Fara í efni

Skipulagsnefnd

37. fundur 09. nóvember 2023 kl. 10:00 - 11:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Eyþór Fannar Sveinsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Anna Kristín Guðmundsdóttir ráðgjafi í skipulagsmálum sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Sauðárkrókur - Deiliskipulag tjaldstæði - Sauðárgil

Málsnúmer 2203234Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að deiliskipulagstillögu fyrir Tjaldsvæðið við Sauðárgil, Sauðárkróki unnin á Teiknistofu Norðurlands dags. 2.11.2023. Stærð skipulagssvæðis er 5,7 hektarar og er svæðið á landnotkunarreitum AF-402, OP-404 og S-401 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Helstu viðfangsefni deiliskipulagsins eru skilgreining á lóðarmörkum, byggingarreitum, bílastæðum og aðkomu, stígakerfi og umgjörð tjaldsvæðis og útivistarsvæðis við Sauðárgil.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.

2.Deiliskipulag frístundabyggðar við Reykjarhól - Varmahlíð

Málsnúmer 2105119Vakta málsnúmer

Dagana 6.-20. október síðastliðin fór fram kosning um nafn á tveimur nýjum götum í frístundabyggð við Varmahlíð á heimasíðu sveitarfélagsins.
Niðurstaða var eftirfarandi:
Gata A: Reykjarmóar (53 atkvæði af 137)
Gata B: Reykjarmelur (59 atkvæði af 137)

Skipulagsnefnd þakkar fyrir þáttökuna og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja nöfnin tvö Reykjarmóa og Reykjarmel sem hlutskörpust voru í kosningunni.

3.Múli (landnr. 203218) - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 2310248Vakta málsnúmer

Kristján E Björnsson og Nanna V Westerlund, þinglýstir eigendur landeignarinnar Múli, landnúmer 203218, óska eftir heimild til að stofna 25.603 m² spildu úr landi Múla, sem "Múli 2", skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 72900100 útg. 26. sept. 2023. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Landheiti útskiptrar spildu vísar í upprunaland með næsta lausa staðgreini sbr. reglugerð nr. 577/2017 um skráningu staðfanga. Ekki er önnur landeign í sveitarfélaginu skráð með sama landheiti.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um vegtengingu og heimreið í landi Múla, L203218, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
Engin fasteign er á umræddri spildu.
Ekkert ræktað land er á útskiptri spildu.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Múla, landnr. 203218.

Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

4.Brautarholt-Mýri L146801 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2307057Vakta málsnúmer

Kollgáta arkitektastofa fyrir hönd lóðarhafa, Fljótabakka ehf. óskar eftir að fá samþykktan byggingarreit á lóðinni Brautarholt-Mýri L146801 í Haganesvík í Skagafirði og að afmörkun byggingarreits liggi 3 metra innan lóðarmarka.
Grunnflötur nýbyggingar yrði að hámarki 170 m² og hámarks byggingarmagn á lóð yrði 340 m². Nýtingarhlutfall lóðar yrði 0.294 (lóð er 1155.9 m²).
Fyrirhugað mannvirki yrði hús á tveimur hæðum með risi. Hámarks vegghæð 5,9 m og hámarks mænishæð 8,0 m.
Þá er fyrirhugað að fjarlægja núverandi hús af lóðinni.
Ofangreind áform hafa þegar verið samþykkt af eigendum lóðarinnar, því til staðfestingar fylgir nýr lóðarleigusamningur dags. 01.10.2023 undirritaður af hluteigandi.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

5.Borgargerði 2 (145921) - Umsókn um landskipti, millispilda.

