Fara í efni

Fyrirhuguð niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 2310272

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd - 19. fundur - 09.11.2023

Vegagerðin hefur tilkynnt um fyrirhugaðar niðurfellingar á eftirtöldum vegum:
Bjarnargilsvegur nr. 7891-01
Dýjabekksvegur nr. 7623-01
Mið-Grundarvegar nr. 7708-01
Svartárdalsvegar nr. 755-01
Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er ekki föst búseta við þessa vegi og uppfylla þeir því ekki skilyrði þess að teljast til þjóðvega.

Samkvæmt 3.mgr. 8. gr. vegalaga segir: "Héraðsvegir eru vegir sem liggja að býlum, starfrækslu atvinnufyrirtækja, kirkjustöðum, opinberum skólum og öðrum opinberum stofnunum utan þéttbýlis, eru ákveðnir í staðfestu skipulagi og taldir upp í vegaskrá."
Umhverfis- og samgöngunefnd bendir á að í Miðdal við Svartárdalsveg nr. 755-01 er rekið stórt fjárbú sem hlýtur að teljast atvinnurekstur. Nefndin gerir því athugasemd við ákvörðun Vegagerðarinnar um niðurfellingu vegarins úr vegaskrá og telur að niðurfellingin sé ekki réttmæt.
Umhverfis- og samgöngunefnd hvetur landeigendur og rekstraraðila sauðfjárbúsins til að hafa samband við Vegagerðina vegna málsins.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 23. fundur - 14.03.2024

Lagt fram til kynningar samrit erinda, dags. 24.11. 2023, 27.11 2023 og 7.12. 2023, frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er um niðurfellingu fjögurra vega af vegaskrá, þ.e. Dýjabekksvegar nr. 7623-01, Bjarnargilsvegar nr. 7891-01, Mið-Grundarvegar nr. 7708-01 og hluta Svartárdalsvegar nr. 755-01. Hægt er að sækja um að vegirnir verði teknir að nýju inn á vegaskrá sem héraðsvegir þegar föst búseta og lögheimili eru komin á að nýju eða á grundvelli atvinnurekstrar.