteinsson sækja fyrir hönd Videosports ehf. eiganda Borgargerðis 2 L145921 um leyfi til að stofna 6.325,0 m² spildu/millispildu úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi hnitasettum uppdrætti sem unnin er af EFLU verkfræðistofu, áritaður af Sólveigu O. Sigurðardóttur, dags. 23.08.2023. Um er að ræða lóð sem sameina á lóðinni Borg L203895 sem í dag er 5.524,0 m². Eftir sameiningu lóðanna verður lóðin Borg 11.849,0 m².
Einnig skrifa undir erindið eigendur lóðarinnar Borg, L203895 auk eiganda íbúðarhúss (F2295376) sem á lóðinni stendur.
Fylgiskjöl með umsókn: Framangreint lóðarblað, kaupsamningur, yfirlýsing um breytt landamerki/lóðarmörk auk veðbókarvottorðs.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.