Málsnúmer 2310245Vakta málsnúmer

Kristín Elfa Magnúsdóttir og Sigurpáll Þ. Aðalsteinsson sækja fyrir hönd Videosports ehf. eiganda Borgargerðis 2 L145921 um leyfi til að stofna 6.325,0 m² spildu/millispildu úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi hnitasettum uppdrætti sem unnin er af EFLU verkfræðistofu, áritaður af Sólveigu O. Sigurðardóttur, dags. 23.08.2023. Um er að ræða lóð sem sameina á lóðinni Borg L203895 sem í dag er 5.524,0 m². Eftir sameiningu lóðanna verður lóðin Borg 11.849,0 m².
Einnig skrifa undir erindið eigendur lóðarinnar Borg, L203895 auk eiganda íbúðarhúss (F2295376) sem á lóðinni stendur.
Fylgiskjöl með umsókn: Framangreint lóðarblað, kaupsamningur, yfirlýsing um breytt landamerki/lóðarmörk auk veðbókarvottorðs.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

6.Þröm L176749 - Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar

Málsnúmer 2310243Vakta málsnúmer

Brynjar Skúlason og Sigríður Bjarnadóttir eigendur jarðarinnar Þröm, L176749 í Skagafirði óska eftir framkvæmdaleyfi til skógræktar á 131 ha í landi jarðarinnar. Svæðið liggur í um 45-100 m.y.s. og er skilgreint sem landbúnaðarland L3 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 þar sem nytjaskógrækt er heimiluð.
Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði.
Undanskilið frá skógrækt er allt votlendi jarðarinnar og svæðin í kring um gömlu bæjarhúsin þar sem skráðar fornminjar eru. Þá eru einnig undanskilin svæði vegna línuvegar sem og helgunarsvæði raflína, bæði í jörðu og lofti. Reynt verður að hanna skóginn þannig að beinar línur vegna raflína, girðinga og vega verði sem minnst áberandi. Megin áhersla verður á að skógurinn skapi skjól, auki lífsgæði fólks, bindi kolefni og gefi af sér viðarnytjar.

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur skipulagsnefnd farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila, umsagnir og viðbrögð framkvæmdaraðila vegna þeirra. Niðurstaða skipulagsnefndar er að skógrækt í Þröm sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

7.Umsagnarbeiðni -Breytingar á Blöndulínu 3, mál 0672 2023 í skipulagsgátt

Málsnúmer 2310046Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi í samræmi við ákvörðun nefndarinnar óskaði eftir fresti til að skila inn umsögn varðandi Breytingar á Blöndulínu 3, (Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu).
Skipulagsstofnun hefur fallist á þá beiðni um lengri frest til að skila inn umsögn varðandi Breytingar á Blöndulínu 3, mál nr. 0672/2023: Tilkynning um framkvæmd, tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu.
Skipulagsnefnd óskaði eftir kynningu Landsnets á þeirri breytingu og fór kynning fram á fundi nefndarinnar 26.10. síðastliðinn.
Nefndin hefur yfirfarið fyrirhugaðar breytingar á lagnaleið Blöndulínu 3 og telur þær ekki þess eðlis að falla undir matsskyldu.

Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarfulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi bókun:
Í fyrri skýrslu Skipulagsstofnunar er talið að áhrif Blöndulínu 3 á tiltekna umhverfisþætti séu vanmetin í umhverfismatsskýrslu Landsnets í ljósi þess að aðferðafræði Landsnets notar einhverskonar meðaltal á vægiseinkunnum sem gefnar eru hverjum umhverfisþætti fyrir sig og einkenni áhrifa. Skipulagsstofnun telur að slík aðferðafræði henti ekki vel til að draga fram neikvæðustu áhrif línulegra framkvæmda sem ná yfir stór svæði eins og í þessu tilviki. Leiðir það að mati Skipulagsstofunar til að niðurstöður Landsnets gefa til kynna minni áhrif en ætla mætti af framkvæmdinni. Af þeim ástæðum telur fulltrúi VG og óháðra fulla ástæðu til að umhverfismat með nákvæmari mælikvörðum eigi sér stað á Kiðaskarðsleið.

8.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 26

Málsnúmer 2310020FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 26 þann 27.10.2023.

Fundi slitið - kl. 11:15.